Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 22
22 26. september 2008 FÖSTUDAGUR Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðfinnu Ólafsdóttur ljósmóður frá Tungu í Fljótshlíð, sem jarðsungin var frá Breiðabólstaðarkirkju þann 6. september síðastliðinn. Oddgeir Guðjónsson Guðlaug Oddgeirsdóttir Sigurður Sigurðsson Ólafur Sv. Oddgeirsson Fiona MacTavish barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, Bergþóra Þorbergsdóttir Garðvangi, Garði (áður Nónvörðu 11, Keflavík), lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 22. september sl. Útför hennar verður gerð frá Útskálakirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga á Suðurnesjum (reikn. 1109-05- 412298 kt. 580690-2389). Guðmundur Jóelsson Anna Margrét Gunnarsdóttir Axel Jónsson Þórunn Halldórsdóttir Vignir Jónsson Marteinn Tryggvason Þorsteinn Jónsson Katrín Hafsteinsdóttir Íris Jónsdóttir Gylfi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Sigrún Guðmundsdóttir kennari, Efstalandi 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 25. september. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Jónsdóttir Rafn Haraldsson Guðmundur Jónsson Sæunn Kjartansdóttir Jónína Margrét Jónsdóttir Bjarni Jónsson Kolbrún Björnsdóttir Snjáfríður Jónsdóttir Sólrún Björg Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Rafn Hafsteinn Skúlason lögfræðingur, lést af slysförum sunnudaginn 21. september. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalbjörg Jónsdóttir, Hlynur Loki Laufeyjarson, Fjölvar Darri Rafnsson, Örvar Þorri Rafnsson, Skorri Rafn Rafnsson. Kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jósef Halldór Þorgeirsson Espigrund 4, Akranesi, andaðist þriðjudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkað. Þóra Björk Kristinsdóttir Þorgeir Jósefsson Pálína Ásgeirsdóttir Benjamín Jósefsson Ellert Kristinn Jósefsson og afabörn. Frændi minn, Ólafur Ingibergsson Kallebaxks, Gautaborg, lést þriðjudaginn 23. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís Björgvinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, Þorlákur Sævar Halldórsson barnalæknir verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.00. Sigrún Erla Skúladóttir Dóra Soffía Þorláksdóttir Linda Sif Þorláksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars J. Egilssonar Vogatungu 103, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 1 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Ásgerður Ólafsdóttir Ásdís Einarsdóttir Þórunn Einarsdóttir Erling J. Sigurðarson Sigurður Egill Einarsson Elva Stefánsdóttir Birgir Einarsson Fanney Sigurðardóttir Egill Einarsson Berglind Tulinius afabörn og langafabörn. Bestu þakkir fyrir hlýjan hug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Ólafar Helgadóttur Kríuási 7, Hafnarfirði. Starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og Líknardeildarinnar í Kópavogi þökkum við sérstaklega fyrir góða umönnun. Örn Friðriksson Róbert Þ. Gunnarsson Hildur Kristjánsdóttir Guðrún Valdís Arnardóttir Gunnar Svavarsson Tinna Arnardóttir Árni Þór Hlynsson barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Friðriks Ketilssonar Rauðumýri 10, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækn- ingadeild Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Laufey Bergrós Árnadóttir Júlíus Fossberg Friðriksson Árni Ketill Friðriksson Gígja Hansen Arnar Magnús Friðriksson afabörnin og langafabörnin. timamot@frettabladid.is Ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar: Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldin í Iðnó á morgun en þar verður fjallað um strauma og stefnur í matarmenn- ingu 20. aldar. Matarmenning á tímum hafta og skömmt- unar og djarfar tilraunir til að víkja frá hefðbundnum matreiðslumáta er meðal umfjöllunarefna. Að ráðstefnu lokinni verður efnt til hátíðarkvöldverðar þar sem boðið verður upp á sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar. Ráðstefnan, sem er haldin í samstarfi við Sagnfræðinga- félag Íslands og Reykjavíkurakademíuna, er hluti af sýn- ingunni Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf í hundr- að ár sem félagið Matur – saga – menning stendur fyrir og verður opnuð í Aðalstræti 10 í dag. Þar er matarsagan rakin í máli, myndum og innsetningum. Meðal annars má fræðast um þau sex kíló af rúgbrauði sem fjögurra manna fjölskylda borðaði um aldamótin 1900, þau 1,4 kíló af sæl- gæti sem hún borðaði árið 2000 og fyrstu pitsuna svo eitt- hvað sé nefnt. „Ég hef þó ekki enn fundið þann sem fyrstur bauð upp á tófu og auglýsi hér með eftir honum,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar. Að hennar sögn kom á óvart hversu mikla frumheimildavinnu þurfti að gera í tengslum við sýninguna. „Við fengum Miðstöð munnlegrar sögu til liðs við okkur. Brynhildur Sveins dóttir þjóðfræðingur talaði við þá sem búa til mat og borða hann. Þá studdumst við við handskrifaðar matreiðslu bækur og annað grúsk.“ Sólveig segir ljóst að miklar breytingar hafi orðið á matar venjum Íslendinga á öldinni en margt fari í hring. Þá segir hún áfanga í matarsögunni gjarnan tengjast utan- aðkomandi áhrifum eins og styrjöldum og ríkjandi þjóð- félagsástandi. „Matarmenningin er besti hitamælirinn á samfélagið. Eftir mikið velmegunarskeið undanfarið má nú heyra hvernig krepputalið kemur inn í matarumræð- una. Fólk er aftur farið að taka slátur og búa til kæfu.“ Sýningin í Aðalstræti stendur næstu tvo mánuði. Á hverju fimmtudagskvöldi mun Sólveig standa fyrir þema- tengdri leiðsögn þar sem gælt verður við bragðlauka gesta. „Þegar líða fer að jólum ætla ég til dæmis að baka upp úr misskilningi, mistökum og þýðingarvillum eins og þegar norska kúrenukökuuppskriftin varð að kóríander- kökum á íslensku.“ vera@frettabladid.is MATUR SAGA MENNING: HELDUR RÁÐSTEFNU Hitamælir á samfélagið Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Reykvíska eldhússins, t.h., ásamt Unni Maríu Bergsveinsdóttur, framkvæmdastjóra Af hlaðborði aldarinnar, fyrir utan Iðnó þar sem ráðstefnan fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRESKA LEIK- OG SÖNGKONAN OLIVIA NEWTON-JOHN ER SEXTUG Í DAG. „Minningar mínar geymi ég innra með mér. Þær tengjast ekki hlutum né stöðum. Ég get tekið þær með mér hvert sem er.“ Olivia Newton-John er hvað þekktust fyrir leik sinn í dans- og söngvamyndinni Grease þar sem hún lék Sandy á móti John Travolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.