Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 26. september 2008 29 VIÐ ÆFINGAR Martin Berkofsky og Einar Jóhannesson tóku á því í Salnum á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleik- um í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er einn af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Martin Berkofsky er þrautreyndur bandarískur píanó- leikari. Hann bjó hér á landi á árum áður og það var einmitt hér sem hann varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að lenda í mótórhjóla- slysi. Berkofsky meiddist talsvert, en lét það þó ekki aftra sér frá því að koma fram á tónleikum aðeins fáeinum vikum eftir slysið. Árið 2000 greindist Berkofsky svo með krabbamein, en hafði blessunarlega betur í baráttu sinni við það. Eftir þá reynslu ákvað hann að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi og hefur síðan þá ekki þegið greiðslu fyrir að koma fram á tónleikum, heldur lætur hann laun sín ávallt renna til góðgerðarmála. Berkofsky stundar að auki maraþon hlaup af miklum móð og hleypur reglulega til góðs. Þannig hljóp hann til að mynda frá Tulsa til Oklahoma til þess að safna fé til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir sjúkrahúsið í Tulsa, en þar gekkst hann sjálfur einmitt undir krabbameinsmeðferð. Á efnisskrá þeirra Einars og Martins á sunnudag eru verk eftir tónskáld á borð við Schumann, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðasala fer fram í Salnum og er miðaverð 3.900 krónur. - vþ Leikið til góðs Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbands- listakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Steina er einn af frum- herjum íslenskrar mynd- bandalistar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1940 og lagði framan af stund á nám í fiðluleik. Nítján ára gömul fékk hún styrk til náms við Tónlistarháskólann í Prag, en þar kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum Woody Vasulka, vélaverkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Steina starfaði um skeið sem fiðluleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en fór síðan til New York með eiginmanni sínum. Þar kynntist hún, seint á sjöunda áratugnum, myndbandalistforminu sem hún hefur unnið að síðan. Steina hefur farið vítt og breitt í rafrænni list- sköpun sinni; gert mynd- bönd og innsetningar og nú á síðustu árum hefur hún framið gagnvirka gjörninga á opinberum stöðum þar sem að fiðluleikur hennar er notaður til að stjórna myndefni sem varpað er á stóra skjái. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar Orka. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Myndbandalist í Gerðubergi STEINA VASULKA BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON / BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON BÚNINGAR: ÞÓRUNN E. SVEINSDÓTTIR LEIKMYND: FINNUR ARNAR ARNARSON LEIKSTJÓRN: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON TÓNLISTARSTJÓRN: JÓN ÓLAFSSON HLJÓMSVEIT: GUÐMUNDUR PÉTURSSON, GÍTAR STEFÁN MAGNÚSSON / BÖRKUR HRAFN BIRGISSON, GÍTAR INGI BJÖRN INGASON, BASSI KRISTINN SNÆR AGNARSSON, TROMMUR FRUMSÝNT 3. OKTÓBER 2008 MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200. WWW.OPERA.IS svei-attan, einar áskell Það besta sem Einar Áskell veit er að fá fullorðna með í leik. Það næstbesta er verkfærakassinn. Það er verst að pabbi vill sjaldan leika og verkfærin eru hættuleg, sérstaklega sögin! En einn daginn hefur Einar heppnina með sér. góða nótt, einar áskell Einar Áskell er stundum óþægur og stundum þægur. Í kvöld er hann óþægur. Hann vill ekki fara að sofa. „Pabbi, lestu sögu,“ nauðar hann. En það er ekki nóg! Tvær sígildar bækur um ólátabelginn ljúfa sem á sér aðdáendur um allan heim. einar áskell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.