Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 44

Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 44
24 3. október 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Björgvin Guðmundsson skrifar um kjaramál Kjarasamningar eru í upp-námi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verð- bólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi veru- legar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformleg- um fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti ein- hvers konar þjóðar sátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Raf iðnaðar- sambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerð- um kjarasamningum. Verkalýðs- foringjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett for- dæmi fyrir kauphækkun væntan- legra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennar Ljóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkis- stjórnin verður að gera ráðstaf- anir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstakl- inga, lækkanir á tollum og virðis- aukaskatti, ráðstafanir í húsnæðis- málum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkis- stjórnin gerir ekki slíkar ráðstaf- anir er talsverð bein kauphækk- un óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðra Samhliða kjarabótum til verka- fólks þarf að stórbæta kjör aldr- aðra og öryrkja. Það sem ríkis- stjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra ein- hleypinga og ákveðið, að lág- marksframfærslutrygging líf- eyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. sept- ember þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækk- uðu um 16%. Þeir vilja fá mis- muninn. Áhyggjur af efnahagsmálum Verkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrir- tækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virð- ast hafa farið óvarlega í erlend- um lántökum og eiga nú í erfið- leikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjár- málakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyf- ingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerð- ingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. BJÖRGVIN GUÐ- MUNDSSON Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur Ljóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkis- stjórnin verður að gera ráðstaf- anir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.