Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 6
6 4. október 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Embætti ríkissaksókn- ara hefur borist krafa um opin- bera rannsókn á Hafskipsmálinu. Hæstaréttarlögmennirnir Ragn- ar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir sendu inn erindið fyrir hönd Hafskipsmanna; þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnús- sonar. Krafan beinist að meintum brotum þeirra Ragnars H. Hall og Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrr- verandi dómurum við skiptarétt Reykjavíkur, Gunnlaugs Claessen, fyrrverandi ríkislögmanns, Jón- atans Þórmundssonar, fyrrver- andi ríkissaksóknara og Hallvarð- ar Einvarðssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglustjóra ríkis- ins, auk starfsmanna embætta ríkissaksóknara og rannsóknar- lögreglu ríkisins. Valtýr Sigurðsson ríkissak- sóknari staðfestir að krafan hafi borist embættinu á fimmtudag. „Það verður tekin afstaða til þess- arar beiðni fljótlega. Hún er reyndar mjög viðamikil, en þegar farið hefur verið yfir hana verður ákveðið hvort orðið verður við henni.“ Að sögn Valtýs er beiðnin „á annað hundrað síður“, þar sem það er tíundað hvað hæstaréttar- lögmennirnir telja að hafi farið úrskeiðis við meðferð Hafskips- málsins. „Þetta eru um tuttugu atriði sem óskað er eftir að verði skoðuð,“ segir Valtýr. Ragnar Aðalsteinsson vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann staðfesti að erindið hafi verið sent inn. Hann segir ekki tímabært að greina frá ein- stökum efnisþáttum kröfunnar né hverju kærendur vilja ná fram með rannsókninni. Beiðnin er sett fram á grund- velli fjórðu málsgreinar 66. grein- ar laga um meðferð opinberra mála: „Þegar sérstaklega stendur á er ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök er fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með því.“ Þessi heimild var sett í lög vegna máls Magnúsar Leópoldssonar sem var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Ein- arssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. svavar@frettabladid.is Rannsóknar krafist á Hafskipsmálinu Embætti ríkissaksóknara hefur borist krafa um opinbera rannsókn á Hafskips- málinu. Tveir hæstaréttarlögmenn sendu inn erindið fyrir hönd fjögurra Haf- skipsmanna og er það rúmlega 100 síður og tekur til 20 atriða í málsmeðferðinni. Hafskipsmálið var umfangs- mikið gjaldþrotamál skipafé- lagsins Hafskips hf. á árunum 1885 til 1991. Málið teygði anga sína víða sem kom ekki síst fram í ítarlegri umfjöllun fjölmiðla, en málið rataði einnig inn í sali Alþingis. Stjórnendur Hafskips og Útvegsbankans, sem var við- skiptabanki fyrirtækisins, voru kærðir, alls 17 einstaklingar. Dómsmáli lauk í júní 1991, fimm árum eftir gjaldþrotið, með því að fjórir æðstu menn Hafskips voru dæmdir sekir um brot á lögum. HAFSKIPSMÁLIÐ Í NOKKRUM ORÐUM HELGI MAGNÚSSON VALTÝR SIGURÐSSON BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDS- SON ÞÓRÐUR H. HILMARSSON PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON FORSÍÐA HELGARPÓSTSINS Hafskipsmálið er löngum rakið til umfjöllunar Helgarpóstsins. VERSLUN Framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Olís tekur ekki undir með Hermanni Guðmunds- syni, forstjóra N1, sem sagði í fjölmiðlum í gær að hætta væri á eldsneytisskorti hérlendis vegna stöðunnar í gjaldeyrismálunum „Við fáum gjaldeyri til að greiða fyrir okkar innkaup og erum í góðu samstarfi við viðskiptabanka okkar og teljum að þannig verði það áfram,“ segir Samúel Guðmundsson sem ítrekar að staðan hjá Olís sé góð. „Við borgum okkar reikninga á gjalddaga eins og við höfum alltaf gert og reynum að sinna okkar rekstri vel.“ - gar Olís býst ekki við olíuskorti: Hafa gjaldeyri fyrir bensíninu Er kominn tími á þjóðstjórn? Já 36,5% Nei 63,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að sækja opnunar- hátíðina á Korputorgi um helgina? Segðu þína skoðun á visir.is RÚIN TRAUSTI Fylgi ríkisstjórnarinnar mældist um áttatíu prósent í upphafi kjörtímabilsins í fyrra. KÖNNUN Stuðningur við ríkis- stjórnina hefur hrunið og fólk virðist hafa misst tiltrú á stjórn- málamönnum, hvort sem þeir tilheyra stjórn eða stjórnarand- stöðu. Þetta kom fram í skoðana- könnun sem unnin var fyrir Stöð 2 og greint var frá í gær. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 35 prósenta þeirra sem spurð voru hvort þau styddu ríkisstjórn- ina en 65 prósent svöruðu spurningunni neitandi. Einn af hverjum tíu var óákveðinn og fjögur prósent aðspurðra vildi ekki svara. Ef tillit er tekið til þeirra við útreikning sagðist 30 prósent aðspurðra styðja ríkisstjórnina en 56 prósent svöruðu því neitandi. Fylgi ríkisstjórnarinnar mældist tæplega 80 pósent í könnun Gallup í upphafi kjörtíma- bilsins. - kdk Skoðanakönnun Stöðvar 2: Innan við þriðj- ungur styður ríkisstjónina FÓLK Plata undir nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum í Trékyllisvík var steypt á miðvikudag að því er segir á trekyllisvik.blog.is. Gamla húsið á Finnbogastöð- um brann ofan af Guðmundi Þorsteinssyni bónda um miðjan júní. Söfnun til styrktar Guð- mundi var strax sett í gang. Á miðvikudag færði Kristmundur Kristmundsson, formaður Félags Árneshreppsbúa, Guðmundi sex og hálfa milljón króna sem safnast hafa. Söfnuninni er þó ekki lokið. Húseiningarnar frá Kanada eru væntanlegar til landsins á næstu dögum. „Allt stefnir í að takmarkið náist: Að Mundi og fjölskylda geti haldið jólin í nýju húsi,“ segir á heimasíðunni. - gar Botnplata á Finnbogastöðum: Söfnun komin í 6,5 milljónir Harper í vörn John Harper, forsætisráðherra Kanada, sætti hörðum árásum af hálfu pólit- ískra mótherja sinna í sjónvarpskapp- ræðum í fyrrakvöld. Harper hraktist út í að viðurkenna að ákvörðun sín um að styðja innrásina í Írak árið 2003 hefði verið mistök. Kosið verður 14. október. KANADA HONG KONG, AP Breski súkkulaði- framleiðandinn Cadbury hefur innkallað vörur sem framleiddar hafa verið fyrir fyrirtækið í Kína vegna gruns um melamínmengun. Um er að ræða ellefu súkkulaði- tegundir sem dreift var til sölu í Ástralíu, Taívan og Kong Kong. Þá hafa tveir banda- rískir matvæla- framleiðend- ur, Kraft Foods og Mars, innkallað súkkulaði sem framleitt var í Kína til sölu í Indónesíu. Fundist hefur hátt hlutfall af melamíni í þessum vörum en talsmenn fyrirtækjanna segjast vilja gangast fyrir eigin rannsóknum með óháðum sérfræðingum til að ganga úr skugga um málið. - gar Mjólkurmengunin í Kína: Grunur beinist að súkkulaði SNICKERS Fyrirtækið Mars Inc. innkallar meðal annars Snickers og M&M í Indónesíu. KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Þingflokkur Framsókn- arflokksins stendur allur að frum- varpi sem miðar að því að faglega sé staðið að ráðningu Seðlabanka- stjóra. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður flokksins, sagðist í Fréttablaðinu í vikunni vonast til að einhver stjórnarliði yrði í hópi flutningsmanna en svo er ekki. Samkvæmt frumvarpinu ber að auglýsa stöður seðlabankastjóra og verður gerð krafa um reynslu og þekkingu á sviði peninga- og efnahagsmála. Einnig verður við- komandi að hafa háskólapróf á þessum sviðum. Í gildandi lögum eru ekki gerðar kröfur um menntun eða þekkingu. Í greinargerð frumvarpsins segir að Seðlabankinn hafi haft forystu um þjóðnýtingu Glitnis og engum megi dyljast að slík ákvörð- un sé tekin út frá faglegum for- sendum en ekki pólitískum. Í frumvarpinu er einnig lagt til að fundargerðir vaxtaákvarðana- funda bankastjórnar Seðlabankans verði birtar. Í þeim skuli gerð grein fyrir forsendum ákvörðun- arinnar og þeim markmiðum sem eigi að nást með henni. Er þetta lagt til í þeim tilgangi að auka tiltrú á Seðlabankanum og auka gagnsæi á stýrivaxtaákvörð- un bankans sem um leið fengi nauðsynlegt aðhald og málefnaleg umræða myndi aukast. - bþs Framsóknarflokkurinn vill faglega Seðlabankastjóra: Fundagerðir Seðlabanka verði birtar FRAMSÓKNARMENN vilja breytt lög um Seðlabankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.