Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 74
50 4. október 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Fjölnismenn eru að leika til úrslita í VISA- bikarnum annað árið í röð en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson telur nú lið sitt betur í stakk búið til þess að fara með sigur af hólmi heldur en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari, bæði af því að spila nákvæmlega svona leik og eins eftir að hafa spilað sumarið í efstu deild, þannig að við erum tilbúnari til þess að klára verkefni sem þetta. Við komum því í leikinn með það að markmiði og ekkert annað,“ segir Ásmundur ákveðinn. „Þessi úrslitaleikur sem framundan er hjálpaði okkur líka til þess að klára deildina með sæmd því hver og einn leikmaður innan hópsins vill náttúrulega vera í byrjunarliðinu í þeim leik og því verða menn að halda sér á tánum. Það er því jákvætt vandamál hjá mér að velja úr út af mikilli samkeppni um stöður,“ segir Ásmundur. „KR er stórveldi og er sigurstranglegra liðið, það liggur fyrir. Ég lít dálítið á þetta eins og gamla stórveldið sé að mæta einu yngsta og efnileg- asta félagi landsins og það er skemmtilegur viðburður. Þetta er að sama skapi próf fyrir okkur að sýna það að við séum tilbúnir að stíga upp úr því að vera ungir og efnilegir í að verða góðir, með titil í höndun- um,“ segir Ásmundur. Logi Ólafsson, þjálfari KR, er fullur til- hlökkunar fyrir leikinn þó svo að hann geri sér grein fyrir því að KR-inga bíði erfitt verkefni. „Við erum að fara að mæta spræku liði sem hefur verið að spila vel í sumar og hefur það kannski fram yfir okkur að vera með reynsluna af því að leika úrslita- leikinn í fyrra. Það er aftur á móti fínt sjálfstraust í okkar liði og við förum inn í úrslitaleikinn af fítonskrafti og ætlum auðvitað að vinna hann,“ segir Logi. „Við nálgumst þetta verkefni eins og hvern annan leik sem við höfum spil- að í sumar, með því að hafa gaman af því sem við erum að gera og standa okkur vel,“ segir Logi. ÞJÁLFARARNIR ÁSMUNDUR ARNARSSON OG LOGI ÓLAFSSON: ALLT TIL STAÐAR FYRIR FRÁBÆRAN ÚRSLITALEIK Unga og efnilega félagið gegn gamla stórveldinu FÓTBOLTI Bæði Fjölnir og KR hafa verið á miklu skriði síðustu vikur fyrir úrslitaleikinn en Fjölnis- menn unnu síðustu þrjá leiki sína í Landsbankadeildinni með saman- lagðri markatölu 9-1 og KR-ingar hafa leikið átta leiki í röð án taps, sjö í Landsbankadeildinni og einn í bikar. „Við erum búnir að bíða eftir þessum leik í þó nokkurn tíma og eftirvæntingin er vissulega mikil. Við ákváðum engu að síður að klára deildina með sæmd og gerð- um það og við héldum okkur þannig á tánum og unnum í sjálfs- traustinu til þess að mæta tilbúnir í þennan leik,“ segir Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR. Jónas Guðni á von á erfiðum leik en vill ekki meina að sumarið sé eintóm vonbrigði fyrir KR, fari svo að félagið landi ekki bikarn- um. „Við vitum að þetta verður erf- iður leikur því Fjölnir er með hörkulið sem hefur gert fína hluti með því að enda í sjötta sæti á sínu fyrsta ári í efstu deild. Við enduð- um í fjórða sæti, stigi á eftir Fram, sem er ef til vill ekki ásættanlegur árangur. En ef mið er tekið af gengi okkar síðasta sumar og þeim manna- breytingum sem urðu í liðinu fyrir þetta sumar þá er vel hægt að una við þessa niðurstöðu, sér í lagi ef við vinnum bikarinn,“ segir Jónas Guðni. Jónas Guðni hefur jákvæða reynslu af því að leika til úrslita í bikarnum og leikurinn í dag verð- ur hans þriðji en hann vann hina tvo með Keflavík árin 2004 og 2006. „Það er engu líkt að vinna bikar- inn í stærsta leik sumarsins og þetta er klárlega upplifun sem maður vill endurtaka aftur og aftur,“ segir Jónas Guðni. Magnús Ingi Einarsson, fyrir- liði Fjölnis, rétt missti af því að hampa bikarnum í fyrrasumar þegar Fjölnir, sem lék þá í 1. deild, tapaði gegn FH í framlengdum úrslitaleik. Hann telur að Fjölnir eigi ef til vill raunhæfari mögu- leika á að vinna bikarinn núna. „Þó svo að bikarleikir séu dálít- ið frábrugðnir öðrum leikjum þar sem allt virðist geta gerst þá má segja að við séum í annarri stöðu núna en í fyrra og eigum ef til vill raunhæfari möguleika á því að vinna leikinn,“ segir Magnús Ingi. Fjölnir hefur verið kallað „bik- arlið“ vegna góðs árangurs síð- ustu ár og Magnús Ingi er sáttur við þá nafngift en á von á erfiðum leik gegn KR. „Bikarlið eru væntanlega þau lið sem standa sig vel í bikarnum og það á vissulega við um okkur. Við erum að leika til úrslita í bik- arnum annað árið í röð og höfum einhvern veginn alltaf náð að gíra okkur sérstaklega vel upp í þessa bikarleiki. KR er stærsta lið Íslands og það er alveg sama hvaða tölfræði er skoðuð, þá er hefðin alltaf þeirra. Það er bara frábært fyrir okkur að mæta svoleiðis liði og ég hef trú á því að leikurinn verði hin besta skemmtun. Það er líka góð stemn- ing í kringum bæði liðin og ég á von á góðri mætingu í stúkunni. Ég veit allavega af því að Kára- menn eru búnir að undirbúa sig undir þennan leik í þó nokkurn tíma og koma grimmari og fjöl- mennari en nokkru sinni fyrr,“ segir Magnús Ingi. Miðjan mætir Káramönnum Stuðningsmenn beggja félaga taka daginn snemma og skipulagðar fjölskylduhátíðir verða í Íþrótta- húsinu Dalhúsum fyrir Fjölnis- menn og í DHL-höllinni fyrir KR- inga og hefjast á slaginu 10. omar@frettabladid.is Stærsti leikur sumarsins í dag Það verður allt lagt í sölurnar þegar Fjölnir og KR mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli kl. 14 í dag. Auk bikarsins er þátttökuréttur í Evrópukeppni félagsliða í boði fyrir sigurvegarana. ALLT LAGT UNDIR Það má búast við spennandi og skemmtilegum leik þegar Fjölnir og KR mætast í úrslitum VISA-bikars karla á Laugardalsvelli í dag. Baráttan verður væntanlega gríðarleg bæði innan vallar og utan þar sem harðakjarnastuðningsmenn félag- anna, Káramenn og Miðjan, eigast við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Laugardalsvöllurinn verður tilbúinn fyrir bikarúr- slitaleikinn í dag þrátt fyrir að í gærmorgun hafi 10 sm snjólag verið yfir vellinum. Jóhann Krist- insson, vallarstjóri, kallaði til gott fólk og talið er að mokað hafi verið um 800 rúmmetrum af snjó af vellinum í gær. „Það er gott að eiga marga vini. Það hafa allir sameinast um að gera völlinn tilbúinn. Völlurinn er nánast auður,“ sagði Jóhann þegar Fréttablaðið náði í hann í gær. Jóhann fékk góða hjálp í gær því starfsmenn golfklúbb- anna á höfuðborgarsvæðinu, vall- arstarfsmenn og skrifstofufólkið hjá KSÍ hjálpuðu honum við að gera völlinn kláran. „Völlurinn er aumur eftir að við erum búin að hnoðast á honum í allan dag. Við erum kannski að fara illa með grasið en leikurinn á morgun mun ekkert skemma meira en ef leikið væri á blautum velli,“ sagði Jóhann en engin vél nýttist við moksturinn. „Það er vandamálið að um leið og vél spólar einu sinni þá er hún búin að búa til gat sem erfitt er að laga,“ sagði Jóhann að lokum. - óój Laugardalsvöllur var með 10 cm snjólag í gær en verður klár fyrir bikarúrslitin: Margar hendur vinna létt verk Á FULLRI FERÐ Jóhann Kristinsson vallar- stjóri að moka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Það eru tvö Reykjavíkur- lið sem mætast í bikaúrslitaleik karla í dag og er þetta í þrettánda sinn sem úrslitaleikurinn er slagur milli tveggja borgarliða. Fjölnismenn, sem eru að spila sinn annan úrslitaleik, eru að spila sinn fyrsta Reykjavíkurslag í bikarúrslitum en KR-ingar eru aftur á móti að mæta nágranna- liði úr Reykjavík í áttunda sinn í bikarúrslitaleik. KR hefur gengið vel gegn Reykjavíkurliðum í bikarúrslitum því liðið hefur unnið fimm af þessum sjö leikjum. Síðasti Reykjavíkurslagur félagsins var árið 1995 þegar KR vann 2-1 sigur á Fram. KR tapaði hins vegar borgarslögum sínum 1990 (Valur) og 1989 (Fram). - óój Bikarúrslit karla í fótbolta: Þrettándi borg- arslagurinn VISA-BIKARINN Það verður keppt um þennan bikar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 99 k r/ sk ey ti ð . 9.FIFA 09 · 250 breytingar frá síðustu útgáfu · Grafíkin aldrei betri · Fleiri spilunarmöguleikar · Mun meiri hraði · Aukinn viðbragðshraði leikmanna · Besti FIFA til þessa Ú T G Á F U D A G U R 3 . O K T Ó B E R > Atli í stað Ragnars Atli Hilmarsson var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörn- unnar í handknattleik í stað Ragnars Hermannssonar sem lét óvænt af störfum sem þjálfari. Ragnar þjálfaði Stjörn- una ásamt Aðalsteini Reyni Eyjólfssyni á síðustu leiktíð þegar liðið vann bæði Íslandsmeistaratitilinn og Eimskips- bikarinn. Eins og fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar þá reyndi stjórn handknatt- leiksdeildar félagsins að telja Ragnari hughvarf, en þær tilraunir gengu ekki upp en komið er á framfæri þakklæti til Ragnars fyrir frábær störf í þágu félagsins. Stjarnan hefur unnið báða leiki sína í N1-deild kvenna til þessa, gegn Haukum og Val.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.