Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 32
„Notkunartími vespa er lengri en menn grunar. Á suðvesturhorninu sést varla hálka eða snjór nema í tvo mánuði á ári svo hina tíu er ekkert því til fyrirstöðu að þeys- ast um vegina á vespum,“ segir Gunnar Hansson leikari og eig- andi Vespa á Íslandi sem selt hefur landsmönnum hátt í hundrað ítölsk léttmótorhjól á árinu. „Kuldi er ekki vandamál á vespu. Hægt er að fá ýmsan auka- búnað fyrir veturinn, eins og háa framrúðu sem tekur af allan mót- vind og yfirbreiðslur sem ýmist er smellt utan um mitti, eins og pilsi, eða fest utan á framhlíf hjólsins. Sá búnaður er nauðsynlegur við íslenskar aðstæður og ver öku- menn fyrir hvers kyns úrkomu, vindi og kulda,“ segir Gunnar, sem oft er spurður hvort framrúða auki loftmótstöðu við akstur. „Svarið er nei. Ökumaðurinn myndar meiri loftmótstöðu en framrúðan. Hún þrýstir vindi upp fyrir ökumanninn og til hliðar. Það er reyndar svo mikið logn fyrir aftan rúðuna að ég hef blásið tyggjókúlur á 80 kílómetra hraða í blankalogni þótt hvasst hafi verið úti.“ Gunnar segir mikilvægt að meta aðstæður til aksturs ef óvænt brestur á með hálku og snjó og þá skipti mestu að hafa æfingu í akstri vélhjóla. „Einhverjir keyra mótorhjól árið um kring en vitaskuld þarf alltaf að fara varlega í beygjum og við hemlun. Ég mæli ekki með akstri á vespu í fljúgandi hálku og snjó nema á henni séu góð vetrar- dekk. Hægt er að fá míkróskorin, mjög gróf vetrardekk sem gefa gott grip undir vespurnar,“ segir Gunnar sem í sumar hóf innflutn- ing og sölu á MP3-mótorþríhjólum frá Piaggio, sama fyrirtæki og framleiðir vespurnar. „Þríhjólin eru snilld fyrir íslenskar aðstæður því með tveim- ur hjólum að framan hefur maður alltaf gott veggrip í hálku, bleytu, lausu undirlagi eða ójöfnum á vegum. Það ætti því ekki að hindra fólk í að nota vespur og MP3-þrí- hjól þótt farið sé að skyggja og kólna. Klæddur eftir veðri og með réttan aukabúnað er maður hress- astur allra eftir ökutúrinn og víst að maður brosir hringinn eftir áfyllingu á bensínstöðinni því full- ur tankur kostar bara þúsund kall og dugar von úr viti.“ Sjá nánar á www.vespa.is. thordis@frettabladid.is Vespur í vetrarbúningi Undanfarin misseri hafa götur lands fengið á sig alþjóðlegri blæ með litríkum og snaggaralegum vespum í annars miklum umferðarstraumi. Vespur eru komnar til að vera. Þær geta líka dugað á veturna Gunnar Hansson leikari klæddur í samræmi við kuldabola í íslensku haustveðri og með réttan útbúnað til að keyra á vespu inn í veturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKAFA er þarfaþing fyrir ökumenn þegar snjóar úti eins og allir vita. Sköfurnar eiga það þó til að hverfa þegar þeirra er mest þörf og því ágætt að hafa fleiri en eina í bílnum. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! SP dekk - Skipholti 35 - 105 R Sími 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið kl. 8-18 virka daga, kl. 9-15 lau. Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Heilsársdekk Gúmmívinnustofan KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Ford fagnaði hinn 1. október 100 ára afmæli Ford T-módelsins sem markaði tímamót í sögu fyrirtækisins og bílaiðnaðarins. Fyrsta söluhæfa Ford T-módelið varð til í Piquette verksmiðjunni í Detroit þann fyrsta október 1908. Ford T-módelið var bifreiðin sem átti eftir að „koma heiminum á fjögur hjól“ og ýta af stað samfé- lagslegri byltingu á sviði fram- leiðslutækni, iðnaðar og viðskipta. Vinsældir þessarar bifreiðar urðu til þess að Henry Ford hóf fjölda- framleiðslu hennar, fyrstur manna í bílaiðnaði. Ford T-módelið náði fljótt mik- illi útbreiðslu. Í fyrstu var ein- göngu um útflutning til Evrópu að ræða en fljótlega opnaði Ford verksmiðjur víða í Evrópu. Fyrsti Ford T-bíllinn kom til Íslands árið 1913 og vakti mikla athygli. Ford T-módelið var fram- leitt á árunum 1908 til 1927 en á þeim tíma seldust ríflega 15 millj- ónir eintaka. - ve Aldarafmæli T-módelsins Ford T-módelið náði fljótt mikilli útbreiðslu. Miðvikudaga og laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.