Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 58
34 4. október 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusöm- ust? Í gær, baðaði dóttur mína og borðaði sushi með manninum mínum, fór svo að sýna forsýn- ingu á Macbeth á Smíðaverk- stæðinu. Ef þú værir ekki leikkona, hvað myndirðu þá vera? Háskólanemi, það er fullt fleira sem mig langar til að læra. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Frakklandsfríið sem við fjöl- skyldan fórum í í sumar. Hverr- ar krónu virði. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Sem betur fer er ég fljót að gleyma, hvað þá einhverjum leiðindum. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Kannski í Cucuron [þorp í suður- hluta Frakklands], allavega hluta ársins. Uppáhaldsleikskáld og af hverju? Verð að segja Shakespeare, er búin að marinerast í honum frá því í vor og hef ekki enn fengið nóg. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Eyrarbakki með Bassa og Úlfhildi, prjóna, bækur og kannski eina rauðvín. Uppáhalds Shakespeare-karakt- erinn og af hverju? Lady Mac- beth, hún er svo helvíti djúsí týpa, margræð og áhugaverð. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Vann tvö sumur sem leiðbeinandi í Vinnuskólanum með lata ungl- inga. Yndislegt að vinna úti en leiðinlegt að reka fólk áfram allan daginn. Erfiður aldur. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Íslensk sveit um sumar. Cucuron kemur líka sterkt inn. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Hlusta mest þessa dagana á fado-tónlist á netút- varpsstöðinni Lastfm.com. Mjög sniðugt fyrirbæri, þú slærð bara inn listamann eða tónlistarteg- und, svo spilar stöðin hitt og þetta fyrir mann. Eftirlætislagið myndi vera Back to Black með Amy Winehouse, algjörlega frábært popplag og hún er allt öðruvísi söngkona en allar aðrar í dag. Þorir að vera kona, ekki smá- stelpa. Mjög hressandi. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- urðu fara og af hverju? Aftur um þrjátíu, fjörutíu ár, hér í Reykja- vík, bara til að sjá hvernig hún var, fólkið og lífið. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Já, um leið og ég legg höfuðið á koddann fer ég að leysa öll lífsins vandamál. Hrikalegur ávani. Er að vinna í þessu. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég myndi vera duglegri að læra í menntó, hangsið var svo mikil tímaeyðsla. Maður kann ekki að meta nám fyrr en maður er hættur í skóla. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Er að vinna bæði með Sveppa og Rúnari Frey, þannig að ég hlæ mikið í vinnunni. Mjög gaman. Áttu þér einhverja leynda nautn? eBay … need I say more? Uppáhaldsbókin þessa stundina? Sumarljós, og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson. Myndríkur og draumkenndur stíll, samt eitthvað svo hreinn og beinn. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Ég dáist að vin- konu minni Eddu Heiðrúnu Back- man, hvernig hún hefur tekist á við veikindi sín, haldið í lífsgleði sína og kraft. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Þoli ekki græðgina og mannfyrirlitninguna sem ein- kennir svo margt í okkar samfé- lagi. Uppáhaldsorðið þitt? Mautílíng- ur. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Stærri garður. Hvaða eitt hlutverk verður þú að leika áður en þú deyrð? Guð minn góður, það veit ég ekki. Hver verða þín frægu hinstu orð? Hvar setti ég aftur … ég skil ekk- ert í þessu, það er bara horfið. Hvað er næst á dagskrá? Næst er Sumarljós, og svo kemur nóttin, sem er jólasýning Þjóðleikhúss- ins. Svo er Kardemommubærinn eftir áramót, hér kemur Síverts- en vagnstjóri! Þoli ekki græðgi og mannfyrirlitningu Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona fer með hlutverk lafði Macbeth í leikriti Shakespeares sem frum- sýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á morgun. Anna Margrét Björnsson tók Vigdísi Hrefnu í þriðju gráðu yfirheyrslu og komst að því að lífsins vandamál halda fyrir henni vöku á nóttunni. HANGSIÐ VAR TÍMAEYÐSLA Vigdís Hrefna myndi vera duglegri að læra í menntó ef hún gæti breytt einhverju í fortíðinni. Þá fyrst fer maður að meta menntun þegar skóla lýkur, segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1977. Maria Callas og Elvis Presley dóu. Stjörnur deyja, stjörnur fæðast … STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Leikkona. ■ Á uppleið FM Belfast eiga klárlega eina bestu plötuna í jólaplötuflóðinu sem hefst innan skamms. Töff og elegant tónlistin þeirra ætti skilyrðis- laust að hljóma í eyrum allra um þessar mundir, sem á annað borð hlusta á tónlist. Loðfeldir Pelsar eru svo 2008, hlýir og endingargóðir og alltaf hægt að gera góð kaup á þeim í „second hand“-búðum ef pyngjan leyfir ekki kaup á nýjum feld. Í vindasömum vetrarhríðum er ekki til betri klæðn- aður sem að auki gerir hvaða konu sem er glæsilegri en þær sem klæð- ast aumum kápudulum. Hnésokkar Vonandi eru allir búnir að leggja legghlífunum því hnésokkar yfir sokka- buxur eru svo málið núna. Samsetningin er smart, hlý og kynþokka- full. Hvað er hægt að biðja um meira? Slátur Þvílík söluaukning á slátri hefur ekki sést í háa herrans tíð, það eru erfiðir tímar og atvinnuþref og því ekki annað í stöðunni en að taka slátur og tryggja sér þannig hollan mat fyrir vet- urinn. ■ Á niðurleið Pastellitir Gráföl andlit skollitaðra Íslendinga eru ætíð einkennileg við hlið pastellita en þó einkum og sér í lagi á veturna. Gott að þeir eru á hraðri niðurleið í tískuheim- inum, hvort sem er í fötum eða húsbúnaði. Bubbi Morthens Kóngurinn selur ekki plötur í bílförmum eins og áður var, Megas selur betur sem hefði þótt ótrúlegt fyrir nokkrum árum. Og það þrátt fyrir góða dóma. Bubbi hefur boðað til mótmælafundar gegn efna- hagsástandi í næstu viku og aldrei að vita nema hann hitti aftur í mark hjá þjóðinni eftir hann. Raumsæjar kvikmyndir Enginn vill horfa upp á eymd og volæði í kreppunni, fólkið vill afþreyingu og skemmtan, því meiri ævintýri og vitleysa því betra. Bankastjórar Hlutabréf hrapa í verði og krónan gerir ekki annað en að falla, íslenskir bankar hafa verð- fallið svo um munar í vikunni. Hinu séríslenska útrásargeni hefði eftir á að hyggja ekki veitt af blöndun við skyn- semi sem var talað um í hæðnistóni á tímabili. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.