Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 78
54 4. október 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku, 6. rún, 8. að, 9. gagn, 11. guð, 12. hald, 14. skaf, 16. í röð, 17. espa, 18. hætta, 20. tveir eins, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. innan, 4. koma í ljós, 5. næra, 7. heimilistæki, 10. verkur, 13. frjó, 15. fálma, 16. stal, 19. númer. LAUSN Óskar Jónasson Aldur: 45 ára. Starf: Kvikmynda- gerðarmaður. Fjölskylduhagir: Kona hans er Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðar- kona. Þau eiga þrjár dætur, Matt- hildi, Júlíu og Sigrúnu. Foreldrar: Jónas Bjarnason, fyrrum lögregluþjónn, og Guðrún Guð- mundsdóttir. Búseta: Við Bjarnarstíg. Stjörnumerki: Krabbi. Óskar Jónasson frumsýndi kvik- mynd sína og Arnaldar Indriðasonar, Reykjavík - Rotterdam, í vikunni. Hann leikstýrir einnig Svörtum engl- um á Ríkissjónvarpinu. LÁRÉTT: 2. kúba, 6. úr, 8. til, 9. nyt, 11. ra, 12. skaft, 14. skrap, 16. tu, 17. æsa, 18. ógn, 20. tt, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. út, 4. birtast, 5. ala, 7. ryksuga, 10. tak, 13. fræ, 15. pata, 16. tók, 19. nr. „Ef þetta heldur áfram í tvær til þrjár vikur þá tel ég að við séum komin í þrengingarnar miklu sem talað er um í hinni heilögu bók,“ segir Gunnar Þorsteinsson, leiðtogi Krossins í Kópavogi. „Heiminum mun þá birtast maður sem hefur öll ráð í hendi sér. Hann mun leysa allar efnahagskrísur en um leið sölsa undir sig heiminn. Sá maður er antíkristur,“ lýsir Gunnar yfir. Ef spár Gunnars eru á rökum reist- ar er því réttast fyrir ríkisstjórn Íslands að hafa hraðar hendur. Gunnar, líkt og aðrir landsmenn, hefur ekki farið varhluta af frétt- um um efnahagslægðina sem geng- ur yfir land og þjóð. Hann bendir hins vegar á að hann hafi í bók sinni, Spádómarnir rætast, sem kom út 1991, séð þetta ástand fyrir og því komi þetta honum ekkert á óvart. „Trúin á Evrópusambandið, olíukreppuna og þessa nýju heims- skipan sem við erum að verða vitni að. Allt var þetta í bókinni minni,“ útskýrir Gunnar. Honum hrýs jafn- framt hugur við því að arabar skuli vera að leggja undir sig Evrópu með „svarta gullinu“ sínu, olíunni. „Og þeir eru meira að segja komnir til Íslands,“ segir Gunnar. Þessu hafi hins vegar verið gerð góð skil í bók hans. Gunnar segir þó ekkert hafa að óttast, hann leggi allt sitt traust á Guð. Og bætir því jafnframt við að hann finni fyrir þörf á hugarfars- breytingu. „Menn hafa áttað sig á því að Mammon hefur brugðist,“ segir Gunnar Og trúmenn sitja ekki með hend- ur í skauti og bíða þess að óveðrinu sloti heldur leggja sitt af mörkum. Gunnar er í hópi þrjátíu trúarleið- toga úr öllum kirkjusöfnuðum landsins sem koma saman á þriðju- dögum og biðja fyrir ráðamönnum, ríkisstjórn og þjóðinni allri. „Við hittumst í Friðrikskapellu og leggj- umst á bæn og biðjum fyrir því að ríkisstjórnin nái að leiða okkur út úr þessum hremmingum.“ - fgg GUNNAR Í KROSSINUM: SÉR ANTÍKRIST Í KORTUNUM Trúarleiðtogar landsins leggjast á bæn í kreppunni „Já, já, þetta þýðir ‚money, money, money...´ Og meira að segja í útlenskum peningum,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri hlæjandi spurður hvort Mýrin í Bandaríkjun- um þýði ekki meiri háttar tekjur til fyrirtækis hans Sagnar. Ákveðið hefur verið að endurgera Mýrina, eða Jar City, í Bandaríkjunum. Overture Films hefur keypt réttinn en Baltasar Kormákur mun verða meðframleiðandi. Þetta kemur fram á Reuters/Hollywood Reporter. Myndin byggir sem kunnugt er á samnefndri bók Arnalds Indriðasonar en Michael Ross hefur verið ráðinn til að skrifa handritið. Sam- kvæmt Reuters mun hann leggja upp úr því að þeir þættir sem fyrir eru í frumgerðinni, draugar úr fortíð auk spennu, verði eftir sem áður til staðar. Í bandarísku útgáfunni er sögusviðið Louisiana. Aðspurður um kostnaðaráætlun segist Baltasar ekki vita um hana á þessu stigi. „Hún kostar ofsalega mikið og vonandi sem mest. Nei, þetta er alveg frábært. Þetta eru gæjarn- ir sem voru að gera myndina Righteous Kill með Al Pacino og Robert deNiro sem var að opna núna vestan hafs. Þeir hafa ekki leikið saman síðan í Heat. Þetta er eitt af öflugri fyrirtækjum í Bandaríkjunum,“ segir Baltasar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk kvik- mynd er endurgerð í Bandaríkjunum. Og það sem meira er, það var slegist um réttinn, en Working Title, sem er eitt öflugasta kvik- myndafyrirtæki á Bretlandi bauð einnig í Mýrina. „Overture varð á undan. Þetta er alvöru. Handritið er að verða tilbúið.“ - jbg Mýrin endurgerð í Bandaríkjunum INGVAR SEM ERLENDUR Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða bandaríski leikari leikur Erlend lög- regluforingja. „Ég man ekki eftir svona ágangi á vefsíðuna hjá mér,“ segir sjón- varpsmaðurinn og ofurbloggarinn Egill Helgason. Hann hefur varla mátt drepa niður fingri á lykla- borð sitt án þess að fleiri tugir, jafnvel hundruð athugasemda hafi hlaðist upp á vefsvæði hans á Eyj- unni. „Og það sem hefur eiginlega komið mér mest á óvart er hvursu margt af þessu er hreinlega ágæt- lega framsett, ég er í það minnsta sáttur við flest af því sem þarna kemur inn,“ heldur Egill áfram. Einhverjir hafa lýst bloggsvæði Egils sem hinni nýju Þjóðarsál, arftaka útvarpsþáttarins fræga á Rás 2. Hann naut einmitt mikilla vinsælda þegar þjóðarsáttin var gerð í lok síðustu aldar og ástand- ið var ekkert ósvipað og nú. Egill frábiður sér reyndar einhverjar samlíkingar við einn frægasta stjórnanda hennar, Stefán Jón Hafstein, en segist annars sáttur við samlíkinguna. „Svo lengi sem hún er í jákvæðum skilningi.“ Og víst er að margir eiga eftir að sitja límdir fyrir framan sjón- varpstækin á sunnudag þegar Silfrið rúllar af stað og Egill segist ætla að brydda upp á einhverjum nýjungum. „Menn er komnir með nóg af lýðskrumurum og frasa- kóngum sem mér fannst einkenna umræðurnar í kringum stefnu- ræðu forsætisráðherra. Ég ætla að reyna að forðast þá í lengstu lög á sunnudag,“ lýsir Egill yfir og víst er að þessi yfirlýsing verði til þess að menn fylgist enn frekar með til að sjá hverja sjónvarpsmaðurinn telur ekki til framangreinds flokks. „Ég held að fólk vilji einfaldlega fá að heyra eitthvað konkret því Íslend- ingar er orðnir óhemju vel að sér í efnahagsmálum og öllu sem tengist þeim. Þau hafa eig- inlega tekið við af veðrinu sem helsta umræðuefnið manna á milli.“ - fgg Egill Helga og þjóðarsálin STJÓRNAR HINNI NÝJU ÞJÓÐARSÁL Bloggsvæði Egils Helgasonar hefur eiginlega logað síðan efnahagslægðin hóf að ganga á land. SÉR ANTÍKRIST Í KREPPUNNI Gunnar Þorsteinsson segist hafa séð þetta ástand fyrir í bók sinni, Spádómarnir rætast, sem kom út 1991. Þeir voru ekki margir sem höfðu mikla trú á Jónsa og söngþættin- um hans, Singin Bee. En víst er að efasemdaraddirnar hafa nú verið kveðnar í kútinn því allt stefnir í að þátturinn verði einn sá vinsælasti í sögu Skjás eins. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent mælist þátturinn með tæplega þrjátíu prósent áhorf sem þykir sanna að þjóð- in hefur alltaf jafn gaman af laglausu fólki. Fáir hoppa þó eflaust hæð sína meira en Jónsi, enda nýbúið að ríkisvæða gamla vinnustaðinn hans á Kirkjusandi og óvíst hvort ríkið ætli að leggja einhvern pening í menningarviðburði. Og meira af sjónvarpi. Því samráð sjónvarpsstjóranna Pálma Guð- mundssonar og Þórhalls Gunn- arssonar virðist hafa heppnast fullkomlega. Lengi vel stefndi í að áhorfendur þyrftu að gera uppá milli Dagvaktar Stöðvar 2 og Svartra Engla RÚV. En menn urðu kátir þegar fréttist að þessu yrði breytt og það kemur vel við sjónvarps- áhorfendur - rúmlega helmingur þjóðarinnar horfir á Englana á meðan tæplega fjörtíu prósent fylgjast með raunum Ólafs, Daní- els og Georgs. Raun- ar mátti litlu muna að Dagvaktin skákaði áhorfi Spaugstofunnar en ljóst má vera að þáttur Evu Maríu njóti síður góðs af samráðinu. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Impra frumkvöðlar og sprotar Námskeið í innkaupum og vörustjórnun: Að hámarka virði innkaupa Einn af mikilvægustu þáttum verslunarreksturs er innkaup vöru og flutn- ingur hennar frá seljanda eða upprunalandi. Þarna koma margvíslegir þættir til athugunar eins og innkaupsverð, verðmæti þess sem verið er að kaupa á móti flutningskostnaði. Jafnframt þarf að huga að birgðahaldi og upplýsingaflæði. Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa starfað að innkaupum og stjórnun vöruflokka í smásölu en jafnframt þeim er hafa hug á að stofna verslun eða stunda innflutning á vöru til dæmis frá fjárlægum slóðum. Markmið Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að kunna skil á helstu atriðum innkaupa og kunna hagnýtar lausnir við mat flutningskostnaðar og öðrum kostnaði sem fellur á vöru frá því að innkaup eiga sér stað. Námskeiðið leggur megin áherslu á að hámarks virði náist í öllu vöruflæðinu frá innkaupum til afhendingar. Námskeiðið verður haldið 8. og 9. október frá kl. 9.00 - 13.00 báða dagana. Skráning á vef okkar www.impra/namskeið.is í síma 522 9000 eða á net- fanginu brynjasig@nmi.is. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Hafnarfirði. 2 800 Bars. 3 Ólafur Haukur Símonarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.