Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 54
30 4. október 2008 LAUGARDAGUR M yrkur er skollið á þegar blaðamaður kemur að æfingasvæði sérsveit- arinnar í Hvalfirði. Eftir að göngin voru tekin í notkun eru líkur á því að vegfarendur mæti ekki nokkrum bíl á leið sinni um endilangan fjörðinn. Við húsnæði sem eitt sinn hýsti matstofu svangra ferða- langa grillir þó í kyrrstæða bíla í kvöld- húminu. Við gamla veitingaskálann tekur Guðmundur Ómar Þráinsson á móti blaðamanni íklæddur samfestingi sérsveitarinnar. Hann er eini meðlimur sérsveitarinnar sem almennt er vitað hver er. Mikil leynd hefur alla tíð ríkt um sérsveitarliða. Gripið til vopna „Lögreglan á að vera sterk heild,“ segir Guðmundur Ómar. Honum finnst mik- ilvægt að menn séu stoltir af starfi sínu og geri ekki greinarmun á því hvar þeir starfi innan lögreglunnar. Deilur, eins og þær sem borið hefur á að und- anförnu innan lögreglunnar, skili engu en nýlega sendu sérsveitarmenn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að alið væri á öfund gagnvart þeim. „Við erum allir lögreglumenn hvort sem við störfum innan sérsveitarinnar eða ekki,“ segir hann. Þegar ekið er upp bratta hlíð á æfingasvæði sérsveitarinnar í Hval- firði blasir við óvenjuleg sýn. Sjö vopn- aðir menn skjóta á skotskífur, sem lýst- ar eru upp með kösturum. Á svip nærstaddra manna, sem standa með hríðskotabyssur til hliðar, má greina að æfingunum er hvergi nærri lokið. Guðmundur Ómar er eini „opinberi“ sérsveitarmaðurinn. Hann hefur starf- að innan sérsveitarinnar frá árinu 1983. Það var árið 1982 sem fjórir fyrstu meðlimir Víkingarsveitarinnar luku æfingum með norsku sérsveitinni sem kölluð er Delta. Tilurð sérsveitarinnar má einkum rekja til þess þegar flu- græningjar lentu þotu á Keflavíkur- flugvelli árið 1976. Ræningjarnir not- uðu skotvopn gegn óvopnuðum íslenskum lögreglumönnum. Eftir þennan atburð þótti ljóst að lögreglan þyrfti að geta gripið til vopna. Gráir fyrir járnum í Hvalfirði Hvað sem áratugareynslu af glæpa og lögguþáttum líður, þar sem byssur og skotárásir eru álíka hversdagsleg og kaffidrykkja, er líklegt að flestum bregði í brún við að sjá fjölda karl- manna í samfestingum og gráa fyrir járnum í hlíðum Hvalfjarðar. Blaða- maður spyr hvort hann óttist ekkert að inn í sveitina veljist aðeins ævintýra- menn sem hafa gaman af óeirðum, ein- kennisbúningum og því að meðhöndla byssur. Byssurnar einar og sér, það er að segja byssur af þeirri gerð sem fæstir Íslendingar hafa augum litið utan hvíta tjaldsins, ættu að vera næg ástæða einar og sér til að tæla hóp slíkra manna til að sækja um hjá sér- sveitinni. Guðmundur Ómar brosir við þessa spurningu og svarar því að slík- ir menn vinsist fljótlega úr í löngu og ströngu umsóknarferlinu. Hann útskýrir því næst hvaða kröfur fólk þarf að gangast undir til að fá þar starf: Til að geta sótt um í sérsveitinni þarf fólk að hafa lokið námi í lögreglu- skólanum og vera með skipun í lög- reglustarf. Engin önnur takmörk eru þó á umsóknum fyrir utan það að hámarksaldur umsækjenda er 35 ára. Hjá þeim sem sækjast eftir stöðu tekur svo við eins árs undirbúnings- tímabil en meðan á því stendur fer fram vandleg athugun á líkamlegu og andlegu þreki. Líkamlegar kröfur sem umsækjendur verða svo að standast til að komast á nýliðaðnámskeiðið, þar sem hin eiginlega þjálfun hefst, er að geta hlaupið þrjá kílómetra á undir tólf mínútum, í beinu framhaldið af hlaupinu gert 30 armbeygjur, 60 kvið- lyftur, 30 hnébeygjur og því næst híft sig upp tíu sinnum á slá þannig að hakan fari upp yfir slána. Innilokunarkennd, myrkur og loft- hræðsla Þær aðferðir sem eru notaðar til að mæla andlegan styrk umsækjenda eru trúnaðarmál. Það eina sem næst upp Gráir fyrir járnum í Hvalfirði Frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra – víkingasveitin – var stofnuð árið 1982 hafa nýliðar verið teknir ellefu sinnum inn. Nú um helgina lauk inntökuprófi nýliða, sannkallaðri þriggja vikna eldskírn. Karen D. Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, fékk að kíkja á æfingu hjá nýjum sérsveitarliðum. Þetta er í fyrsta sinn sem fjölmiðli er leyft að fylgjast með þessari eldskírn. NÝLIÐAR FÁ ENGA HVÍLD Það er trúnaðarmál hvenær æfingar hefjast og hvenær þeim lýkur á kvöldin. Ljóst er þó að nýliðanámskeiðin eru mikil eldraun. úr Guðmundi Ómari um þann þátt er að þær reyni til dæmis á innilokunar- kennd, lofthræðslu og aðra slíka þætti. Ummerki um slíkar æfingar má sá á þrautabraut annars staðar í hlíðinni þar sem skotæfingarnar fara fram. Löng göng úr vírneti liggja strengd við jörðina, í gegn um það þurfa nýliðar að komast og má ætla að það reyni mjög á innilokunarkennd fólks, þá er löng og dimm laug hluti brautarinnar en yfir hana eru strengd bönd sem nýliðar verða að komast yfir. Í myrkrinu og gjólunni virðist laugin enn dimmari og djúpari en hún er væntanlega í björtu og hrekkur sú spurning upp úr blaða- manni hvort hún sé ekki upphituð. Í andliti Guðmundar Ómars má sjá að honum bregður ögn við slíka spurn- ingu en hann hristir því næst vingjarn- lega kollinn og svarar: „Nei, í hana er dælt sjó.“ Þá er fjölmörg önnur tól að finna á brautinni sem blaðamaður getur ekki einu sinni ímyndað sér hvernig eru notuð. Forðast byssuóða ævintýramenn „Þetta undirbúningsferli á að tryggja að við fáum aðeins þá lögreglumenn sem við sækjumst eftir, það eru hóf- stilltir og duglegir menn. Menn sem sækja um af ævintýramennsku einni saman myndu kannski komast í gegnum líkamlegu prófin en þeir síast úr þegar fer að reyna á andlegan styrk þeirra,“ útskýrir hann. Þá bendir Guðmundur Ómar á að sú staðreynd að í þann rúma aldar- fjórðung sem sveitin hefur starfað hafi aldrei verið hleypt af skoti segi ýmsilegt um þann aga sem krafist er af mönnum. Hann útskýrir einnig að þjálfun íslenskra sérsveitarmanna sé sambærileg þeirri sem meðlimir sérsveita stærri þjóða hljóta og má velta þeirri staðreynd fyrir sér næst þegar hlustað er á sögur af þeim svaðilförum og þolraunum sem lagðar eru á meðlimi þeirra. Gíslataka í strætisvagni Við förum stundarkorn inn í húsakynni veitinga- hússins þar sem ferða- langar gátu eitt sinn pant- að sér hamborgara og steikur og aðra rétti sem freista svangra vegfarenda og látið fara vel um sig. Þar inni er boðið upp á kaffi og kremkex frá Fróni og þótt félagsskapurinn virðist fremur eins- leitur við fyrstu sýn er hann svo óvenjulegur að það kemur hvergi að sök. Það er jú ekki á hverjum degi sem hægt er að narta í kex og sötra kaffi í gulu skini rafmagsljósa frá níunda ára- tugnum umkringdur fjölda stæðilegra manna í einkennisbúningum. Guð- mundur bendir á einhverja af mönnun- um og segir hve lengi þeir hafi starfað sem sérsveitarmenn. Í nágrannalönd- um okkar er sá tími sem menn starfa innan sérsveita um fimm ár. Hér á landi virðast menn haldast mun lengur í starfi sínu. Sá langi tími sem þeir hafa gegnt þar störfum vekur upp þá spurningu hvað það sé sem haldi þeim við efnið. Við því á einn reynsluboltanna einfalt svar: „Þetta er svo skemmtilegt.“ Fyrir utan matstofuna er gam- all strætisvagn. Vagninn á að nota sem hluta af æfingum nýlið- anna sem taka við um hálfellefu leytið en vitanlega eru þeir ekki meðal þeirra manna sem sitja og hvíla sig í hlýju mat- stofunnar. Guðmundur Ómar útskýrir að á þeirri æfingu sé farið yfir þær aðferðir sem þykja æskilegar ef kæmi til gíslatöku. Counter terrorist unit Eins og áður hefur komið fram er ekki gefið upp hverjir með- limir sérsveitarinnar eru. Þá á einnig að ríkja leynd yfir nákvæmum fjölda sérsveitarmanna svo ekki sé með fullu vitað hver styrkur þeirra er. Vitað er þó að fjöldi meðlima er um 50. Sérsveitin er alþjóðlega skilgreind sem counter terrorist unit og innan hennar starfa sprengjusérfræðingar og sérþjálfaðir samningamenn. Öllum frekari spurningum getur Guðmund- ur þó ekki svarað vegna þess trúnaðar sem hann er bundinn af. Spurningu um hvort hann verði aldrei hálf eirðarlaus með alla þessa velþjálfuðu menn á þessu friðsæla landi svarar hann brosandi að slíkt hvarfli ekki að sér. Nóg sé af verkefn- um fyrir sérsveitarmenn að sinna. Þótt gíslatökur og skotárásir séu ekki daglegir viðburðir verði fólk líka að velta þeirri spurningu fyrir sér hvað ef til þess kæmi? Í framhaldi af þeim ummælum hans má rifja upp orð Ein- ars Benediktssonar skálds um að hver hundadagakóngur, sem vildi, gæti enn þann dag í dag lagt þessa þjóð undir sig, með fáeinum ryðguðum tinnubyssum. En með þeim orðum vitnaði hann til þeirrar staðreyndar að það tókst ævintýramanninum, Jörgen Jörgensen, sem hér á landi hefur ávallt verið kallaður Jörundur hundadagakonungur, svo sannarlega árið 1809. Reyndar var Ísland nýlenda Dana á þeim tíma og hefðu þeir átt að verja hluta konungsdæmis síns en á þessum tíma geysuðu Napóleónsstríð- in og Danir áttu nóg með að verja sig fyrir hernaði Englendinga. Þó að enginn hafi skaðinn orðið á Íslandi við valdarán Jörundar má þó hafa í huga að mikilvægt getur verið að koma vörnum við en treysta ekki ávallt á aðra, sem og að fullur skiln- ingur hlýtur að vera fyrir því að vopn- lausir lögreglumenn þurfi ekki að hætta lífi sínu við skyldustörf. Menn sem sækja um af ævintýra- mennsku einni sam- an myndu kannski komast í gegnum líkamlegu prófin en þeir síast úr þegar fer að reyna á and- legan styrk þeirra Heckler & Koch MP5-hríðskotabyssa Glock 17-skammbyssa Blazer 308 -riffill Benelli-haglabyssa Skotvop sérsveitarinnar Í bókinni Lögreglan á Íslandi, stéttartal og saga sem út kom árið 1997 er vitnað til orða Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, í tengslum við stofnun sérstveitarinn- ar sem benti á að lögreglumenn hafi iðulega lagt sig í lífhættu hvort sem um var að ræða við björgunarstörf, afskipti af vopnuðu fólki eða í öðrum erfiðum aðstæðum. Smám saman hafi verið farið að líta slík tilvik alvarlegri augum auk þess sem menn hefðu gert sér grein fyrir að veröldin væri orðin hættulegri. Einangrun Íslands væri rofin og veitti ekki lengur skjól. Við þessari stöðu var brugðist árið 1982 með stofnun fjögurra manna sérsveitar lögreglumanna. ÁrIÐ 1999 fluttist rekstur sérsveitarinnar, til Ríkislögreglustjóra og árið 2003 lét Björn Bjarnason dómsmálaráðherra efla sveitina og er hún nú staðsett á Keflavík- urflugvelli og á Akureyri auk Reykjavíkur. Af tilurð sérsveitarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.