Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 16
16 9. október 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kí ló ve rð 36 5 KR . 16 4 KR . 1998 2008 ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Þóra skrifar: „Ég var stödd i Kaskó á Húsavík og ætlaði að kaupa SMA-þurrmjólk, 900gr. Þar stóð á hillunni 799 kr. Ég tók tvær dósir en á kassanum stimplaðist dósin inn á 999 kr. Ég mótmælti og kvað verðið ekki vera rétt, það ætti að vera kr. 799. Konan á kassanum sagði að það hefði komið hækkun. Ég sagði að mér væri nokk sama, ég ætti rétt á að fá vöruna á merktu verði. Nei, hún hélt nú ekki, 999 kr. skyldi ég borga og ekkert múður. Dósunum getur hún troðið þar sem sólin ekki skín. Er ekki réttur okkar neytenda skýr? Merkt verð á að gilda ekki satt?“ Við þessu er einfalt svar. Það er svona: Réttur neytanda gæti ekki verið skýrari. Merkt verð gildir í öllum tilfellum. Verslanir eiga samkvæmt lögum að merkja allt sem þær selja og þær eiga að merkja það réttu verði. Ef misbrestur verður á þessu hefur Neytendastofa vald til þess að beita dag- og stjórnvaldssektum. Hún hefur þegar gert það og ætlar að halda því áfram og gefa ekkert eftir. Neytendur: Lögin eru alveg skýr: Hilluverð gildir alltaf ■ Til stendur að Íbúðalána- sjóður ríkisins taki yfir húsnæð- islán þeirra banka sem hafa verið þjóðnýttir. Hjá félagsmálaráðu- neytinu fengust þær upplýsingar að unnið sé nú að útfærslu yfirtökunnar en niðurstaðan verði kynnt um leið og hún liggi fyrir. Íbúðareigendur sem eiga hlut að máli skulu því fylgjast vel með næstu daga. ■ Forgangsraðið í rekstri heim- ilisins; hvers getið þið verið án og hvers ekki? ■ Fullnýtið hverja bílferð með því að skipuleggja ykkur fyrir- fram, er til dæmis hægt að sinna fleiri en einu erindi í hverri ferð? ■ Gangið og hjólið styttri vega- lengdir. Á álagstímum getur til dæmis verið fljótlegra að hjóla í vinnuna en aka. ■ Margir standa frammi fyrir því að afborganir af bíla- lánum hafa hækkað verulega, til dæmis vegna gengisfalls krónunnar. Ef þið eigið í greiðsluerfiðleikum leitið þá til viðkomandi fjármögnunarfyrirtækis og athugið hvaða kostir eru í stöðunni. Kæmi til dæmis til greina að greiða aðeins vextina en frysta sjálft lánið um stundarsakir? Hafið samband fyrr en seinna, það er beggja hagur að lánið lendi ekki í vanskilum. „Mín bestu kaup voru reyndar ekki mín eigin. Ég fékk nefnilega forláta græjur í fermingargjöf og þær eru klárlega sú gjöf sem hefur enst best. Í þeim hefur verið spiluð alls kyns tónlist og hinar ýmsu tónlistarstefnur síðustu 17 ár og þær láta ekkert á sjá, eða heyra,“ segir Hafdís. Græjurnar sem um ræðir eru Pioneer og Hafdís segir þær enn halda vöku fyrir nágrönnunum. „Já, já, þær blasta enn þá út partíin enda eru þær alveg eins og nýjar. Það brakar ekki einu sinni í hátölurunum og trauðla gerist það úr þessu.“ Verstu kaupin eru meira feimnismál. „Þetta er heldur neyðarlegt en ég ákvað bara að hreinsa út. Ég keypti nefnilega bumbubana, eða hvað þessir magaþjálfar hétu, í gegnum sjónvarpsmarkað fyrir tíu eða tólf árum. Þetta var rándýrt helvíti og maður skammaðist sín fyrir þetta. Því hvarf hann fljótlega inn í skáp. Þetta er svona með neyðarlegri augnablikum hjá mér, en maður verður bara að sætta sig við þetta.“ Hafdís telur ljóst að hún sé ekki ein og hvetur fólk til að koma út úr skápnum, en skilja þó bumbu- banann eftir þar. „Fólk segir áreiðanlega ekki frá svona kaup- um en nú hef ég slegið tóninn. Kannski ég stofni í kjölfarið stuðningshóp fyrir fórnarlömb bumbubanans? Mér líður í það minnsta mun betur með að hafa opinberað þetta.“ NEYTANDINN: HAFDÍS EYJÓLFSDÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI HJÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS Skammaðist sín fyrir bumbubanann „Þegar maður er búinn að borga reikninga þá deilir maður í afganginn af peningnum með fjölda daga í mánuðinum. Þá sér maður hve miklu maður getur eytt á hverjum degi í mat, síðan býr maður til matseðil fyrir allan mánuðinn, fer svo og kaupir inn fyrir vikuna, bara það sem er á matseðlinum og ekkert annað,“ segir Lára. Hún segir mikilvægt að fara með peninga í verslanir en ekki kort. „Á matseðlinum ætti að vera gert ráð fyrir morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Listann hengir þú upp á ísskáp svo allir geti séð hann, þá geta börnin líka séð hvað þau mega fá og hvað ekki úr skápunum.“ GÓÐ HÚSRÁÐ EKKI NOTA KORT ■ Lára Ómarsdóttir, blaðamaður og móðir fimm barna, skipuleggur innkaup og notar seðla. ■ Fjölskyldur reyni að komast af á einum bíl frekar en tveimur, með skipulagningu ætti það að vera vel hægt. Stofnleiðir Strætó eru skilvirkar á virkum dögum. Hægt er að kaupa strætókort sem gildir í mánuð á 5.600 krónur, í þrjá mánuði á 12.700 eða í níu mánuði á 30.500 krónur. Í staðin fyrir að skutla börnum og ungmennum er hægt að kaupa 20 strætómiða fyrir börn á 750 krónur og 16 miða fyrir ungmenni á 1.600 krónur. ■ Frystikista er dýrmæt búbót í hallæri, fjárfesting sem getur margborgað sig. ■ Gerið innkaupalista fyrir lengri tíma, að minnsta kosti heila viku og haldið ykkur við þá. Reynslan sýnir að hægt er að spara mikla peninga með þessu móti, auk þess sem það fækkar búðarferðunum. ■ Verslið í lágvöruverslunum og nýtið ykkur sértilboð. Þá kemur frystikista í góðar þarfir. ■ Kynnið ykkur matreiðslu- bækur og uppskriftavefi með fjölbreyttum uppskriftum úr ódýru hráefni. Dýrðlegustu réttir geta verið dásamlega einfaldir og ódýrir. ■ Skammtið ykkur bensín. Takið meðvitaða ákvörðun um hversu lengi þið ætlið að láta tankinn endast. Verið ströng en raunsæ og miðið bílnotkunina við sett markmiðið. Til eru margar leiðir til að draga úr bensíneyðslu; kynnið ykkur vistakstur á heima- síðu Orkuseturs – orkusetur.is. ■ Samnýtið bílferðina. Búa margir vinnufélagar ykkar í sama bæjarhluta, jafnvel hverfi? Skiptist á að sækja hvert annað á morgnana og skutlið heim í dagslok. Fimm sæta bíll með fjögur laus sæti er táknmynd sóunar. ■ Að fara út að borða er munaður sem ekki er hægt að leyfa sér nema þegar mikið stendur til. Veljið slík tilefni af kostgæfni, það er líka ávísun á eftirminnilegri kvöldstund. ■ Fullnýtið afganga; notið þá í annan rétt daginn eftir, frystið eða takið með í vinnuna. ■ Stofnið matarklúbb með vinum og kunningjum. Sérstak- lega heppilegt fyrir námsmenn; hittist til dæmis vikulega. Tveir til þrír sjá um matreiðsluna í hvert sinn en allir leggja til fyrir kostnaði. Tryggir þér reglulega stórmáltíð fyrir lítinn pening og ánægjulega samverustund. ■ Minnkið matarskammtinn og magamálið um leið. Flestir inn- byrða fleiri hitaeiningar en þeir þurfa. Berið matinn til dæmis fram á minni diskum, hann virkar þá kúfaðri. Lýðheilsustöð hefur meðal annars bent á að með aukinni fjölbreytni matvæla hafi skammtastærðir stækkað gífurlega. Neytendur þurfi því heilsunnar vegna að læra upp á nýtt hvað er eðlileg skammta- stærð. Hagnýt ráð í hallæri Húsnæði, samgöngur og matur eru dýrustu útgjaldaliðir íslenskra heimila. Hægt er að draga úr þeim útgjöldum með skipulagi og hagsýni. Útgjöldin > Kílóverð á hrísgrjónum miðað við verðlag á öllu landinu ■ Ekki láta skuldir safna dráttar- vöxtum. Greiðið reikningana jafnóðum áður en þeir hækka. ■ Hreyfing er mikilvæg. Kannið hvort vinnuveitandi ykkar eða stéttarfélag bjóði upp á niður- greiðslu vegna líkamsræktar? Það þarf heldur ekki að kosta mikið að hreyfa sig; reglulegir göngutúrar, skokk og sundferðir geta jafnast á við ferð í líkams- ræktarstöðina. Kynnið ykkur til dæmis kort af göngu- og hjóla- stígum í Reykjavík á heimasíðu ÍTR – itr.is – þar sem vegalengdir eru merktar inn á. ■ Nýtið bókasöfn í stað þess að kaupa bækur, fatamarkaði á borð við Outlet í Skeifunni og útsölur. Ekki gleyma fataverslun- um Hjálpræðishersins og Rauða krossins, þar sem hægt er að hjálpa fátækum um leið og maður kaupir sér föt. ■ Leitið til tryggingafélaganna og látið þau gera ykkur tilboð. Gerið samanburð og veljið það hagstæðasta. ■ Frestið öllum framkvæmdum sem þola bið, nýtt parket og eldhúsinnrétting getur beðið betri tíma. ■ Farið yfir síðasta símareikning. Er möguleiki á að lækka hann? Kynnið ykkur tilboð símafyrir- tækjanna. ■ Leigið íbúð með öðrum, eða leigið út herbergi ef þið hafið kost á því. ■ Sparið orku; lækkið innihita, slökkvið á raftækjum, fyllið ávallt þvottavélina og upp- þvottavélina, dragið fyrir glugga á nóttunni, farið í sturtu frekar en bað. Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 Borgartúni 29 + Glerárgötu 34 sala@a4.is + www.a4.is Sími: 515 5100 Áletruð dagbók er falleg og persónuleg gjöf Sérmerktar dagbækur eru vinsælar gjafi r til viðskipta- vina, starfsmanna, annarra vina og vandamanna. Kynntu þér glæsilegt úrval okkar, fáðu vandaða ráðgjöf og persónulega þjónustu. Leitið magntilboða í síma 515 5100 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.