Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 28
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Íslendingar búa svo vel að eiga á heimavelli þvottaefni sem slá öðrum út og skila fallegum þvotti og skínandi hreinum húsum. Hreingerningavörurn- ar frá Mjöll-Frigg eru sérhann- aðar fyrir íslenskt vatn og vistvænum tegundum fjölgar. „Í mínum huga eiga Íslendingar að styðja íslenskar vörur og fram- leiðslu eins og mögulegt er að því tilskildu að varan sé samkeppnis- hæf í gæðum og verði og alls ekki kaupa íslenskt bara af því að það er íslenskt,“ segir Guðmundur Gíslason, sölu- og markaðsstjóri hjá Mjöll-Frigg, sem er eina ís- lenska fyrirtækið sem framleiðir allt sem þar til hreingerninga. „Nýir eigendur tóku við fyr- irtækinu um síðustu áramót og gríðarlegar breytingar sem hafa átt sér stað síðan. Fyrri eigend- ur höfðu sett þvottaduft á plast- brúsa sem Íslendingum hugnaðist ekki að kaupa enda vanir þvotta- dufti í kössum. Við höfum því sett allt okkar þvottaefni aftur í kassa og bætt bleikiþvottaefni og blettahreinsi í Maraþon-línuna,“ segir Guðmundur um þvottaefni Mjallar-Friggjar sem ásamt Mar- aþon eru Milt fyrir barnið, sem íslenskir læknar mæla með fyrir fatnað ungbarna og þeirra sem eru með viðkvæma húð, og C-11, sem hvert mannsbarn þekkir úr íslensku heimilishaldi frá ómuna- tíð. „Allt okkar þvottaefni er sér- staklega framleitt fyrir íslenskt vatn, sem fellur undir það sem kallast mjúkt vatn og inniheldur lítið af uppleystum kalk- og magn- esíumjónum. Því þarf minna af þvottadufti til að ná sömu þvotta- virkni miðað við útlenskt vatn, því talsvert magn af þvotta- dufti þarf til að binda þessar jónir á þeim stöðum þar sem vatn er kalkríkt,“ segir Guð- mundur og nefnir til samanburð- ar 4,8 kg pakka frá Ariel. Hvítasti þvotturinn í þvottahúsinu Guðmundur Gíslason, sölu- og markaðsstjóri Mjallar-Friggjar, með alíslenskar hreinlætisvörur fyrirtækisins í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þvottaduft Mjallar-Friggjar eru sérhönnuð fyrir íslenskt vatn og notadrýgri en erlend þvottaefni. Gamla, góða Hreinolið og Vex henta í uppþvottinn. Þrif-úðinn hefur eign- ast nýja og vistvæna fjölskyldumeðlimi á árinu. Nýjasta útspil Mjallar-Friggjar er svo froðuhandsápan Ópera sem er notadrjúg, yndislega ilmandi og vistvæn. „Þar eru upp gefnir 50 skammt- ar á móti 100 skömmtum í sömu stærðarpakkningu frá okkur, og munar 600 krónum á verði, okkur í hag. Um slíkt munar fyrir budd- una. Við erum ekki að tala um 6 krónur heldur 600 í einum þvotta- duftspakka,“ segir Guðmund- ur, en þess má geta að þvottaefni Mjallar-Friggjar eru vistvæn, lág- freyðandi og rómuð fyrir snjó- hvítan þvott, eins og notendur C- 11 þekkja og vilja ekki annað. „C-11 og Hreinol hafa haldist óbreytt í sömu umbúðum, með sama innhald og sama fólkið hefur keypt það frá því það kom á mark- að. Hins vegar eru æ fleiri að upp- götva þessi gömlu og góðu vöru- merki sem og margt annað sem við framleiðum. Á árinu höfum við komið með ýmsar nýjungar sem tekið hefur verið fagnandi. Þar á meðal eru Þrif-úðavörurnar, vist- vænn grill- og ofnahreinsir, stál- hreinsir, gler- og speglahreinsir og eldhús- og baðhreinsir, en Þrif-sótthreinsiúðinn hefur sleg- ið í gegn, enda æ fleiri meðvitað- ir um bakteríur á skrifborðum, lyklaborðum og eldhúsborðum, eins og eftir kjúklingamatseld,“ segir Guðmundur um lítið brot af vöruúrvalinu hjá Mjöll-Frigg sem framleiðir 500 gerðir af hreinlæt- isvörumnum. „Við framleiðum mjög svo sam- keppnishæfa vöru hvað verð og gæði varðar og notum eins vist- væn efni og bjóðast til að vernda náttúru Íslands. Okkar vörur eru því að mörgu leyti vel fyrir ofan það sem býðst af innfluttum hreingerningavörum.“ - þlg Íslenskir hönnuðir hafa verið duglegir við að leita sér fanga í þjóðararfinum. Einn þeirra er Sigríður Ásdís Jónsdóttir. Vöruhönnuðurinn Sigríður Ásdís Jónsdóttir hannaði fylgi- hluti, umbúðir og leiðbeiningar utan um íslenska leiki. Verkefn- ið vann hún í Listaháskólanum í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands. Markmiðið var að hanna hlut í anda gamla tímans en nú- tímavæða hann um leið. „Ég vann heilmikla rannsóknarvinnu og skoðaði muni Þjóð- minjasafnsins auk þess sem ég grúskaði í gömlum bókum. Ég rakst á mjög skemmtilega bók sem heitir Íslenskar gátur, skemt- anir (með einu m-i!) vikivakar og þulur. Í henni er að finna ógrynni af skemmtilegu efni og þar fann ég mikið af gömlum leikjum sem börn léku í gamla daga,“ segir Sigríður. Hún ákvað að nota leikina sem efnivið og hvetja nútímabörn til hreyfingar. „Meðal þeirra leikja sem ég fann voru Skollaleik- ur, Blindkrækluleikur, Hnapphelda, Halarófuleikur, Róa í sel og Músarleikur. Mér fannst mjög mikilvægt að varðveita þessa leiki og koma þeim áfram til yngri kynslóða. Það væri algjör synd ef við glötuðum þessum skemmtilega menningararfi.“ Þjóðminjasafnið valdi verkefni Sigríðar til sölu í safnbúðinni en hún lét framleiða leikina hér á Íslandi. Hún saumaði fylgi- hlutina með aðstoð vinkonu sinnar og naut ráðlegginga og aðstoð- ar Snorra Más Snorrasonar í Formfast, hönnunar, ráðgjafa- og framleiðslufyrirtæki í umbúðariðnaði. „Það var mikill skóli fyrir mig að ráðast í framleiðslu og ég þurfti auðvitað að spá í allan kostnað auk þess sem ég þurfti að verðleggja vöruna en það er ekki auðvelt. Þetta er engin gróða- maskína heldur snýst þetta um að koma sér á framfæri. Mér fannst frábært að fá tækifæri til að selja vöruna mína í jafn flottri búð og Safnbúð Þjóðminjasafnsins er og það er mikil hvatning fyrir unga hönnuði að fá slíkt tækifæri.“ Nánar má forvitnast um hönnun Sigríðar á www.honnunarmid- stod.is - rat Leitað aftur í menningararfinn Sigríður Ásdís Jónsdóttir vöruhönnuður færði gamla íslenska leiki í nýjan búning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Patti ehf. er íslenskt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem býður upp á fjölþætta þjónustu á sviði húsgagna fyrir fyrirtæki og heimili. „Ég hef framleitt húsgögn í þrjátíu ár en við höfum framleitt undir þessu merki frá 2000,“ segir Gunnar Baldurs- son, forstjóri Patta ehf. og bólstrunarmeistari. „Ég hanna hlutina, síðan kemur kúnninn með sínar séróskir og við reynum að upp- fylla þær.“ Að sögn Gunnars eru við- skiptin alltaf að aukast. „Með falli krónunnar hefur varan lækkað hlutfallslega í verði og er aðgengilegri og samkeppnis- færari. Svo erum við með góða vöru og þjónustu sem hefur vakið lukku meðal kúnna.“ Patti hannar og framleið- ir húsgagnamódel sem smíð- að er eftir og hægt að velja um áklæði. „Við erum með um 200 til 300 tegundir af áklæðum og hönnunin einkennist af hreinum línum. Við framleiðum albólstruð húsgögn og smíðum eftir máli.“ Einfalt er að láta laga húsgögnin ef eitthvað kemur fyrir og ódýrt þar sem þjónustan er innan seilingar. - hs Íslensk völundarsmíði Húsgögnin frá Patta hafa meðal annars fengist í Hag- kaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.