Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 9. október 2008 35 Hljómsveitin Motion Boys vakti töluverða athygli í fyrra fyrir lögin Waiting to Happen, Hold Me Clos- er to Your Heart og Steal Your Love og á þessu ári er hún búin að bæta tveimur lögum til viðbótar í spilun, Queen of Hearts og Five 2 Love. Nú er fyrsta platan komin, en hún inniheldur tólf lög, þar á meðal smáskífulögin fimm. Tónlist Motion Boys er undir miklum og greinilegum áhrifum frá nýrómantík og syntapoppi níunda áratugarins. Eins og helstu stjörnur þeirrar tónlistar þá notar hún hljóðgervla mikið og tónlistin er melódískt og oft dansvænt popp. Söngurinn er líka oft 80’s-legur (til dæmis falsetturnar í Queen of Hearts!), en áhrifin koma víðar að – 70’s nöfn eins og 10cc og Roxy Music koma til dæmis stundum upp í hugann. Þar með er ég ekki að segja að Motion Boys sé einhver retró hermisveit. Það væri nær að lýsa henni sem metnaðarfullri popp- sveit sem hefur sérstaka hæfileika til að semja melódísk og grípandi lög og kann góð skil á poppsög- unni. Aðal lagasmiður sveitarinn- ar og söngvari, Birgir Ísleifur Gunnarsson, hefur greinilega mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að búa til plötu. Það er fullt af útvarpsvænum smellum á Hang On, en svo eru líka nokkur breiðskífulög sem henta síður í síspilun, en styrkja plötuna sem heild og breikka svið sveitarinnar. Þar á meðal má nefna Lost in the City, Break, titillagið Hang On og Beat of a Gun. Útsetningar og hljóðvinna á plötunni eru sérstak- lega vel heppnuð, hvort sem við erum að tala um taktana, hljóð- heiminn eða söngútsetningarnar. Áhrif frá helsta átrúnaðargoði Birgis Ísleifs, Bryan Ferry, eru líka augljós. Eins og hjá Ferry er glæsileikinn og fágunin í fyrir- rúmi á Hold On, en áhrifin frá þessum forsprakka Roxy Music koma meðal annars fram í laga- smíðum, útsetningum, söng og hljóðvinnu auk þess sem glamúr- gínan á forsíðu umslagsins er auð- vitað bein tilvísun í plötuumslög Roxy Music. Á heildina litið er Hold On frá- bær poppplata. Firnasterk frum- smíð og ein af skemmtilegri plöt- um ársins. Trausti Júlíusson Fágun og glæsileiki TÓNLIST Hang on Motion Boys ★★★★ Fágunin og glæsileikinn einkenna þessa fyrstu plötu Motion Boys. Hún er frábærlega unnin og full af grípandi og melódískum popplögum. JAMES HOLDEN Þeytir skífum á Nasa á laugardagskvöld ásamt Nathan Fake. Bresku plötusnúðarnir James Holden og Nathan Fake troða upp á Nasa á laugardagskvöld. Þrjú ár eru liðin síðan Techno.is reyndi fyrst að fá Holden hingað til lands. Hingað til hefur hann verið yfirbókaður á tónleikahátíðum víðs vegar um heiminn en núna sá hann sér loksins fært að mæta. „Ég er búinn að flytja inn marga plötusnúða og þeir hafa ekki allir verið í uppáhaldi hjá mér þótt þeir hafi verið vinsælir. En þarna náði ég í uppáhalds- plötusnúðinn minn og það var rosalega erfitt að ná í hann,“ segir Addi Exos um Holden. „Árið 2004 náði hann að samhæfa ólíkar stefnur í einn bræðing með því að gera klúbbatónlist dálítið elegant,“ bætir hann við. Bæði Holden og Fake hafa sent frá sér þekkt lög innan dans- og raftónlistarinnar, þar á meðal The Sky Was Pink, Horizons og Nothing. Holden hefur á ferli sínum endurhljóðblandað fyrir þekkta flytjendur á borð við Madonnu, Britney Spears og Timo Maas. Lög Fake hafa meðal annars verið notuð í auglýsingum fyrir símarisann Motorola og í sjónvarpsþáttunum CSI Miami. Miðasala á tónleikana fer fram í All Saints í Kringlunni. - fb Holden loks- ins til Íslands Mick Jagger og Dave Stewart úr Eurhythmics vinna nú saman að nýrri plötu í Los Angeles. Þessir kappar hafa ekki starfað saman áður, en talið er að hér sé um að ræða nýja sólóplötu frá Rollingn- um. Þetta yrði þá fimmta sólóplata Micks Jagger. Þessar plötur hafa staðið nokkuð í skugganum af verkum Rolling Stones. Síðasta sólóplata Micks kom út árið 2001 svo þann gamla hlýtur að vera farið að klæja í puttana. Gamli enn að JAGGERINN síungi. Ath. Gjöfin fæst aðeins í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 3.900 eða meira í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi dagana 9. – 15. október færðu þessa fallegu gjöf* · HydraComplete rakakrem · Projectionist mascara – svartur · Signature kinnalit – Rosette · Pure Color varalit – Crystal Sun · Pleasures - ilmvatn · Allt þetta fyrir þig ásamt fallegri snyrtitösku. *meðan birgðir endast Verðgildi gjafarinnar er um kr. 8.900 Gjöfin þín í Lyfju Lyftu hverju og einu augnhári og gefðu þeim dirfskufulla en þó lauflétta þykkt Nýtt: Sumptuous Bold Volume ™ Lifting Mascara Farðu lengra með augnhárin en þau hafa áður komist, alla leið að flottri, ófeiminni fegurð. Þetta er byrjunin. FORMÚLAN Bold Volume™ Formula hefur að geyma einstakar örtrefjar sem gefa jafnvel gisnustu augnhárum djarflega lyftingu og fyllingu, léttleika og daðurslega sveigju. BURSTINN Sérhönnuð burstagreiðan BrushComber™ færir þér þykkinguna sem fæst með burstanum ásamt skýrri línu greiðunnar. Hvert einstakt augnhár öðlast lauflétta fyllingu og magnaða sveigju. ÁFERÐIN Daðurþykk, munúðarsveigð og heillandi augnhár. Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.