Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 58
38 9. október 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Margrét Lára Viðarsdóttir verður í sviðsljósinu í dag þegar Valur mætir sænska liðinu Umeå í fyrsta leik liðsins í Evr- ópukeppninni. Í sænska liðinu er brasilíska knattspyrnukon- an Marta sem er af mörgum talin vera besta knattspyrnu- kona heims. Þær eru báðar 22 ára gamlar og voru báðar valdar af Los Angeles-liðinu í hinni nýju atvinnumanna- deild í Bandaríkjunum. Þær gætu því spilað saman á næsta ári. „Það er mikill heiður að fá að spila á móti svona flottri knattspyrnukonu en við erum svolítið langt frá hvor annarri á vellinum þannig að það verður erfitt fyrir mig að mæta henni auglitis til auglitis,“ segir Mar- grét Lára sem býst ekki við að Marta komi til hennar fyrir leik og kynni sig. „Ég held að hún viti ekki mikið hver ég er en það væri kannski ég sem myndi kynna mig en að hún myndi kynna sig,“ segir Margrét. Margrét Lára segir að leikurinn á móti Umeå verði mjög erfiður. „Við eigum að taka eitt verkefni í einu og á fimmtudaginn bíður bara leikur á móti Umeå. Við eigum ekki að eiga möguleika í þær en okkur er alveg sama því við förum bara út á völl og ætlum okkur að fá eitthvað út úr þessum leik. Við ætlum okkur áfram en það verður gríðar- lega erfitt. Við byrjuðum svo vel í Slóvakíu og það skiptir miklu máli að við fáum góða byrjun.“ Það hefur reynt mikið á Margréti Láru í ár en hún er að leika sinn 44. leik á árinu þrátt fyrir að hafa verið meira og minna meidd allt tímabilið. „Ég met þetta þannig að það sé bara krafta- verk að ég skuli vera að spila á svona háu tempói miðað við hvernig líkaminn minn hefur verið í sumar,“ segir Margrét sem hefur leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Ég fór til kírópraktors í byrjun ágúst og það má segja að það hafi bjargað lífi mínu bæði andlega og líkamlega,“ segir Margrét. „Þetta var búið að taka mikið á en nú er ég að komast í feikilega gott stand og kannski ólíkt öðrum leikmönnum sem eru kannski komnir með þreytu í kroppinn. Ég myndi segja að ég væri á uppleið og ég finn fyrir krafti þar sem ég hef ekki getað beitt mér hundrað prósent. Ég á rosalega mikið inni þannig að fyrir mér er tímabilið rétt að byrja.“ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR SPILAR SINN 44. LEIK Í ÁR Í KVÖLD: MÆTIR MÖRTU Í FYRSTA SINN Tímabilið er bara rétt að byrja hjá mér KNATTSPYRNA Það er erfið staða hjá mörgum félögum í Landsbanka- deildinni þessa dagana. Sum félög óttast að geta ekki staðið við launa- greiðslur um næstu mánaðamót, önnur ætla að segja upp samning- um við erlenda leikmenn og í ein- hverjum tilvikum eru menn að íhuga að segja upp samningum við leikmenn og semja upp á nýtt. For- ystumenn félaga eru á einu máli um að tími hárra launa sé liðinn og að landslagið verði allt annað næstu árin. „Nú verða menn að spila með hjartanu en ekki vesk- inu,“ sagði einn forráðamannanna við Fréttablaðið í gær. Staðan virðist vera verst hjá Frömurum. Þeirra helsti styrktar- aðili, Stoðir, er í greiðslustöðvun og án peninga frá Stoðum er stoð- unum í raun kippt undan rekstri félagsins. Forystumenn félagsins fara heldur ekki leynt með að stað- an sé slæm. „Það er rosalega erfið staða hjá okkur eins og hjá mörgum aðilum í þjóðfélaginu. Við höfum getað staðið við launagreiðslur hingað til en núna er kominn sá tíma- punktur að við erum í vandræðum og förum ekki leynt með það. Við höfum staðið okkur mjög vel hing- að til en við sjáum ekki fram á að geta staðið við okkar skuldbind- ingar um næstu mánaðamót,“ sagði Lúðvík Þorgeirsson, formað- ur Fótboltafélags Reykjavíkur, við Fréttablaðið í gær. Það er svo kannski táknrænt fyrir stöðu Safa- mýrarliðsins að búið var að loka GSM-síma framkvæmdastjórans þegar reynt var að ná tali af honum í gær. Eins og áður segir áttu Framar- ar mest undir í stuðningi Stoða en aðrir tekjuliðir skiluðu ekki miklu, þar á meðal aðgangseyrir enda ákaflega illa mætt á leiki Fram. „Áhorfendatekjurnar eru ekki miklar og það olli mér miklum vonbrigðum. Við þurfum klárlega að skoða þann hluta enda aðeins með 400-500 manns á leikjum hjá okkur þrátt fyrir okkar besta gengi í sautján ár,“ sagði Lúðvík. Þar sem staða Framara er afar slæm velta menn þar á bæ eðli- lega fyrir sér öllum möguleikum í stöðunni. Þar á meðal að segja upp samningum við alla leikmenn og semja svo upp á nýtt. „Það kemur allt til greina hjá okkur en það er of snemmt að full- yrða um hvort við förum í svo har- kalegar aðgerðir. Ég viðurkenni fúslega að þetta er ferleg staða því menn hafa lagt mjög hart að sér við að halda öllu í lagi,“ sagði Lúðvík. Hann segir stjórnarmenn ætla að setjast niður með hverjum og einum leikmanni liðsins. Hvað ætla þeir að segja við leikmenn- ina? „Sannleikann.“ Af samtölum Fréttablaðsins við forráðamenn félaganna í gær má ráða að margt muni breytast á næstu misserum. Það hefur meðal annars komið til tals hjá einhverj- um félögum að nýta uppsagnar- ákvæði í samningum við innlenda leikmenn. Félögin búast þess utan við því að það muni aldrei verða eins erf- itt að fá styrktaraðila og fyrir næsta sumar. henry@frettabladid.is Stoðunum kippt undan rekstri Fram Fótboltafélag Reykjavíkur, sem rekur meistaraflokk Fram í knattspyrnu, sér fram á ákaflega erfiða tíma. Þeirra helsti styrktaraðili, Stoðir, er í greiðslustöðvun og félagið sér ekki fram á að geta greitt laun um næstu mánaðamót. Fleiri félög í Landsbankadeildinni óttast hver staðan verður um næstu mánaðamót. HVORKI STOÐIR NÉ STUÐNINGUR Mæting á leiki Fram í sumar olli forráðamönnum félagsins gríðarlegum vonbrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Seðlabankadeildin næsta sumar? Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagðist ekkert vita um það í gær hvort efsta deild karla og kvenna í fótbolta muni áfram heita Landsbankadeildin. „Það er ár eftir af samningi okkar við Landsbankann. Ég veit ekki hvað verður á þessari stundu með þann samning enda erum við eflaust ekki efstir á forgangslistanum í því sem þar þarf að gera,“ sagði Geir. Hann segir samstarfið við bankann hafa verið ákaflega farsælt og eðlilega vonaðist hann til að samstarfinu yrði haldið áfram. Geir sagði enn fremur að KSÍ stæði vel en að sjálfsögðu myndi ástandið í þjóðfélag- inu snerta sambandið eins og aðra.                      !" #  $      %  " &'  " ( )"  %      *'$!+ ! , -,. / -,-0!  %  "& 1 )2 /        2!  -,-0/ 0,-01&      2      !+    0,-0/ 3,. # 2        3,. / 3,-04 !#'  +  ! 55         6 +' !  3,-0/ 7, 8     1!               ! %  " 9+  &  2   (   82$! , :!2$'   $ !  ;,. <      ! !!       (   42  55  +!! "  !   < $   !2$! ! .0 /9  5  '      ,  = >   '$  ! !   >  ! ! 7 FÓTBOLTI Lord Triesman, stjórnar- formaður enska knattspyrnusam- bandsins, varaði við því á ráðstefnunni Leaders in Football á Englandi í gær að mögulega þurfi að koma á launaþaki í ensku úrvalsdeildinni vegna efnahags- legs óvissuástands. Hann varaði við því að ef ekkert yrði aðhafst í launamálum gæti það haft slæm áhrif á enska knattspyrnu og að mörg félög yrðu fljótt gjaldþrota ef heldur sem horfir. „Ég sé mig tilneyddan til þess að vekja máls á ört vaxandi launakostnaði enskra úrvalsdeild- arfélaga í ljósi efnahagslegrar kreppu sem nú stendur yfir. Þegar menn ná ákveðinni skuldastöðu er nauðsynlegt að staldra við og íhuga málin vel og vandlega. Launaþak gæti verið ein leið en félögin sjálf verða endanlega að dæma um þann möguleika,“ segir Triesman. - óþ Enska úrvalsdeildin: Launaþak næst á dagskránni? LAUNAHÆSTUR Frank Lampard, miðju- maður Chelsea, er sagður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 150.000 pund á viku. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Í gær bættust fleiri í hóp þeirra körfuboltafélaga sem ákveðið hafa að senda erlenda leik- menn sína á brott. KR-ingar eru ekki búnir að ákveða neitt um framtíð Jasons Dourisseau en vilja að KKÍ boði til fundar þar sem möguleikinn á því að vera með svo að segja alíslenskar deildir, með undantekningum, verði ræddur. Körfuknattleiksdeildir liða í Ice- land Express-deildum karla og kvenna leita nú leiða til þess að skera niður kostnað til að sporna við nýju efnahagslegu landslagi. Snæfell, ÍR og Breiðablik hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki tefla fram erlendum leikmönnum á komandi tímabili og nú hafa fleiri lið fetað í fótspor þeirra. Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknattsleiksdeildar Skalla- gríms, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að erlendu leik- mennirnir Djordo Djordic og Eric Bell hefðu verið leystir undan samningum sínum hjá Skallagrími. En félagið hafi aftur á móti boðið þjálfaranum Ken Webb nýjan samning á breyttum kjörum sem hann er að skoða. Gunnar Kr. Sigurðsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Stjörn- unnar, kvað Garðbæinga vera í svipuðum samningaviðræðum við leikmennina Jovan Zdravevski og Justin Shouse, en Nemanja Sovic hafi hins vegar verið leystur undan samningi Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að ákveðin pattstaða væri hins vegar hjá stórliðum Keflavíkur, Grindavíkur og KR og liðin væru í raun að bíða eftir því hvað andstæðingarnir gerðu í sínum málum. Það má því segja að Keflavík hafi riðið á vaðið hvað það varðar að losa um pattstöðuna í gærmorg- un þegar Suðurnesjafélagið til- kynnti á heimasíðu sinni að erlendu leikmennirnir, Jesse Pelot-Rosa og Steven Gerrard hjá karlaliðinu og Takesha Watson hjá kvennaliðinu, yrðu sendir heim vegna efnahagsástandsins. Óli Björn Björgvinsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Grinda- víkur, staðfesti síðan í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að félag- ið hafi leyst erlendu leikmenn sína, Damon Bailey hjá karlalið- inu og Tiffany Roberson hjá kvennaliðinu, undan samningum sínum. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekki staðfesta neitt um framtíð Jasons Dourisseau að svo stöddu en vildi að öll félög í deildinni myndu koma saman og gera sam- komulag um framhaldið. „Við viljum að ef öll lið ætla að segja upp samningum við erlenda leikmenn sína, þá skuli það hald- ast þannig út leiktímabilið, annars erum við ekki tilbúnir í það. Við kærum okkur ekki um að mótherj- ar okkar stökkvi til og kaupi sér erlenda leikmenn rétt fyrir úrslita- keppni og við ætlum ekki að standa í einhverjum svoleiðis skrípaleik. Ég myndi þá vilja fá skriflega yfirlýsingu frá öllum liðum í deild- inni þess efnis að deildin yrði alís- lensk. Ef lið geta ekki mannað tíu manna æfingahóp án erlendra leikmanna þá verða hin liðin í deildinni að taka tillit til þess og samþykkja einhvers konar undan- þágu,“ segir Böðvar sem ætlar að leggja tillögurnar fyrir KKÍ sem mun þá boða til fundar. - óþ Fleiri körfuboltafélög neyddust til leysa erlenda leikmenn undan samningi í gær: Málin skulu rædd á fundi Á FÖRUM? Böðvar Guðjónsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert staðfesta um framtíð Jasons Dourisseau að svo stöddu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.