Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 46
26 9. október 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. JOHN LENNON BÍTILL FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1940. „Eins og venjulega stend- ur frábær kona við bakið á hverjum hálfvita.“ John Lennon var í hinni þekktu hljómsveit The Beatl- es frá Liverpool og samdi mörg af bestu lögum sveitar- innar. Hann var þekktur frið- arsinni. timamot@frettabladid.is Okkar elskulegi faðir, Björn Bjarnason frá Birkihlíð, lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 6. október síðast- liðinn. Jarðarför auglýst síðar. Börnin og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, dóttir, barnabarn og systir, Erla Jónína Jónsdóttir Fossheiði 36, Selfossi, sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi 1. októb- er sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 11. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag, sími: 587 5566. Jón Marel Magnússon Ída Bjarklind Magnúsdóttir Ída S. Sveinbjörnsdóttir Jón S. Hreinsson Snjólaug Valdimarsdóttir Jónína Hallgrímsdóttir Erla Stefánsdóttir Jón Guðmundsson og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jóhönnu Kristjánsdóttur Ólafsvík. Jenný Guðmundsdóttir Jónas Gunnarsson Bára Guðmundsdóttir Kristín E. Guðmundsdóttir Pétur F. Karlsson Metta S. Guðmundsdóttir Sigurður P. Jónsson ömmu- og langömmubörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður E. G. Biering Áskógum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtu- daginn 16. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Skógarbæjar. Helga E. Biering Sveinn B. Petersen Moritz W. Biering Sidsel Eriksen Guðrún Biering Hrafn Björnsson Bertha Biering Louise Biering barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, og langalangamma, Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir frá Markholti, Mosfellsbæ, til heimilis í Hlaðhömrum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. október kl. 15.00. Lára Haraldsdóttir Sigurður E. Sigurðsson Hilmar Haraldsson Helga Jónsdóttir Ragnar Ingi Haraldsson Guðjón Haraldsson Nína H. Leifsdóttir Schjetne Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir Friðþjófur Haraldsson Sigríður Ármannsdóttir Guðmundur Birgir Haraldsson Margrét Jóhannsdóttir Garðar Haraldsson Sólveig Ástvaldsdóttir Helga Haraldsdóttir Jón Sveinbjörn Haraldsson Sigrún A. Kröyer og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og tengdason- ur, Ævar Guðmundsson Vatnsholti 24, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. október 2008 kl. 14.00. Guðrún Eyjólfsdóttir Sveinn Ævarsson Guðrún Birna Guðmundsdóttir Ragnhildur Ævarsdóttir George Coutts Eiður Ævarsson Aðalheiður Níelsdóttir Eyrún Helga Ævarsdóttir María Hermansdóttir og barnabörn. Stöð tvö fór í loftið þenn- an dag árið 1986. Hún var fyrsta frjálsa sjón- varpsstöðin á Íslandi. Jón Óttar Ragn- arsson sjón- varpsstjóri kom fyrstur á skjáinn en ekk- ert hljóð heyrðist. Því sást hann aðeins bæra varirnar. Fyrstu dagarnir voru erfiðir og sent var út með rykkjum og skrykkj- um. Í heilan mánuð varð að taka upp fréttir fyrirfram í stað þess að senda þær beint. En þannig vildi til að opnun Stöðvar 2 bar upp á leið- togafund Gorbatsjevs og Reagans sem þjóðin fylgdist af at- hygli með í Sjónvarpinu. En fall reyndist fararheill. Fljót- lega var farið í innlenda dag- skrárgerð af kappi og lagði Jón Óttar þar sitt af mörkum. Frétta- stjórinn var Páll Magnússon. ÞETTA GERÐIST: 9. OKTÓBER 1986 Stöð 2 hljóðlaus í loftið „Tíðarandinn var þannig fyrir fimm- tíu árum að samhjálpin og samstaðan var mikil og Sjálfsbjörg naut strax í upphafi mikillar velvildar í þjóðfélag- inu.“ Þetta segir Pétur Arnar Péturs- son, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akrueyri og nágrenni. Fimmtíu ár voru liðin í gær frá stofnun félagsins sem hefur alla tíð borið hag fatlaðra fyrir brjósti. Í tilefni hálfrar aldar af- mælisins var gefið út blað með ágripi af sögu félagsins og Pétur er beðinn að stikla á því markverðasta. „Það var Sigursveinn G. Kristins- son, tónskáld og tónlistarkennari á Siglufirði, sem stofnaði fyrsta Sjálfs- bjargarfélagið á Siglufirði í júní 1958 og síðar sama ár spruttu upp sams konar félög í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Svo það varð mikil vakn- ing. Það voru 37 manns á þessum stofnfundi Sjálfsbjargar miðvikudag- inn 8. október 1958 á Hótel KEA. Það bar upp á sama vikudag og núna. Lengi framan af snerist barátt- an um félagslegu réttindamálin því margir litu á þá sem áttu við ein- hverja fötlun að stríða sem annars eða þriðja flokks þegna. Það hefur tón- listarmanninum sviðið og svo var um marga fleiri. Þess vegna var hljóm- grunnur fyrir félaginu svo góður. Starfseminni hér á Akureyri óx fljótt fiskur um hrygg og Sjálfsbjörg byggði yfir sína starfsemi upp úr 1960. Þar var ýmiss konar iðja sem síðan varð að Plastiðjunni Bjargi. Hún var í fararbroddi í framleiðslu plastefnis fyrir raflagnir, fiskikassa og síðar plastpoka hér í iðnaðarbæn- um Akureyri. Síðar hætti Sjálfsbjörg að reka verksmiðjuna en hún er samt grundvöllur verndaðs vinnustað- ar sem heitir Iðjulundur. Þannig að frumkvöðlastarfsemin skilaði sér.“ Nú rekur Sjálfsbjörg á Akureyri öfluga endurhæfingarstöð sem er bæði með sjúkraþjálfun og iðjuþjálf- un. Þar starfa tólf sjúkraþjálfarar, tveir iðjuþjálfarar og Pétur sjálfur. „Hér í þessu sama húsi er líka lík- amsræktin Bjarg sem er þannig til komin að Sjálfsbjörg var til fjölda ára með líkamsræktartíma fyrir al- menning. En fyrir fjórum árum seld- um við þann þátt og húsið með,“ upp- lýsir hann. Þegar Pétur er spurður hvernig í ósköpunum svona félagi hafi tekist að öngla saman fyrir heilu húsunum vísar hann í upphafsorð sín í þessu spjalli. „Það var gríðarleg sjálfboða- vinna innt af hendi og fjölmargir lögðu mikið af mörkum með vinnu og fjárframlögum. Það hefur svo sem ýmislegt gengið á í fimmtíu ára sögu Sjálfsbjargar á Akureyri en félag- ið hefur alltaf haldið áfram. Aldrei misst móðinn.“ gun@frettabladid.is SJÁLFSBJÖRG Á AKUREYRI: FIMMTÍU ÁRA Félagið hefur alla tíð verið öflugur málsvari fatlaðra FRAMKVÆMDASTJÓRINN „Tíðarandinn var þannig fyrir fimmtíu árum að samhjálpin og sam- staðan var mikil,“ segir Pétur Arnar. MYND/SINDRI SVAN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.