Fréttablaðið - 16.10.2008, Síða 25

Fréttablaðið - 16.10.2008, Síða 25
FIMMTUDAGUR 16. október 2008 3 T ískuvikunni sem lauk í París á dögunum verður minnst fyrir það einkennilega andrúms- loft sem ríkti meðan á tískusýn- ingunum stóð vegna fjármála- kreppunnar. Ekki auðvelt að gleyma sér í lúxus og kampavíni meðan bankar heims riða til falls. Tískuvikan var þó ekki átakalaus með öllu því strax að lokinni sýningu tískuhúss Valentino var tilkynnt um brotthvarf hönnuðarins Aless- öndru Faccinetti. Hún tók við af meistaranum gamla, Valentino Caravani, fyrir aðeins ellefu mánuðum en hann dró sig í hlé á árinu eftir fjörutíu og fimm ára starf. Þetta var hennar þriðja tískusýning, sú fyrsta var í mars, hátískan í júlí og svo þessi. Svo virðist sem ráðning Alessöndru Faccinetti hafi verið mikil mistök þrátt fyrir að hún hafi reynt að gera nokkra andlitslyftingu á stíl Valentinos. Hún ætlaði sér að bjóða upp á meiri breidd í fatnaði svo sem í dagklæðnaði en Valentino var einna þekktastur fyrir glæsilega kvöldkjóla. Á sama tíma virðast kvöldkjólarnir hafa gleymst og eldri konur sem kannski höfðu einmitt ríflegri efnahagslega getu til að versla hjá tískuhúsinu og ganga í Valentino-kjólum hurfu á braut. Því tapaði tískuhúsið fleiri viðskiptavinum en áttu að vinnast með nýja stílum. Einnig segja heimildir innanhúss hjá Valentino að Alessandra Faccinetti hafi átt í miklum erfiðleikum með að vinna með samstarfsfólki sínu. Það eru Maria Grazia Chiuri og Pier Paolo Piccioli sem taka nú við hönnuninni en þau hafa í tíu ár starfað hjá Valentino í fylgihlutahönnun svo sem töskum, skóm og fleiru. Fylgi- hlutir hafa einmitt verið í mikilli sókn hjá Valentino sem skiptir gríðalegu máli í dag í tískunni því mörg tískuhús byggja hagnað sinn á fylgihlutum. Fyrir vikið var tískupressan ekki mjög vingjarnleg í umfjöllun sinni um sýningu Valentino en lofaði mikið hönnun Alber Elbaz hjá Lanvin. Verslunareigendur og innkaupastjórar segja reyndar á bak við tjöldin að fatnaður Lanvins sem sýndur var sé ónothæfur þrátt fyrir að tískublaðamenn tali um næstum fullkomna sýningu í blöðunum. En svona virkar tískuheimur- inn, annað hvort ertu „in“ eða „out“ sem ekki er alltaf í samræmi við listræna sköpun eða hæfileika. Þannig dettur ekki nokkrum manni í hug að gagnrýna Karl Lagerfeld og segja að hann hjakki í sama farinu hjá Chanel og að það sé langt síðan hann hafi gert nokkuð annað en endurvinna gamlar lummur Coco. Flestir tískublaðamenn eru sömuleiðis með afslátt í tískuhúsunum ef þeir eru ekki hreinlega hlaðnir gjöfum. Þannig tryggja rótgróin tískuhús sér góða umfjöllun. bergb75@free.fr Tár og tregi á tískusýningu ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Nucleo hefur opnað sérverslun á Íslandi, í sama húsnæði og kven- fataverslunin Basler í Skipholti 29 b. Nucleo er ítalskt merki sem selur barnafatnað ætlaðan börn- um á aldrinum 0 til 14 ára. Er þetta í fyrsta sinn sem verslun undir merkjum Nucleo er opnuð utan Ítalíu. Fötin þykja falleg, vönduð og endingargóð. Þess má geta að í Basler er hægt að fá Olang-kuldskó í öllum stærð- um, bæði á börn og fullorðna, sem þegar hafa náð ágætum vinsæld- um á Íslandi. - aóv Vandað og endingargott Á Íslandi hefur nú fyrsta Nucleo- verslunin verið opnuð utan Ítalíu. Kjóll og samfella á 9.500 krónur. Úlpa á 10.500 krónur og stígvél á 8.500 krónur.           ! "# $%& '  ' ( )( Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.