Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. október 2008 3 T ískuvikunni sem lauk í París á dögunum verður minnst fyrir það einkennilega andrúms- loft sem ríkti meðan á tískusýn- ingunum stóð vegna fjármála- kreppunnar. Ekki auðvelt að gleyma sér í lúxus og kampavíni meðan bankar heims riða til falls. Tískuvikan var þó ekki átakalaus með öllu því strax að lokinni sýningu tískuhúss Valentino var tilkynnt um brotthvarf hönnuðarins Aless- öndru Faccinetti. Hún tók við af meistaranum gamla, Valentino Caravani, fyrir aðeins ellefu mánuðum en hann dró sig í hlé á árinu eftir fjörutíu og fimm ára starf. Þetta var hennar þriðja tískusýning, sú fyrsta var í mars, hátískan í júlí og svo þessi. Svo virðist sem ráðning Alessöndru Faccinetti hafi verið mikil mistök þrátt fyrir að hún hafi reynt að gera nokkra andlitslyftingu á stíl Valentinos. Hún ætlaði sér að bjóða upp á meiri breidd í fatnaði svo sem í dagklæðnaði en Valentino var einna þekktastur fyrir glæsilega kvöldkjóla. Á sama tíma virðast kvöldkjólarnir hafa gleymst og eldri konur sem kannski höfðu einmitt ríflegri efnahagslega getu til að versla hjá tískuhúsinu og ganga í Valentino-kjólum hurfu á braut. Því tapaði tískuhúsið fleiri viðskiptavinum en áttu að vinnast með nýja stílum. Einnig segja heimildir innanhúss hjá Valentino að Alessandra Faccinetti hafi átt í miklum erfiðleikum með að vinna með samstarfsfólki sínu. Það eru Maria Grazia Chiuri og Pier Paolo Piccioli sem taka nú við hönnuninni en þau hafa í tíu ár starfað hjá Valentino í fylgihlutahönnun svo sem töskum, skóm og fleiru. Fylgi- hlutir hafa einmitt verið í mikilli sókn hjá Valentino sem skiptir gríðalegu máli í dag í tískunni því mörg tískuhús byggja hagnað sinn á fylgihlutum. Fyrir vikið var tískupressan ekki mjög vingjarnleg í umfjöllun sinni um sýningu Valentino en lofaði mikið hönnun Alber Elbaz hjá Lanvin. Verslunareigendur og innkaupastjórar segja reyndar á bak við tjöldin að fatnaður Lanvins sem sýndur var sé ónothæfur þrátt fyrir að tískublaðamenn tali um næstum fullkomna sýningu í blöðunum. En svona virkar tískuheimur- inn, annað hvort ertu „in“ eða „out“ sem ekki er alltaf í samræmi við listræna sköpun eða hæfileika. Þannig dettur ekki nokkrum manni í hug að gagnrýna Karl Lagerfeld og segja að hann hjakki í sama farinu hjá Chanel og að það sé langt síðan hann hafi gert nokkuð annað en endurvinna gamlar lummur Coco. Flestir tískublaðamenn eru sömuleiðis með afslátt í tískuhúsunum ef þeir eru ekki hreinlega hlaðnir gjöfum. Þannig tryggja rótgróin tískuhús sér góða umfjöllun. bergb75@free.fr Tár og tregi á tískusýningu ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Nucleo hefur opnað sérverslun á Íslandi, í sama húsnæði og kven- fataverslunin Basler í Skipholti 29 b. Nucleo er ítalskt merki sem selur barnafatnað ætlaðan börn- um á aldrinum 0 til 14 ára. Er þetta í fyrsta sinn sem verslun undir merkjum Nucleo er opnuð utan Ítalíu. Fötin þykja falleg, vönduð og endingargóð. Þess má geta að í Basler er hægt að fá Olang-kuldskó í öllum stærð- um, bæði á börn og fullorðna, sem þegar hafa náð ágætum vinsæld- um á Íslandi. - aóv Vandað og endingargott Á Íslandi hefur nú fyrsta Nucleo- verslunin verið opnuð utan Ítalíu. Kjóll og samfella á 9.500 krónur. Úlpa á 10.500 krónur og stígvél á 8.500 krónur.           ! "# $%& '  ' ( )( Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.