Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 47

Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 47
FIMMTUDAGUR 16. október 2008 27 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 16. október 2008 ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikur Hljómsveitirnar Hvar er Mjallhvít, Happy Funeral, Óskar Axel og Coral koma fram ásamt danshópnum Ice on fire. Aðgangur ókeypis. Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5. ➜ Opnanir 16.30 Sauðskinn, saffían og shirtingur Opnun sýningar í tilefni af aldarafmæli bókbandsstofu í Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3. ➜ Sýningar Þjóðin, landið og lýðveldið Sýning á ljósmyndum og kvikmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936- 1960 í myndasal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Tónlist 22.00 Bít Box kvöld Reggae/ Dub hljómsveitin Ojba Rasta spilar reggae-húsganga í bland við frumsamið efni. Aðgangur ókeypis. Glaumbar, Tryggvagötu 20. 12.15 Hádegistónleikar Haukur Gröndal og Kjartan Valdemarsson leika frumsamda tónlist í Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti 7. 21.00 Jazzkvintettinn Draumar og hljómsveitin Spilispil verða með tónleika á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25. ➜ Uppákomur Listahátíðin Sequences stendur nú yfir. Nánari upplýsingar á www. sequences.is 19.00 Klive heldur tónleika í tengslum við Airwaves í Kling & Bang, Hverfisgötu 42. 22.00 FM Belfast & Reykjavík! verða með tónleika í The Lost Horse Gallery, Skólastræti 1. ➜ Leiklist 20.00 Þjóðleikhúsið verður með sýningu á leikritinu Sá ljóti í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. ➜ Myndlist Sólveig Eggertz sýnir akrýlmyndir á Hrafnistu, menningarsal á 1. hæð. Sýningin er opin alla daga og stend- ur til 10. nóv. Pleinairism i8 gallery er með sýningu á verkum 38 myndlistarmanna frá ýmsum löndum. i8 gallery,Klapparstíg 33. Opið þri.- fös. 11.00-17.00 og lau. 13-17.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Annað kvöld frumsýnir Þjóð leikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verk- ið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðar- legra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrir rennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múla- bræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Hall- dórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóð- leikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyld- unnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjar- ins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðs- sonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leik- ur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skran- sala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Frið- riksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðar- dóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is Hart í bak aftur á svið LEIKLIST Þórir Sæmundsson sem Láki, strákurinn sem vill komast burt úr þorpinu. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI STOFUTÓNLEIKAR Á LISTAHÁTÍÐ 2009 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.