Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 16. október 2008 27 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 16. október 2008 ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikur Hljómsveitirnar Hvar er Mjallhvít, Happy Funeral, Óskar Axel og Coral koma fram ásamt danshópnum Ice on fire. Aðgangur ókeypis. Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5. ➜ Opnanir 16.30 Sauðskinn, saffían og shirtingur Opnun sýningar í tilefni af aldarafmæli bókbandsstofu í Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3. ➜ Sýningar Þjóðin, landið og lýðveldið Sýning á ljósmyndum og kvikmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936- 1960 í myndasal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Tónlist 22.00 Bít Box kvöld Reggae/ Dub hljómsveitin Ojba Rasta spilar reggae-húsganga í bland við frumsamið efni. Aðgangur ókeypis. Glaumbar, Tryggvagötu 20. 12.15 Hádegistónleikar Haukur Gröndal og Kjartan Valdemarsson leika frumsamda tónlist í Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti 7. 21.00 Jazzkvintettinn Draumar og hljómsveitin Spilispil verða með tónleika á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25. ➜ Uppákomur Listahátíðin Sequences stendur nú yfir. Nánari upplýsingar á www. sequences.is 19.00 Klive heldur tónleika í tengslum við Airwaves í Kling & Bang, Hverfisgötu 42. 22.00 FM Belfast & Reykjavík! verða með tónleika í The Lost Horse Gallery, Skólastræti 1. ➜ Leiklist 20.00 Þjóðleikhúsið verður með sýningu á leikritinu Sá ljóti í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. ➜ Myndlist Sólveig Eggertz sýnir akrýlmyndir á Hrafnistu, menningarsal á 1. hæð. Sýningin er opin alla daga og stend- ur til 10. nóv. Pleinairism i8 gallery er með sýningu á verkum 38 myndlistarmanna frá ýmsum löndum. i8 gallery,Klapparstíg 33. Opið þri.- fös. 11.00-17.00 og lau. 13-17.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Annað kvöld frumsýnir Þjóð leikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verk- ið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðar- legra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrir rennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múla- bræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Hall- dórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóð- leikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyld- unnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjar- ins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðs- sonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leik- ur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skran- sala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Frið- riksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðar- dóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is Hart í bak aftur á svið LEIKLIST Þórir Sæmundsson sem Láki, strákurinn sem vill komast burt úr þorpinu. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI STOFUTÓNLEIKAR Á LISTAHÁTÍÐ 2009 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.