Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 31. október 2008 — 298. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég elda nokkurn veginn á hverj- um degi og finnst mikilvægt að fá bæði hollan og góðan mat,“ segir Unnur María Bergsveinsdóttir og viðurkennir að hún sé matargat. „Ég er alin upp við góðan mat og mamma er ofb ð lk arbókhlöðunni. Hún eldar oftast einfalda rétti eins og grænmetis- rétti með hrísgrjónum eða núðl um og salöt. Spurð um uppáhalds- matinn segist hún eiga erfittað g eftir tilbúnum uppskriftum, les þær einungis til innblásturs. Hún segir æfinguna skapa meistarannþegar kemu ð Eldar sjaldan vondan mat Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur er matargat. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og vill borða góðan og hollan mat og segir langt síðan henni tókst að elda eitthvað vont. Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur eldar á hverjum degi eitthvað gott og hollt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frumflytur nýtt leikrit eftir írsk-íslenska leikskáldið Brian FitzGibbon á Rás 1 á sunnudaginn klukkan 14. Leikritið heitir Annar maður og er í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman. Verð 7.750 kr. Villibráðar-hlaðborð 16. október - 19. nóvemberMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar.Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvemberTilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr. VEÐRIÐ Í DAG UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR Mikilvægt að fá bæði hollan og góðan mat • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 31. október 2008 KOKKUR Í KLÆÐUM Hrefna Björk Jóhannsdótt- ir Sætran kippir sér ekkert upp við það að vera eina stelpan í kokkalands- liðinu Öflug höfundasmiðja Hugleikur fagnar 25 ára starfsafmæli með stuttverka- dagskrá og leiksýningu. TÍMAMÓT 20 TAKIÐ VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI OKKAR UM HELGINA. KAUPUM NEYÐARKALL! HLÝNAR Í dag verða suðvestan 10- 20 m/s á Vestfjörðum og norðan til, hvassast með ströndinni, en 5-10 m/s víðast annars staðar. Fer að rigna vestan til nálægt hádegi. Hiti víðast 5-10 stig síðdegis. VEÐUR 4 8 8 3 4 10 MENNING „Já, það hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim; í Þýskalandi, Frakk- landi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum,“ segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur. Arnaldur hefur nú náð þeim einstæða áfanga að rjúfa fimm milljóna múrinn. Það er, hann hefur selt fleiri eintök bóka sinna en fimm milljónir á heimsvísu. Mest er salan í Þýskalandi, eða þrjá milljónir eintaka seld. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins, segir ekki nákvæmar tölur til um sölu eintaka á Íslandi en það láti nærri að eitt eintak sé til á hvern íbúa í bókahill- um landsmanna. - jbg / sjá síðu 34 Enn eitt met Arnaldar: Fimm milljóna múrinn rofinn ARNALDUR INDRIÐASON Þrjár milljónir eintaka bóka hans hafa selst í Þýska- landi. HREFNA RÓSA JÓHANNSDÓTTIR SÆTRAN Eina stelpan í hópnum FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Átaka- hljómsveit Jón Egill Berg- þórsson frumsýnir heimildarmynd um Sálina hans Jóns míns. FÓLK 28 Jafnvægið raskast „Deila má um, hvort skipan peningamála á Íslandi hin síðari ár hafi verið heppileg. En henni er ekki um að kenna“, skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í DAG 18 Minnsta kaffihús Íslands Íslendingar kunna vel að meta sterkan og góðan kaffisopa á Café D‘Haiti. TILVERA 12 EFNAHAGSMÁL Stjórnendur Norður- áls hafa nýverið kynnt stjórnvöld- um hugmyndir um að álver í Helguvík verði reist í fjórum áföngum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir 90 þúsund tonna ársframleiðslu í hverjum áfanga. Því verði í heild framleidd 360 þúsund tonn af áli árlega, þegar upp er staðið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, vildi aðeins segja að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framhaldið. Upphaflega var gert ráð fyrir 150 þúsund tonna ársframleiðslu í fyrsta áfanga, stækkun í 250 þús- und tonna framleiðslu í öðrum áfanga og svo hugsanlega frekari stækkun. Framleiðsla átti að hefj- ast árið 2010. Mat á umhverfisáhrifum gerir ráð fyrir allt að 250 þúsund tonna framleiðslu. Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, hefur sagt að yrði álverið stærra, þá þyrfti nýtt umhverfismat og leyfi. Vinna við byggingu álversins hófst í haust. Margir hafa áhyggj- ur af framhaldinu. Forsvarsmenn Íslenskra aðalverktaka sem starfa í Helguvík bíða ákvarðana Norð- uráls. Yfir 200 manns hefur verið sagt upp í byggingariðnaði á Suður- nesjum undanfarið. Engir starfs- menn í Helguvík hafa misst vinn- una. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis segir Fréttablaðinu frá einum verktaka í Helguvík, sem hefur ákveðið að fella niður yfirvinnu. Að öðru leyti sé vinna í fullum gangi. Engar breytingar hafa verið gerð- ar á tekjuáætlunum hjá Reykjanes- höfn. Efnissala til framkvæmdanna mun þó vera í endurskoðun. Eftir því sem næst verður kom- ist eru opinberir aðilar bjartsýnir á að fjármögnun framkvæmdanna í Helguvík gangi vel. - ikh Álver í Helguvík í fjórum áföngum Hugmyndir um álver Norðuráls í Helguvík eru í endurskoðun. Stjórnvöldum hafa verið kynntar hugmyndir um fjóra níutíu þúsund tonna áfanga. Gangur er í framkvæmdum og engum hefur verið sagt upp. Óvissa er þó um framhaldið. MENNING Óvissa ríkir um hvort fyrirtæki Björgólfs Guðmunds- sonar, Ólafsfell, geti staðið við samning sem það gerði á síðasta ári um að styrkja framleiðslu leikins innlends efnis hjá Ríkis- sjónvarpinu. Sá samningur hljóðaði upp á 100 til 150 milljónir en RÚV átti að láta jafn háa upphæð af hendi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur 45 milljónum af þessum samningi þegar verið ráðstafað. „Við vorum búnir að fá átta milljónir af 25 og því vantar enn sautján milljónir upp á,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus, sem framleiðir spennuþættina Hamarinn. - fgg / sjá síðu 8 Ólafsfell í vanda: Óvissa með sjónvarpsþætti FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið varð í gær fyrsta A-landsliðið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni á stórmóti þegar liðið vann Írland 2-0 á gaddfreðn- um Laugardalsvellinum. Stelpurn- ar okkar verða því meðal tólf þjóða sem taka þátt í EM í Finn- landi sem fram fer 23. ágúst til 10. september á næsta ári. „Ég táraðist bara úr gleði þegar leikurinn var flautaður af. Ég er búin að vera í þessu lengi og þetta er einfaldlega toppurinn og við munum njóta sigursins í botn,“ segir Katrín Jónsdóttir fyrirliði. „Við erum búnar að bæta okkur ótrúlega upp á síðkastið og hópur- inn er frábær. Við misstum heldur aldrei trúna á þessu markmiði okkar. Stuðningurinn skipti öllu máli. Að fá svona marga á völlinn í þessum kulda var stórkostlegt,“ segir Katrín. - óój, óþ /sjá síðu 30 Kvennalandsliðið vann öruggan 3-0 sigur á liði Íra á Laugardalsvellinum í gær: Stelpurnar okkar spila á EM 2009 TIL HAMINGJU! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra faðmar hér Margréti Láru Viðarsdóttur eftir að sætið á EM var í höfn. Margrét Lára skoraði tólfta mark sitt í undankeppninni í leiknum á móti Írum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.