Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 11
FÖSTUDAGUR 31. október 2008 11 VIKA 38 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Mér finnst Íslend- ingar almennt jákvæðir, þrátt fyrir fjármála- kreppuna,“ segir Charlotte sem er nýkomin heim úr starfsnámi í Lundúnum. Hún segir fátt hafa breyst á meðan hún var erlendis, „fyrir utan hvað verð á vörum hefur hækkað stórkostlega. Ég hef eytt meira í matvöru síðastliðnar tvær vikur en ég myndi annars eyða á tveimur mánuðum. Samt hef ég bara keypt það sem mig vantar og sleppt öllu kjöti. Mér finnst þetta framtak, indefence.is alveg frábært. Ég hef fylgst með heimasíðunni og tel líklegt að þeim takist að safna að minnsta kosti 100 þúsund und- irskriftum. Mér finnst mjög mikil- vægt að koma réttum skilaboðum til bresku þjóðarinnar, að þetta bankahrun sé nú ekki íslensku þjóðinni að kenna.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Matur kostar miklu meira „Þetta ástand hér á landi getur ekki farið fram hjá manni. Ég tek eftir því að verð hækkar og svo eru vinnu- félagarnir mikið að tala um það og ekki nóg með það heldur er móðir mín í Portúgal að spyrja um þetta en Ísland er mikið í fréttum þar úti þessa dagana. Ég er hérna áfram í Reykjavík en vonast til að komast vestur á Ísafjörð fljótlega. Ég kann betur við mig í norðrinu, ég var til dæmis fyrir stuttu á Sauðárkróki og það var verulega gaman. En svo er ég að fara til Amsterdam eftir tvær vikur og þar mun ég hitta kærust- una. Síðan þegar ég kem aftur líður aðeins einn mánuður þar til ég sé hana aftur; í jólafríinu í Portúgal.“ Filipe Figueiredo: Mamma spyr um ástandið „Nú er kominn vetur svo það er voða notalegt að leggjast í prjóna- skapinn,“ segir Junphen sem sagði okkur meðal ann- ars frá því síðasta vetur að hún hefði hannað og saumað á sig kjól sem hún fór í á áramótagleði Taílendinga hér á landi. „Nú er ég að sauma húfu og vettlinga, ekki veitir af í kuldanum og þegar ég er orðin nógu fær þá ætla ég að gera peysu. En það er ekki síður upplagt að fara í Bláa lónið í kuldanum sem ég og gerði um síðustu helgi með nokkrum vinum. Það var síðan afar gott að fá sér heitt kaffi á eftir.“ Junphen Sriyoha: Farin að prjóna PAKISTAN, AP Leiðtogar Afganist- ans og Pakistans hafa ákveðið að bjóða uppreisnarleiðtogum tali- banahreyfingarinnar til viðræðna, í þeirri von að binda megi enda á átök með þeim hætti. Abdullah Abdullah, utanríkis- ráðherra Afganistans, og Shah Mahmoud Qureshi, utanríkisráð- herra Pakistans, komust að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa setið öldungaþing ættbálka frá Afgan- istan og Pakistan, sem haldið var í borginni Islamabad í Pakistan. Fulltrúar á þinginu hafa skipað nefndir, sem fá nú það hlutverk að setja sig í samband við leiðtoga uppreisnarmanna. Annað öldunga- þing verður svo haldið eftir tvo mánuði, þar sem þessar nefndir skýra frá árangri sínum. Átök hafa aukist og versnað síð- ustu misserin, bæði í Pakistan og Afganistan. Uppreisnarmenn gegn stjórn Afganistans og erlenda her- liðinu þar hafa margir hverjir flúið yfir landamærin til Pakist- ans, þar sem þeir hafa bækistöðv- ar í skjóli vinveittra ættbálka og gera þaðan árásir yfir landamær- in til Afganistans. Abdullah sagði að einungis verði rætt við þá uppreisnarhópa sem fallast á stjórnarskrár beggja landanna. Hann tók ekki fram hvort kröfur væru um að þeir afvopnist áður en af viðræðum yrði. - gb Leiðtogar Pakistans og Afganistans að loknum öldungafundi: Bjóða talibönum til viðræðna Á ÖLDUNGAÞINGINU Í ISLAMABAD Owis Ahmed Ghani, héraðsstjóri Norðvestur- landamærahéraðsins í Pakistan, ásamt utanríkisráðherrunum Shah Mahmoud Qureshi frá Pakistan og Abdullah Abdullah frá Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSLUN „Fólk er að kaupa ódýrari vörur, það er alveg ljóst. Hins vegar er ég ekki viss um að salan væri jafn mikil á sviðum og slátri og fleiru í þeim dúr ef kreppan hefði til dæmis komið upp í júní,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Guðmundur segir birgðastöðu verslana í ágætis málum. „Ein- hverjir vöruflokkar detta út, en það er tímabundið. Miðað við óbreytt ástand hef ég ekki áhyggjur. Það er þó aldrei að vita hvað gerist ef ástandið versnar mikið,“ segir Guðmundur, og bætir við að Bónus auglýsi mikið íslenskt, það er allra hagur.“ - kg Birgðastaða verslana: Fólk kaupir ódýrari vörur DÓMSMÁL Landpítalinn hefur verið sýknaður í skaðabótamáli sem hjúkrunarfræðingur, er þar starfaði, höfðaði gegn honum. Hjúkrunarfræðingurinn var að aðstoða sjúkling úr rúmi í hjólastól, þegar sá fyrrnefndi féll við og fékk slink á bakið. Var örorka metin 12 prósent í kjölfarið. Niðurstaða dómsins var sú að hjúkrunarfræðingurinn hefði getað nálgast nauðsynleg hjálpartæki við að koma sjúkl- ingnum í hjólastólinn. Hafi hún sjálf kosið að haga verkum sínum með þeim hætti sem hún gerði og beri því fulla ábyrgð. - jss Skaðabótamál: Landspítalinn var sýknaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.