Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 12
 31. október 2008 FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Lestu fyrsta ka ann í nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar Við fjöllum um W, kvikmynd Oliver Stone um George W. Bush Umræða um dauða krúttsins heldur áfram Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is eða í síma 569 1100 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hjónin Elda og Methúsal- em reka minnsta kaffihús landsins, Café D‘Haiti, við Tryggvagötu. Þau segja Ís- lendinga kunna vel að meta sterkan og góðan kaffisopa. „Við erum nýbúin að stækka við okkur og finnst kaffihúsið bara frekar stórt núna,“ segir Elda Þór- isson Faurelien, sem ásamt eigin- manni sínum, Methúsalem Þóris- syni, rekur Café D‘Haiti á Tryggvagötu 16. Kaffihúsið tekur sex manns í sæti og telst því að öllum líkindum minnsta kaffihús á Íslandi og þó víðar væri leitað. Samt rúmar húsnæðið talsvert fleiri ef einhverjir sætta sig við að standa og sötra bragðgóðan kaffi- sopann í verstu vetrarhörkunum. Elda og Methúsalem kynntust í sveitinni Nippes á Makaya-svæð- inu á suðurhluta Haítí, þar sem Methúsalem starfaði á vegum Húmanistahreyfingarinnar. Eftir að hafa gift sig á Haítí fluttu þau til Íslands árið 2006 með soninn Þóri Guðmund sem nú er átta ára. Elda hóf fljótlega að reyna fyrir sér í kaffigerð og -sölu. „Ég er sveitakona, hef unnið mörg sveita- störf og meðal annars starfað við kaffiræktun. Ég er því vel kunnug öllu ferlinu, frá því að fræjunum er sáð og þar til kaffið er komið heitt ofan í bollann. Þetta er mín reynsla og mitt upplag,“ segir Elda. Hún hóf að búa til kaffi úr baunum sem hún fékk beint frá bændum á Haítí og seldi afurðirn- ar víða, meðal annars á föstudags- mörkuðum í Mjóddinni, í Mos- fellsbæ og fyrir jólin á Smáratorgi. „Við urðum vör við að fólki líkaði kaffið vel og upp úr því fórum við að framleiða í meira magni. Kaffi- húsið hóf svo göngu sína á Skóla- vörðustíg áður en það flutti á Tryggvagötuna í apríl síðastliðn- um,“ bætir Methúsalem við. Hjónin segja rekstur kaffihúss- ins hafa gengið vel, og að Íslend- ingar séu þakklátir fyrir gott kaffi. „Það er kannski orðum aukið að tala um aðdáendahóp, en marg- ir koma aftur og aftur til okkar,“ segir Methúsalem, en auk þess að bjóða upp á kaffi til að drekka á staðnum og taka með selja þau einnig kaffi í pokum og kruðerí víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Damaskus í Sýrlandi. „Flestar vörurnar okkar eru vott- aðar sem sanngjörn viðskipti (fair trade), og við borgum bændunum á Haítí meira en heimsmarkaðs- verð fyrir kaffið,“ segir Elba. Spurð um væntingar fyrir vet- urinn eru hjónin bjartsýn. „Við höldum að þetta verði allt í góðu lagi, en að efnahagsástandinu und- anskildu hefur veðrið líka áhrif á starfsemina hjá okkur. Færri koma og fá sér kaffi í miklum kulda, sem er í raun skrýtið því góður, heitur kaffibolli er það besta í heimi þegar kalt er í veðri,“ segir Methúsalem og hefst því næst handa við að undirbúa mál- verkasýningu sem haldin verður á Café D-Haiti um helgina, þar sem verk Þórs Magnúsar listamanns og annars listamanns frá Haítí verða hengd upp á háa veggi kaffi- hússins. kjartan@frettabladid.is Minnsta kaffihús Íslands MANNAMÓT Vel á þriðja hundrað karla í átta karlakórum munu sam- einast á Heklumóti 2008 í Íþrótta- höllinni á Húsavík á morgun, laug- ardaginn 1. nóvember. Það er Hekla, samband norðlenskra karlakóra, sem stendur fyrir mót- inu, en Heklumót eiga sér ríflega sjö áratuga sögu. Fullyrða aðstand- endur mótsins að um sé að ræða veislu fyrir áhugafólk um kór- söng, sem enginn unnandi megi láta fram hjá sér fara. Undirbúningsnefnd mótsins fékk Guðmund Óla Gunnarsson, tónlistarkennara og stjórnanda, til að semja nýtt lag sérstaklega fyrir mótið. Verkið ber heitið „Þú, sem eldinn átt í hjarta,“ og er samið við texta Davíðs Stefánssonar. Þarna verður því um frumflutning að ræða á nýju íslensku tónverki, sem samið er fyrir karlakóra. Kórarnir sem taka þátt í mótinu að þessu sinni eru Karlakór Akur- eyrar-Geysir, Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Drífandi á Fljótsdals- héraði, Karlakórinn Ernir á norð- anverðum Vestfjörðum, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakórinn Heimir í Skagafirði og sjálfir gestgjafarn- ir, Karlakórinn Hreimur á Húsa- vík. Fjörið hefst klukkan 14.00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. - kg Heklumót norðlenskra karlakóra verður haldið á Húsavík á morgun: Veisla fyrir kóraunnendur KÓRRÉTT Frá Heklumóti 2004. HÁTT TIL LOFTS OG ÞRÖNGT TIL VEGGJA Elbu og Methúsalem segja Café D´Haiti búa yfir nægu plássi, sérstaklega ef einhverjir láta sér nægja að standa meðan bragðmik- ill sopinn er sötraður. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Bjánagangur „Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur.“ DÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR, FAGSTJÓRI Í LHÍ, UM FÁNA SAMTAKANNA NÝRRA TÍMA, SEM HÚN TELUR MINNA Á MYNDMÁL FASISTA. Fréttablaðið, 30. október. Glimrandi gangur „Hins vegar er glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum.“ HANS ANDREASEN, VERT Á VEITINGA- OG SKEMMTISTAÐNUM GLITNI Í FÆREYJUM. Fréttablaðið, 30. október. ■ Mikil harðindi sem geisuðu á Íslandi á árunum 1881-1887 komu einna verst við bændur í Vestur-Skaftafellssýslu. Þetta kemur fram í samantekt Sigrúnar Lilju Einarsdóttur á heimasíðu Mýrdalshrepps, vik.is: ■ Kuldakast og með afbrigðum slæmt árferði árið 1881 átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þetta litla hérað. Grasbrestur var mikill, forðaheimtur brugðust þar eð engin spretta var á túnum sökum kulda, fjárfellir var mikill og klaki fór ekki úr jörðu. Hafísinn hjúfraði sig upp að landi, ísbirnir ráfuðu um bæi og gerðu mikinn usla og jökulfljótin börðust við að éta af ræktuðu landi austan Mýrdalssands.“ Þá kemur fram að í nágranna- löndunum hafi verið safnað gjafakorni fyrir sveltandi Íslendinga. HÖRMUNGAR GJAFAKORN HANDA SOLTNUM ÍSLENDINGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.