Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 31.10.2008, Qupperneq 16
16 31. október 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 45 639 -0,55% Velta: 58 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA 8,33% ÖSSUR 4,87% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 2,31% MESTA LÆKKUN ALFESKA 21,05% BAKKAVÖR 5,00% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,00 -21,05% ... Atorka 0,65 +8,33% ... Bakkavör 4,75 -5,00% ... Eimskipafélagið 1,33 +2,31% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,43 +0,37% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 71,00 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 90,50 +4,87% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 205,9 +0,93% „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir Ungverjum ekki fyrir verkum,“ segir Ferenc Gyurcsány, forsætis- ráðherra Ungverjalands. Á þriðjudag tilkynnti Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) um 12,5 milljarða evra lán til landsins. Gyurcsány segir sjóðinn hafa sett „tvö mjög skynsamleg skilyrði“. Annars vegar megi fjárlagahalli ekki fara fram úr 2,6 prósentum af landsframleiðslu og hins vegar að stjórnvöld skuldbindi sig til að lækka ekki skatta. Seðlabankastjóri Ungverjalands staðhæfir að í samkomulaginu séu engin skilyrði umfram þau markmið sem bankinn hefur þegar sett sér í peningamálum. Ungverskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafi farið fram á að ríkisútgjöld yrðu skorin niður um 1,2 milljarða evra, eða nærri 13 prósent. Niðurskurðinum verði náð með lækkun launa- og lífeyrisupp- bóta opinberra starfsmanna. Þá hefur Gyurcsány lýst því yfir að stjórnendur allra ríkisfyrirtækja muni missa launauppbætur í ár og á næsta ári. Árlega nema þær margra mánaða launum, en að auki verði laun þeirra lækkuð um 10 prósent. Áætlað er að æðstu stjórnendur ríkisfyrirtækja taki þannig á sig allt að 30 prósenta launalækk- un. Aðrar heimildir herma að stjórnvöld hyggist mæta skilyrðum IMF með því að skera niður í velferðarmálum, meðal annars verði húsnæðisbætur skertar. Forsætisráð- herra landsins hefur borið þær fréttir til baka. - msh Ungverjar skeri niður FERENC GYURCSANY „Uppgjörið er í takt við aðstæður,“ segir Ágúst Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar. Félagið tapaði 19,5 milljónum punda, jafnvirði tæpra 3,8 millj- arða króna, á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 11,3 milljóna punda hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er 273 prósenta samdráttur á milli ára. Þá dróst rekstrarhagn- aður saman um 26 prósent. Svip- uðu máli gegnir um aðrar afkomu- tölur að veltu undanskilinni. Félagið lokaði skiptasamningi upp á 10,9 prósenta hlut í írska samlokurisanum Greencore Group í mánuðinum og nam tapið af honum 10,7 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af 2,2 á þriðja ársfjóðungi. Í ofanálag tapaði félagið 700 milljónum króna vegna framvirks samnings á 6,1 prósents hlut í grænmetisfram- leiðandanum Camposol í Perú. Bakkavör keypti hlutinn áður en Camposol var skráð á markað á fyrri hluta árs. Bakkavör hefur flaggað kaup- um á hlut í nýju fyrirtæki svo til í hverju uppgjör síðustu misseri. Því er ekki að skipta nú. „Við horfum nú til hagræðing- ar,“ segir Ágúst og vísar til þess að fyrirtækið sé að loka verksmiðj- um í Bretlandi með tilheyrandi uppsögnum. - jab ÁGÚST GUÐMUNDSSON Forstjóri Bakka- varar segir fyrirtækið hagræða í rekstrin- um um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bakkavör skilar tapi LYKILTÖLUR BAKKAVARAR* Liður 2008 2007 Sala 402,8 375,7 Rekstrarhagnaður/-tap 18,2 30,1 Hagnaður/-tap -19,5 11,3 Eignir 1.716,7 1.482,8 Eigið fé 205,2 278,7 Skuldir 1.511,2 1.204,1 Handbært fé frá rekstri 44,3 81,3 Hagnaður/-tap -0,2 0,5** * Á þriðja ársfjórðungi. Allar upphæðir í milljónum punda. ** Leiðréttur hagnaður á hlut í pensum. Forstjórar tryggingafélag- anna þriggja segja mikil- vægt að upplýsa um stöðu bótasjóða félaganna. TM, VÍS og Sjóvá hyggjast öll á næstunni gera grein fyrir stöðu sinni. Fjármálaeftir- litið segir félögin nú grípa til fyrirbyggjandi ráð- stafana vegna erfiðleika á fjármagnsmarkaði. „Það kemur sterklega til greina að birta níu mánaða uppgjörið fljótlega. Við íhugum einnig að birta sérstaklega upplýsingar um eignir sem eru á bak við bótasjóð- inn. Það þarf að eyða allri óvissu,“ segir Sigurður Viðarsson, for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Fjármálaeftirlitið kannar nú stöðu bótasjóða tryggingafélag- anna, í ljósi hruns bankakerfsins og hefur kallað eftir upplýsingum frá VÍS TM og Sjóvá. Heimildir Morgunblaðsins herma að umtals- vert fé vanti í sjóðina, sem eigi að nema um 48 milljörðum króna. Fjármálaeftirlitið segir í yfir- lýsingu að það afli nú upplýsinga um fjárhagsstöðu tryggingafélag- anna. „Fjárhagsstaða félaganna er mismunandi, en að öllu óbreyttu er ekkert sem bendir til annars en að þau geti staðið við fjárskuld- bindingar sínar gagnvart vátrygg- ingatökum og vátryggðum. Vátryggingafélög, líkt og önnur fjármálaþjónustufyrirtæki, eru að grípa til fyrirbyggjandi ráð- stafana í tengslum við þá erfið- leika sem fyrir hendi eru á fjár- málamarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir undirliggjandi rekstur félagsins ekki hafa verið betri um árabil. „Auð- vitað verður félagið vart við það öldurót sem nú er á fjár- málamarkaði. Við teljum að félagið eigi ágætar eignir á móti tjónaskuld. Við munum kynna 9 mánaða uppgjörið okkar innan skamms þegar uppgjör Moderna liggur fyrir. Með ágætar eignir og traustan bakhjarl í sænska móðurfélaginu okkar, Moderna, þá teljum við stöðu félagsins vel ásættanlega,“ segir Þór. Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, segir að bótasjóðir félags- ins séu tryggðir með góðum eign- um. Hann tekur undir það að eyða þurfi óvissu. Hann geri ráð fyrir því að tölur um stöðu félagsins fyrstu tíu mánuði ársins liggi fyrir eftir helgina og verði birtar fljótlega. ingimar@markadurinn.is Birta stöðu bótasjóða GUÐMUNDUR ÖRN GUNNARSSON forstjóri VíS. ÞÓR SIGFÚSSON forstjóri Sjóvár. SIGURÐUR VIÐARSSON forstjóri TM. Icelandair tilkynnti á fimmtudag að félagið hygðist fækka fram- kvæmdastjórum úr sex í þrjá. Um leið voru kynntar skipulagsbreyt- ingar á félaginu, sem hafa að sögn Birkis Hólms Guðnasonar, for- stjóra Icelandair, að markmiði að auka „hraða ákvarðanatöku og færa stjórnendur nær daglegum rekstri.“ Í vor var kynnt um fækk- un millistjórnenda. Eftir breytingarnar verður Andri Áss Grétarsson fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs, sem sér um flugrekstur, Helgi Már Björgvinsson framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs og Hlynur Elísson verður fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Þeir munu, ásamt Birki, skipa fram- kvæmdastjórn félagsins. - msh Breytingar hjá Icelandair Skilanefndir Kaupþings, Lands- banka Íslands og Glitnis hafa nú allar auglýst eftir erlendum kröf- um í þrotabú bankanna. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte & Touche í Bretlandi hefur verið ráðið til að eiga sam- skipti við erlenda skuldunauta gömlu bankanna þriggja, og safna saman kröfum þeirra á þrotabúin. Þá mun Deloitte setja upp nefndir þessara erlendu kröfuhafa, sem munu semja við þrotabú bank- anna um ráðstöfun eigna og greiðslur upp í skuldir þegar þar að kemur. - msh Auglýst eftir kröfum Landsframleiðsla Bandaríkjanna dróst saman á þriðja ársfjórðungi um 0,3 prósent. Hagfræðingar höfðu spáð 0,5 prósenta sam- drætti. Samdrátturinn hefði verið meiri ef ekki hefði komið til stór- aukning í ríkisútgjöldum. Þessar tölur eru taldar auka líkur á að bandarísk stjórnvöld lýsi form- lega yfir að efnahagskreppa sé hafin. Þyngst vó samdráttur í einka- neyslu, sem dróst saman um 3,1 prósent. Einkaneysla hefur ekki dregist jafn mikið saman síðan 1980. Bloomberg fréttastofan bendir á að samdráttur útgjalda neytenda til fatnaðar og matvæla , 6,4 prósent, sé hinn mesti í meira en hálfa öld. Fara þyrfti allt aftur til 1950 til að finna sambærilegar tölur. Ein af ástæðum samdráttar í einkaneyslu er 8,7 prósenta sam- dráttur í ráðstöfunartekjum launafólks. Hagfræðingar sem Wall Street Journal ræddi við voru flestir þeirrar skoðunar að samdráttur- inn nú væri ávísun á hvað koma skyldi. Sérstaklega væri hrun einkaneyslu alvarlegt vandamál. - msh Samdráttur í Bandaríkj- unum er undir spám Samþykkt var í gær að taka Existu af markaði. Stjórn- arformaður félagsins segir mikla óvissu um framtíð Existu en mistök hafi verið að flytja ekki höfuðstöðvar Kaupþings úr landi í fyrra. „Ég vil ekki fegra myndina. Exista er í erfiðri stöðu og framtíðin óviss,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Félagið hélt sérstakan hluthafafund í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir fall bankanna. Á fundinum var samþykkt að taka félagið af markaði og veita stjórninni heimild til að sigla í gegnum ólgusjó á fjármálamörk- uðum, svo sem með ótakmarkaðri sölu eigna. Leitað verður eftir því að skrá félagið aftur á markað þegar íslenskur hlutabréfamark- aður jafnar sig. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings með 24,7 prósenta hlut. Við fall bankans fyrir um þremur vikum varð eignin að engu og hurfu á annað hundrað milljarða króna úr bókum félagsins. Þá átti Exista hundruð milljarða króna inni í bönkunum þremur, þegar þeir féllu, í formi inneigna og óuppgerðra samninga auk þess sem bankarnir áttu kröfur á hend- ur Existu. Óljóst er um lyktir málsins og skýrir það að miklu leyti óvissuna um framtíð Existu. Stjórnendur félagsins eru nú að skoða möguleikann á lögsókn gegn breskum yfirvöldum, sem réðust til inngöngu í dótturfélag Kaup- þings í Bretlandi með þeim afleið- ingum að bankinn fór á hliðina. Megi reikna með niðurstöðu af forkönnun á því máli innan skamms. Bauð Lýður smærri hlut- höfum að fylgja með í þeim mála- rekstri. Lýður sagði Existu þrátt fyrir allt hafa gert nokkur mistök upp á síðkastið. Muni mest um að hafa ekki flutt höfuðstöðvar Kaupþings úr landi þegar lá fyrir að bankinn fengi ekki að gera upp í annarri mynt en krónu í fyrra. Þá falli stuðningur við hlutafjáraukningu norska fjármálafyrirtækisins Storebrand í tengslum við kaup á sænska líftryggingafélaginu SPP síðastliðið haust og kaup á 14 pró- senta hlut í bresku íþróttavöru- versluninni JJB Sports upp á tólf milljarða króna fyrir rúmu ári í sama flokk. Eignarhluturinn er nú næstum að engu orðinn. „Við vorum með áætlun um breytingu á félaginu en náðum því ekki áður en fjármálakreppan reið yfir,“ segir Lýður. jonab@markadurinn.is LÝÐUR GUÐMUNDSSON Stjórnarformaður Existu sér eftir því að hafa ekki beitt sér fyrir því að flytja höfuðstöðvar Kaupþings úr landi á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Exista tekið af markaði Fjallað er ítarlega um viðræður íslenskra stjórnvalda og breskra um Icesave reikninga Landsbank- ans í viðskiptablaðinu Het Financi- ele Dagblad síðasta þriðjudag. Rætt er við bæði forsætis- og utanríkisráðherra, sem lýsa stöðu landsins sem smáþjóðar sem reiði sig á alþjóðalög í deilunni. Daginn áður fjallaði blaðið í stórri grein um hvernig mótlæti síðustu daga „efldi fyrirtæki hér til dáða“. Var þar rætt við Hörð Arnarsson fostjóra Marel Food Systems, Jón Sigurðsson forstjóra Össurar, Gylfa Arnbjörnsson hjá Alþýðsambandinu og Vilhjálm Egilsson hjá Samtökum atvinnu- lífsins. - óká Fylgjast grannt með þróun mála

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.