Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 24
2 föstudagur 31. október núna ✽ innrás í stað útrásar … þetta HELST Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabla- did.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsing- ar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstu- dagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ekki nefbrotinn Síðan bankahrunið átti sér staða hefur bærinn logað í sögum um bankastjórana fyrrverandi. Ein líf- seigasta sagan er sú að Lárus Welding, fyrr- verandi for- stjóri Glitnis, hafi verið nef- brotinn af reið- um viðskipta- vini bankans fyrir utan World Class. Föstu- dagur hafði samband við Ágústu Margréti Ól- afsdóttur, eiginkonu Lárusar. Hún sagðist ekki kannast við þetta og sagði að Lárus væri við góða heilsu. Fyrir tveimur árum keyptu Lárus og Ágústa húsið Árskóga af Írisi Björk Tönyu Jónsdóttur á 130 milljónir. Húsið er falt fyrir 100 millur Meira af Írisi því í viðtali við Föstu- dag fyrir tveimur vikum sagði hún frá húsabraski sínu og játaði að hafa tapað töluverðum peningum. Hún sagðist samt ætla að búa áfram í húsinu sínu að Tjarnarflöt 10 sem hún er búin að taka allt í gegn. Nú er húsið hins vegar komið á sölu og er falt fyrir rúmar hundrað milljón- ir. Þegar Föstudagur hafði samband við Írisi sagðist hún hafa augastað á öðru húsi. Hún viðurkenndi að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Þegar hún hafi sýnt húsið Árskóga í Veggfóðri hafi hún verið búin að selja það nánast áður en blaðið kom úr prentun. MARÍA MAGNÚSDÓTTIR SÖNGKONA Helgin mín verður bara skemmtileg og kósí. Ég verð með skrautlegt dívupartí heima á föstudagskvöldið þar sem verður örugglega mikið sungið. Laugardaginn ætlaði ég síðan að nota í afslöppun og vinnu. Á sunnudaginn ætlaði ég að hafa kaffiboð, en dagur- inn endar vonandi á því að mér verði boðið í mat til mömmu. Er það ekki, mamma? helgin MÍN Þ rátt fyrir allt flakkið og rótið er þetta rosalega gefandi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem fer með hlut- verk kvennabósans Don Juan í sýning- unni Don John. Leiksýningin verður sett upp í Royal Shakespeare Company í desember og er byggð á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, fer einn- ig með hlutverk í sýningunni og því munu þau leigja út íbúð sína fullbúna í Bergstaða- strætinu meðan á dvöl þeirra í Englandi stendur. Gísli Örn situr ekki auðum hönd- um þessa dagana því hann fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia: The sands of time, og hefur verið við tökur í Marokkó og London síðastliðið hálft ár. „Við Nína verðum úti í nokkra mán- uði og höfum ekki endanlega ákveð- ið hvenær við komum heim. Við byrjum að æfa Don John í næstu viku, frumsýnum um miðjan desember og svo verður leikið á hverju kvöldi. Ég verð því eins og jójó á milli æfinga í leik- húsinu og við tökur á bíómyndinni,“ út- skýrir Gísli og brosir. Aðspurður segist hann vera með mörg járn í eldinum og eftir að sýningum lýkur í Royal Shake- speare Company er stefnan tekin heim. „Ég er að vinna að leikgerð á leikritinu Faust ásamt bresk- um leikara og rithöfundi sem leikur með mér í Don John. Ég ætla sjálfur að leikstýra, en Nick Cave mun semja tónlistina við verkið, sem verður sett upp á Íslandi, Þýskalandi og London. Það er búið að bjóða okkur að set ja verkið upp í Berlín í ágúst á næsta ári, svo við stefnum á að frumsýna það næsta haust,“ segir Gísli að lokum. alma@frettabladid.is Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir: ÍSLENSKIR LEIKARAR VINSÆLIR Í BRETLANDI „Við erum að vinna í þessu á fullu og opnum von bráðar,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir sem á og rak hárgreiðslustofuna Gel í sjö ár þangað til stofan lokaði í byrj- un hausts. Anna og Aron Berg- mann Magnússon, meðeigandi hennar, hafa nú ákveðið að opna bíósal og leikhús þar sem stofan var áður til húsa, á Hverfisgötu 37, undir heitinu Barber theatre. „Við erum búin að vera með galleríið í fjögur ár og langaði að breyta til. Hugmyndin kviknaði í haust þegar við fórum að ræða hvernig við gætum nýtt rýmið og ákváðum að nota helming- inn undir leikhús og bíósal. Aron verður skipaður leikhússtjóri, en ég verð áfram með aðstöðu til að klippa. Fólk getur svo leigt rýmið sem fundaraðstöðu eða fyrir einkasamkomur og nokkr- ir leikarar hafa nú þegar sýnt því áhuga að setja upp sýningar,“ út- skýrir Anna og segir fyrstu sýn- inguna þegar vera tilbúna. „Lilja Nótt Þórarinsdóttir er búin að semja einleik, sérstaklega með þetta rými í huga, en við verð- um með svolítið öðruvísi sýn- ingar þar sem áhorfendur munu taka mikinn þátt. Þetta verður án efa minnsta leikhús og bíósalur í Reykjavík,“ segir Anna og brosir. -ag Barber theatre verður opnuð í lok nóvember og verður minnsta leik- hús og bíósalur í Reykjavík. Anna Sigríður Pálsdóttir og Aron Bergmann Magnússon: Opna leikhús og bíósal - Léttir á verkjum og bætir líðan. - Dregur út vöðvaspennu. - Flýtir fyrir bata. — leiðin að betri líðan Back on Track vörunar byggja á fornri kínverskri þekkingu og reynslu. Niðurstaðan er einstök vefnaðarvara með innbrenndu keramik sem endurvarpar líkamshita í formi hitageislunar og eykur svæðisbundið blóðflæði sem hefur góð verkjastillandi áhrif. Hálskragi Í Back on Track vörulínunni er að finna vörur fyrir hesta, hunda og manneskjur. Pantanir i síma 694 - 2333 / 691 - 5005, á http://www.natturaogheilsa.com Síðastlið- ið hálft ár hefur Gísli Örn Garð- arson verið við tökur á kvikmynd- inni Prince of Persia: The sands of time, í Mar- okkó og London. Nína Dögg Fil- ippusdóttir fer með hlutverk í sýningunni Don John, þar sem Gísli Örn, eigin- maður hennar, leikur kvenna- bósann Don Juan.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.