Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 30
8 föstudagur 31. október ✽ er hið nýja heimili svona? BLEIKT GÓLFTEPPI Þegar landið hristist til skiptir ógur- legu máli að hafa svolítið hlýlegt og notalegt í kringum sig. Gólfteppi er það sem koma skal og ekki er verra ef teppin eru í einhverjum litum. Þetta bleika teppi getur dimmu í dagsljós breytt … heima MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is ER ÞETTA NÝJA ÍSLAND? Yfirleitt hefur hið nýja þótt betri kostur en hið gamla en þegar hið Nýja Ísland er annars vegar sýnist mér dæmið snúast við. Í fyrstu hugsaði ég þetta sem spennandi verkefni. Að spara í alvörunni með því að kaupa engan óþarfa og hugsa mig alltaf tvisvar um áður en ég renndi kortinu í gegn í stað þess að hugsa bara um það meðan ég gæddi mér á parmesanosti og klettasalati. Síðan ég fór að temja mér þennan hugsunarhátt hefur hvert áfallaði eftir annað dunið yfir og þótt kona reyni að spyrna við fótum dugir það ekki til. Ómyndar- legustu húsmæður eru farnar að ræða það af alvöru að taka slátur á laugardagskvöldi í stað þess að hittast yfir vínglasi á smartheitabar. Þá finnst mér vera fokið í flest skjól þótt slátur sé herramannsmatur. EKKERT MYSUPRÓTEIN Síðan ég stofnaði heimili hef ég vanið mig á að kaupa ákveðna hluti. Ég á til dæmis alltaf mysupróteinduft inni í skáp sem ég þeyti í blandaranum út í sojamjólk og frosin ber. Þetta er ljómandi fínn morgunmatur og bragðast eins og rjómaís. Það fór um mig hrollur þegar ég fór í heilsuverslun í vikunni og ætlaði að kaupa próteinið. Dunkurinn hafði hækkað um 1.500 krónur, úr þrjú þúsund í fjögur og fimm. Þetta fannst mér algert glapræði og hugsaði með mér að þessu myndi ég sleppa í kreppunni. Samt gat ég ekki annað en brosað út í annað því ég hafði aldrei flokkað undraduftið sem lúxus, heldur bara hluta af því að vera til. 500 KRÓNA POKI Næsta dag var því bara sojamjólk, ber og banani í drykknum enda var ég að borða góðærisleifarnar úr frystinum. Mér brá því töluvert þegar ég fór í mína vikulegu Bónusferð og tók eftir því að berin sem ég hef verið að kaupa kosta núna rúmlega fimm hundruð krónur pokinn. Ég kunni nú ekki við að skila pokanum fyrst stúlkan á kassanum var búin að stimpla hann inn en ákvað að þessi ber yrðu ekki keypt aftur fyrr en kreppunni lyki. ÓGEÐSDRYKKUR Nú er það bara gamli góði hafragrauturinn á morgn- ana eða „ógeðsdrykkur“ þar sem afgöngum af káli og ávöxtum er skellt í blandarann með vatni og þeytt í öreindir. Nú er enginn tími til að spá í hveiti-, ger- eða sykurlausa tilveru. Maður fer að verða þakklátur að fá bara eitthvað í bumbuna ... Kannski verður kreppan til þess að ummál landans minnki og þegar öllu er á botninn hvolft komumst við kannski niður fyrir offitumörk. Er það ekki bara málið? W New York Downtown heitir splunkunýtt lúxusíbúðahótel sem er á 123 Washingston Street. Það er hannað af bandarísku arkí- tektastofunni Gwenthney Siegel. Sú stofa hefur verið starfrækt frá árinu 1968 og hlotið fleiri en 100 hönnunarverðlaun. Þótt bygging- in sé falleg þá er það innanstokks- hönnunin sem vekur hvað mesta athygli. Það er þýska arkitektastof- an Graft sem sá um innréttingarn- ar en sú stofa hannaði meðal ann- ars sumarhús og vinnustofu Brads Pitt ásamt fjölda hótela, veitinga- staða og heimila víða um heim. W lúxushótelið er einfalt en um leið ákaflega fallegt, stílhreint og hlý- legt. Innanhússarkitektarnir nota skálínulögun til að tengja saman eins og sést á eldhúsinnrétting- unni og speglinum á baðinu. Þeir leggja mikla áherslu á falda lýs- ingu og einföld smáatriði setja svip sinn á hönnunina. Á baðher- bergjunum er til dæmis ekki verið að flísaleggja í hólf og gólf heldur eru flísar aðeins notaðar á þeim svæðum sem mest mæðir á. Þeir sem vilja upplifa ævintýri í New York geta pantað sér gistingu á / www.123washingtonstreet.com. martamaria@365.is W íbúðahótel í New York slær í gegn FRAMÚRSKARANDI Ekkert flísafyllirí. Skálínurnar fá að njóta sín í speglinum og baðherbergið er alls ekki flísalagt í hólf og gólf heldur bara að hluta. Hið nýja Ísland kallar á nýjar áherslur inn á heimilin. Svart/hvít- ir smartheitakassar víkja fyrir veggfóðruðum veggjum og gamaldags gluggatjöldum. Það er þó ekki þar með sagt að smartheitin séu eitt- hvað minni, þau eru bara öðruvísi. Það þarf ekki nema eina spegla- kommóðu til að gera heimilið svolítið glamúrlegt. Það er líka auð- velt að breyta svart/hvíta smartheitakassanum í hlýlegt glamúrheim- ili með réttum fylgihlutum. Loðnar mottur eru fallegar á gólfin, ásamt púðum, teppum og stórum vösum. Þegar farið er út í að gera smart- heitakassann hlýlegri er mikilvægt að velja sér þrjá liti sem passa vel saman. Fjólublár, bleikur og drapp eru til dæmis mikið móðins núna og því auðvelt að finna eitthvað í þeim litum. - mmj Hlýlegur smartheitakassi Leikur með rými. Hér eru skápar notaðir til að skilja herbergi að og beinar línar fá að njóta sín. Óhefðbundin Eldhúsinnréttingin virkar vel og til að gera hana enn þá flottari nota þeir falda lýsingu. Notalegt svefnherbergi. Falda lýsingin gerir herberg- ið dásamlega fallegt. Ármúla 36 – s. 588 1560 Fótboltaskór á góðu verði. EKKI LÁTA ÞETTA FRAMHJÁ ÞÉR FARA! 31. október – 7. nóvember Opið til kl. 16:00 laugardaginn 1. nóvember. MORGUNMATURINN: Á Delí á 44. stræti eða 45. stræti. SKYNDIBITINN: Starbucks. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Spicemarket eða Budda kahn!!! LÍKAMSRÆKTIN: Fer ekki í líkamsrækt þar í borg. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Píanóbarinn Don´t tell mama. BEST VIÐ BORGINA: Fólksfjöldinn, maturinn, verslan- irnar og leikhúsin. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Barns and Nobels-bókabúðirnar. AFÞREYINGIN: Leikhús og matur, matur, matur ! NEW YORK Þrúður Vilhjálmsdóttir BORGIN mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.