Fréttablaðið - 11.11.2008, Side 6

Fréttablaðið - 11.11.2008, Side 6
6 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður fjölmiðlafyrir- tækisins 365, segir að hann hlíti lögum um að hætta setu í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Hann hafi þegar sagt sig úr stjórnum sautján fyrirtækja. Páll Ásgrímsson lögmaður benti á í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær að Jón Ásgeir sæti enn í stjórnum þrettán fyrirtækja, þrátt fyrir ákvæði um hæfi stjórnar- manna í hlutafélagalögum. Þar segir að menn megi ekki sitja í stjórnum fyrirtækja í þrjú ár eftir að þeir hafa hlotið dóm fyrir refsi- verðan verknað í rekstri fyrirtæk- is. Jón Ásgeir hlaut þriggja mán- aða skilorðsbundinn dóm í hinu svokallaða Baugsmáli 5. júní síð- astliðinn. Jón Ásgeir segist ósáttur við þetta ákvæði laganna en hann muni hlíta því. Hann segist fylgja leið- beiningum Hlutafélagaskrár um hvernig standa skuli að því að hætta í stjórn í kjölfar dóms. Þar komi fram að krefjist aðrir stjórn- armenn ekki afsagnar skuli stjórn- armaðurinn víkja á næsta aðal- fundi. „Þetta er ótrúlega ósmekklega sett fram [hjá Páli], það er gefið í skyn að ég sé lögbrjótur á forsíðu Morgunblaðsins,“ segir Jón Ásgeir. „Ég hef sagt mig úr 17 stjórnum frá því að dómurinn féll, af hverju minnist hann ekki á það,“ spyr Jón Ásgeir. Hann segir grein Páls hluta af smjörklípuaðferð manna í rógs- herferð gegn 365. Páll skoraði á forstöðumann Hlutafélagaskrár að bregðast við, og á viðskiptaráðherra, bregðist Hlutafélagaskrá skyldum sínum. Svala Hilmarsdóttir, deildarlög- fræðingur og staðgengill forstöðu- manns Hlutafélagaskrár, segir að stjórnarseta Jóns Ásgeirs sé til skoðunar hjá Hlutafélagaskrá. Hún vildi ekki upplýsa hvenær reikna mætti með niðurstöðu úr þeirri skoðun. Páll sagði einnig í grein sinni að vanræksla Jóns Ásgeirs á því að segja sig úr stjórnum gæti varðað við grein hlutafélagalaga sem fjall- ar um tilkynningar til Hlutafélaga- skrár. Brot á þeirri lagagrein geti varðað sektum eða allt að eins árs fangelsisvist. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá Ríkislög- reglustjóra, segir að það sem fram kom í grein Páls verði rætt innan stofnunarinnar. Hann segist hafa talið að eðlilegur framgangsmáti slíkra mála væri sá að Hlutafélaga- skrá kærði meint brot á þessum reglum, en útilokaði ekki að málið yrði kannað nánar hjá Ríkislög- reglustjóra. brjann@frettabladid.is Hver króna er dýrmæt fyrir venjulegt fólk. Hægt er að spara með því að bera saman verð á útsölustöðum í stað þess að rétta hugsunarlaust fram kortið. Hannes þurfti að gera stórinnkaup í apóteki og bar saman tvö apótek á sama svæði. „Mig vantaði hitt og þetta,“ skrifar Hannes. „Læknirinn hafði skrifað upp á tvö krem fyrir mig vegna sveppasýkingar. Svo var kominn tími á nýjar birgðir af blóðþrýst- ingstöflunum. Einnig er ég að myndast við að hætta að reykja og vantaði nikótín- tyggjó. Það hefur að vísu hækkað svo svakalega að undanförnu að maður er bara að spá í að hætta á tyggjóinu og taka út sitt „cold turkey“. Þá vantaði mig Carbamid- krem fyrir þurra húð og varasalva á þurrar varir. Ég hafði heyrt að Lyfjaver væri ódýrt apótek og að Lyfja dýrt. Ég ákvað því að athuga verðið hjá þessum tveimur stöðum, Lyfjaveri á Suðurlandsbraut og Lyfju í Lágmúla. Lyfjaver var ódýrara í öllum tilfellum og ég sparaði mér næstum því þrjú þúsund krónur með því að velja rétt apótek. Niðurstöður mínar koma hér.“ Neytendur: Það borgar sig alltaf að bera saman verð Valdi rétt apótek og sparaði ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is VERÐMUNUR Í APÓTEKUM: Vörutegund Lyfjaver Lyfja Pevisone-krem 30g 2.434 kr. 2.693 kr. Lamisil-krem 10 mg/g, 30 g 3.281 kr. 3.582 kr. Atacand 8 mg, 98 töflur 2.186 kr. 3.350 kr. Nicotinell Mint/4 mg/204 stk. 7.530 kr. 8.243 kr. Labello classic varasalvi 207 kr. 247 kr. Carbamid-krem 10% 538 kr. 791 kr. Samtals 16.176 kr. 18.906 kr. Mismunur: 2.730 kr. STJÓRNMÁL EES-samningurinn er rétti farvegurinn fyrir lausn á deilum Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þetta er mat Katrínar Júlíus- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar og formanns Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA. „Það hefði verið eðlilegra að málin hefðu farið í einhvern far- veg innan EES í stað þess að ræða þau tvíhliða,“ segir Katrín. Deilan snýst um innstæður í úti- búum íslensku bankanna í Bret- landi og Hollandi, og eftir atvikum í öðrum Evrópuríkjum. Greinir þjóðirnar á um hvernig trygging- um vegna innstæðnanna skuli hagað eftir hrun bankanna. Hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra sagt að finnist ekki lausn með viðræðum sé ekki óeðlilegt að dóm- stólar skeri úr um enda grund- vallast málið á ólíkum skilningi alþjóðalaga. Katrín bendir á að íslensku bankarnir hafi starf- að í öðrum ríkjum Evrópu í krafti EES-samningsins. Samningurinn hafi í raun afmáð landamæri milli ríkjanna en nú, þegar deilur ríkja, séu þau sömu landamæri orðin til á ný. Hún tekur fram að hún viti ekki fyrir víst hvort gerlegt hefði verið að leysa deiluna á vettvangi EES en það hefði í það minnsta verið réttur farvegur sáttatilrauna. Málið hefur vakið Katrínu til umhugsunar um áhrif fjármála- kreppunnar á EES-samninginn og lagði hún til á fundum þingmanna- nefnda EFTA og EES í Brussel í vikunni að slík áhrif yrðu skoðuð. Var henni í framhaldinu falið að skoða það á næstu mánuðum ásamt þýskum þingmanni á Evr- ópuþinginu. - bþs Telur EES rétta farveginn fyrir lausn á deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga: Undrast tvíhliða viðræður KATRÍN JÚLÍUS- DÓTTIR Hefði átt að gera íslensku bönkunum kleift að gera upp í evrum? Já 84% Nei 16% Finnst þér stjórnvöld á Norður- löndum hafa reynst okkur vel í efnahagsvandanum? Segðu skoðun þína á vísir.is SITUR ENN Jón Ásgeir Jóhannesson situr enn sem stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækisins 365, þrátt fyrir að hafa hlotið dóm sem lögum samkvæmt útilokar hann frá stjórnarsetu í þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hættur stjórnarsetu í sautján fyrirtækjum Jón Ásgeir Jóhannesson segir ásakanir um að hann brjóti lög með setu í stjórn- um íslenskra fyrirtækja í kjölfar dóms í Baugsmálinu hluta af rógsherferð. Lög- maður hvetur Hlutafélagaskrá til að bregðast við. Þar er málið sagt í skoðun. LÖGREGLUMÁL Lögregla á Selfossi rannsakar nú tvö alvarleg líkamsárásarmál sem upp komu aðfaranótt sunnudags. Í öðru tilvikinu sló maður annan í höfuðið með flösku fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi. Hann lét ekki þar við sitja og sló annan mann nokkur hnefahögg í andlitið. Árásarmað- urinn var handtekinn og yfir- heyrður á lögreglustöð. Þá réðst unglingur á mann á sextugsaldri á Stokkseyri og skallaði í höfuðið með þeim afleiðingum að maðurinn missti meðvitund. Unglingurinn var handtekinn og yfirheyrður. - jss Stórfelldar líkamsárásir: Missti meðvit- und eftir árás KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.