Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 28
2 föstudagur 14. nóvember
núna
✽ settu disk í spilarann
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is
Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Anton Brink
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
augnablikið
M argir spurðu mig af hverju ég söng ekki á tónleikun-
um í Laugardalshöllinni því ég
hef sungið lög Vilhjálms í nokkur
ár,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifs-
son söngvari sem gefur út plötu
með upptöku af minningartón-
leikum Vilhjálms Vilhjálmsson-
ar í næstu viku. Tónleikana hélt
hann í Salnum á dánardegi Vil-
hjálms, 28. mars, en uppruna-
lega ætlaði hann að halda minn-
ingartónleikana í Laugardalshöll-
inni. „Ég fékk þessa hugmynd og
bókaði höllina haustið 2007. Ég
var búinn að borga staðfest-
ingargjald og hafði kynnt
hugmyndina fyrir aðstand-
endum Vilhjálms þegar haft
var samband frá Bravo, sem
vildi koma að tónleikunum með
mér. Við töluðum svo við Magn-
ús Kjartansson um að koma fram
sem fyrrum samstarfsmaður Vil-
hjálms, en hann tjáði okkur að
hann ætlaði frekar á móti okkur
með aðra tónleika á sama degi,“
útskýrir Friðrik.
„Rétt eftir áramótin fékk ég
svo símtal frá Bravo og mér til-
kynnt að búið væri að ganga
frá samkomulagi við Jón Ól-
afsson og Magnús Kjart-
ansson um að halda tón-
leikana, en þá var ég
staddur í fríi á Taí-
landi. Þeir sögðust
samt vilja hafa mig
með og endurgreiða
mér staðfestingar-
gjaldið á höllinni svo
ég gaf þeim húsnæðið
eftir, en þá hættu þeir við tónleik-
ana á fyrirhuguðum tíma því þeir
voru á byrjunarreit hvað varðar
skipulagningu,“ segir Friðrik. „Ég
vildi ekki standa í neinu veseni.
Ætlaði bara að halda flotta tón-
leika og var meðal annars búinn
að sýna Magnúsi og aðstandend-
um Vilhjálms hugmynd um að
stofa minningarsjóð í nafni hans
í tengslum við tónleikana,“ bætir
hann við. „Tónleikarnir var eitt-
hvað sem mig hafði lengi langað
til að gera svo ég ákvað að slá til,
pantaði Salinn í Kópavogi og fékk
Guðrúnu Gunnarsdóttur, Stefán
Hilmarsson og Pálma Gunnarsson
til að syngja með mér. Sú ákvörð-
un varð til þess að minnar nær-
veru var ekki óskað á tónleikun-
um í höllinni,“ útskýrir Friðrik.
„Lögin hans Vilhjálms verða
aldrei of oft sungin svo við ættum
að gleðjast yfir hversu margir fóru
á tónleika í ár til að hlýða á þau,
hvort sem það var í Salnum eða
annars staðar,“ segir Friðrik. - ag
Friðrik Ómar gefur út plötu með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar:
LÖG VILLA VILL
ALDREI OF OFT SUNGIN
„Ég er búin að bíða eftir svona bók
á íslensku heillengi og finnst hálf
skrítið að það var ég sem var fyrst
til að gera hana,“ segir Þuríður
Stefánsdóttir, höfundar bók-
arinnar Förðun, þín stund.
Í bókinni kennir hún alla
helstu grunntækni í förð-
un fyrir konur á öllum
aldri, en Þuríður hefur
starfað sem snyrti- og
förðunarfræðingur
um árabil, hann-
að eigin förðun-
arlínu og hald-
ið námskeið.
„Þessi
bók er í s -
lensk fram-
leiðsla frá a
til ö. Yngsta
m ó d e l i ð e r
þrettán ára og það elsta er 83 ára,
svo hún er fyrir konur á öllum
aldri þó svo að hún líti út fyrir að
vera svona ungpíubók,“ bætir
hún við og segist sannfærð
um að bækur verði vinsæl-
asta jólagjöfin í ár. „Fólk
er kannski ekki að gefa
demanta og flatskjái
þessi jól. Það er til mikið
af sjálfshjálparbókum
um andlega líðan, en
ég lít á þessa bók sem
svona sjálfshjálpar-
útlitsbók, því þegar
maður lítur vel út
líður manni betur,“
segir Þuríður. - ag
Þuríður Stefánsdóttir gefur út bók:
Kennir konum
réttu handtökin
Förðun Í nýrri bók
Þuríðar kennir hún
konum grunntækni í
förðun.
Þjóðareign „Vilhjálm-
ur er þjóðareign og
mér þykir afar vænt um
lögin hans,“ segir Friðrik
Ómar.
LITRÍK Katy Perry hefur víða vakið
athygli fyrir klæðaburð sinn og mætti
í þessum bláa kjól og gulum skóm á
MTV-verðlaunahátíðina í Liverpool á
dögunum. Takið líka eftir litla veskinu.
Spila Stolt siglir fleyið mitt
Það eru fleiri að gera það gott úti
á landi því hjónin svavar pétur ey-
steinsson og Berglind Häsler, sem
búa á seyðisfirði, hafa gert nýja út-
gáfu af hinu sígilda lagi Gylfa Ægis-
sonar, Stolt siglir fleyið mitt. Lagið
er nú fáanlegt ókeypis á síðunni
skakkappopp.is og er dúett þeirra,
Létt á bárunni, skráður fyrir gjörn-
ingnum. Svavar og Berglind eru
einnig forsprakkar hljómsveitarinn-
ar Skakkamanage sem gefur út
sína aðra plötu, All over the Face,
á næstunni.
Í magadansi á Akureyri
Útvarpskonan Margrét Erla Maack
er ekki aðeins að gera það gott
í Popplandinu á Rás 2, því hún
starfar einnig sem plötusnúður
á Thorvaldsen og kennir maga-
dans í Kramhúsinu. Margrét Erla
hefur nú verið fengin til Akureyrar
til að kenna maga- og Bollywood-
dansa í líkamsræktarstöðinni Átak
um helgina og þrátt fyrir fimm tíma
kennslu báða dagana ætlar hún
ekki að láta sig vanta á tónleika
með 200.000 naglbítum og Lúðra-
sveit verkalýðsins í íþróttahöll-
inni.
ÁRNI RÚNAR HLÖÐVERSSON TÓNLISTARMAÐUR
„Það verður hljómsveitaræfing í dag en eftir mótmælin á morgun klukkan fjögur verð-
um við í FM Belfast með tónleika á Smiðjustíg. Seinna um kvöldið ætlum við að
spila í Laugardalshöllinni á tónleikum sem kallast áfram með lífið. Mér dettur
ekkert í hug hvað ég ætla að gera á sunnudaginn. Ég hugsa ekki svo langt.“
þetta
HELST
helgin
MÍN
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Gott fyrir ræktina og mikið álag.
Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu
og glyccogen, því meira glycogen sem er til
staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur.
Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef
Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar
eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald
og einbeitingu.
Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar
ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401.
29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni.
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
V
o
ttað
100% lífræ
nt
www.celsus.is