Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 50
30 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 16/11, örfá sæti laus Sýningum að ljúka Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik sun. 16/11 örfá sæti laus Síðasta sýningarhelgi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 14/11 uppselt, lau 15/11 uppselt Aukasýningar komnar í sölu Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL fös. 14/11, örfá sæti laus, lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í nóvember Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 14/11 uppselt, lau. 15/11 uppselt Örfá sæti laus í nóvember Kardemommubærinn Leitin að jólunum Sýningar komnar í sölu. Tryggðu þér sæti á frábærar fjölskyldusýningar! Tónskáldið Atli Heimir Sveins- son varð sjötugur nú í haust og hafa íslenskir tónlistarmenn keppst við að heiðra hann á þeim tímamótum. Nú um helg- ina mun Fífilbrekkuhópurinn, ásamt Skólakór Varmárskóla og Gradualekór Langholtskirkju, flytja vinsæl lög Atla, en tónleik- arnir eru hluti af tónlistarhátíð sem haldin er í vetur í tilefni af afmæli hans. Fífilbrekkuhópinn skipa söngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór, ásamt þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, Hávarði Tryggva- syni kontrabassaleikara og Sigurði Ingva Snorra- syni klarínettuleikara. Tónleikar Fífilbrekkuhópsins um helgina verða tveir, þeir fyrri fara fram á morgun kl. 16 í Hátíðarsal Varmárskóla í Mosfellsbæ. Þar kemur fram með hópnum Skólakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Miðaverð er 1.000 kr. og fer miðasala fram við innganginn. Seinni tónleikarnir fara fram á sunnudag kl. 13 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar kemur fram með hópnum Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn. Með tónleikunum heiðrar Fífilbrekkuhópurinn þó ekki aðeins Atla Heimi sjötugan, heldur minnist einnig afmælis Jónasar Hallgrímssonar hinn 16. nóvember. Á efnisskrá tónleikanna verða þannig meðal annars nokkur Jónasarlög Atla Heimis. - vþ Atli Heimir og Jónas heiðraðir ATLI HEIMIR SVEINSSON TÓNSKÁLD Verður heiðraður á tvennum tónleik- um Fífilbrekkuhópsins og barnakóra nú um helgina. Kl. 16 Sýningin Minningar verður opnuð í menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 16 í dag, en á henni má sjá olíumál- verk Halldórs Viðars Garðarssonar af landslagi, uppstillingum og minningum sínum. Á opnuninni koma fram Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar og Tákn- málskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sýningin stendur til 11. janúar næstkomandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 14. nóvember ➜ Tónleikar 20.00 Sprengju- höllin og Hjaltalín verða með tón- leika í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði. 22.00 Þjóðlaga- pönkhljómsveitin Croisztans verður með tónleika ásamt Dýrðinni á Grand Rokk, Smiðju- stíg 6. Aðgangur ókeypis. 22.00 Þórir Baldursson, Jón Páll Bjarnason, Ingvi Rafn Ingvason og Geir Ólafsson, spila djass og swingtón- list á Græna hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. ➜ Síðustu forvöð Kyrrð í kreppunni Sýningu Didda í Hinu húsinu lýkur á laugardaginn. Opið föst. kl. 9-17 og lau. 14-18. Vera Sörensen og Árni Björnsson sýna verk á Tangarhöfða 6, II hæð. Sýningu lýkur á sunnudaginn. Opið kl. 12-20. Sýningu á verkum Tamy Ben-Tor í 101 Gallery lýkur á sunnudaginn. Opið fös.- sun. kl. 14-17, 101 Gallery, Hverfisgötu 18a. New Beginning Rannveig Helgadóttir sýnir verk í Jónas Viðar Gallery í Lista- gilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 12. Opið fös.-sun. kl. 13-18. Sýningu lýkur á sunnudaginn. ➜ Listahátíð Unglist – Listahátíð ungs fólks stend- ur yfir 7.-15. nóv. Ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á www. unglist.is. 20.00 Bít og blástur. Tónleikar tileink- aðir djass og spunatónlist í Norræna Húsinu, Sturlugötu 5. 20.00 Framhaldshópur Lindyravers æfir swing-rútínu fyrir opnum tjöldum í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. ➜ Sýningar Náttúra – manngert umhverfi Í Te og kaffi í verslun Eymundssonar við Austurstræti eru til sýnis ljósmyndir af verkefnum unglinga frá Íslandi, Dan- mörku og Finnlandi. Opið virka daga 9-22 og um helgar 10-22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is > Ekki missa af … sýningunni „Ekvador að fornu og nýju“ í Gerðarsafni, en henni lýkur nú um helgina. Á sýningunni má sjá listmuni og málverk frá Ekvador; elstu munirnir eru rúmlega fimm þúsund ára gamlir en þeir yngstu tilheyra nútímanum. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna á sunnudag kl. 15. Aðgangseyrir er 600 kr., en 12 ára og yngri fá frítt inn. Tvær áhugaverðar sýningar verða opnaðar í Hafnar- borg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á morgun kl. 15. Í báðum tilfellum er listamaðurinn Sveinn Björnsson í aðalhlut- verki, en annars er nálgun sýninganna heldur ólík. Á sýningunni „Sjórinn og sjávar- plássið“ eru valin málverk Sveins Björnssonar sem sýna vel hve nátengdur hann var sjónum og sjávarútvegi í listsköpun sinni. Sveinn hóf starfsævi sína sem sjómaður, en hætti síðar til sjós og gerði myndlist að meginviðfangs- efni ævi sinnar. Elsta verkið á sýningunni vann hann veturinn 1948-49 af ísjökum á Halamiðum og er það jafnframt fyrsta verkið sem hann málaði innblásinn af fegurð og ógnum hafsins. Einnig verður opnuð sýningin „Charlottenborgarárin 1961-1968 – tækifæri og örlög“. Á henni er leitast við að setja verk Sveins í samhengi við verk eftir lítinn hóp málara sem lagði stund á nám við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn á sama tíma og sýndi saman í Charlottenborg á árunum 1961- 1968. Undirtitill sýningarinnar dreg- ur fram að þó að tækifæri gefist til að helga sig listinni verður ekki vikist undan örlögunum sem oft hafa annað í huga. Þetta á við um alla þá listamenn sem eiga verk á sýningunni, en þeir eru auk Sveins þeir Henrik Vagn Jensen, Niels Vagn Jensen, Per Henrik Friis og Ib Thorup. Verkin á sýningunni eru öll frá náms- og mótununarárum lista- mannanna; teikningar og málverk sem sýna einkenni hvers og eins. Sýningarnar standa báðar til 4. janúar og eru liður í 100 ára afmælisdagskrá Hafnarfjarðar- bæjar. Sveinssafn hefur átt veg og vanda að undirbúningi þeirra ásamt listamanninum Henrik Vagn Jensen sem verður viðstadd- ur opnunina, en hann er sá eini þeirra Charlottenborgarfélaga sem enn er á lífi. Auk rits um Charlottenborgar- árin gefur Sveinssafn út rit um sýninguna Sjórinn og sjávarpláss- ið þar sem lesa má grein eftir Erlend Sveinsson, forstöðumann safnsins. vigdis@frettabladid.is INNBLÁSINN AF HAFINU FAGUR FISKUR ÚR SJÓ Eitt af verkum Sveins Björnssonar sem sjá má á sýningunum í Hafnarborg. MYND/HAFNARBORG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.