Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 52
32 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> HÆTTIR AÐ LEIKA FYRIR
BÖRNIN
Angelina Jolie stefnir að því að hætta
að leika í kvikmyndum til að sinna
fjölskyldu sinni betur. Jolie á sem
kunnugt er sex börn með leikar-
anum Brad Pitt. „Mig langar að
gera nokkra hluti til viðbótar
en láta mig svo smám saman
hverfa og búa mig undir að
verða amma í framtíðinni,“
segir hún.
Sprengjuhöllin hélt útgáfu-
tónleika í Íslensku óperunni
á þriðjudagskvöld til að
fagna útkomu sinnar ann-
arrar plötu, Bestu kveðjur.
Hljómsveitin spilaði lög af nýju
plötunni í bland við eldra efni við
mjög góðar undirtektir. Kynnir
kvöldsins var Árni Vilhjálmsson,
söngvari í FM Belfast, og sá
hljómsveitin Motion Boys um
upphitun.
Sprengjuhöllin
fagnaði í Óperunni
SPRENGJUHÖLLIN Strákarnir í Sprengjuhöllinni spiluðu lög af sinni nýjustu plötu,
Bestu kveðjur, á útgáfutónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Elísabet og Anna Rós brostu breitt á
útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar.
Kristinn H. Þorsteinsson, Auður Jóns-
dóttir og Ólafur Viðarsson létu sig ekki
vanta á tónleikana.
Þær Valgerður og Ástrós hlustuðu á
Sprengjuhöllina spila lög af nýjustu
plötu sinni.
Þjóðlagapönkhljómsveitin Croisztans er komin til
landsins frá Kaupmannahöfn og ætlar að styðja
þjóðina á veginum til byltingar. Sveitin spilar í kvöld
á Grand rokk ásamt Dýrðinni. „Við viljum vekja upp
uppbyggilega byltingarreiði,“ segir Sigurður Óli
Pálmason, hinn dimmraddaði söngvari sveitarinnar.
Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1997 og
sérhæft sig í byltingar- og uppreisnarsöngvum í
austurevrópskum stíl. Í bandinu eru fimm Íslending-
ar búsettir í Danmörku og tveir Danir. „Það hefur
verið þokkalegt rennirí á okkur í neðanjarðarsen-
unni í Köben og við eigum okkar „krád“. “
Sigurður hefur búið í Danmörku í sjö ár og kann
því ágætlega. „Það er voða fínt og flatt og allt svo
þægilegt. Danska samfélagið er dálítið eins og
landslagið, auðvelt og engar hindranir.“
Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 22 og það er
ókeypis inn.
Uppbyggileg byltingarreiði
Björk Guðmundsdóttir er í sextugasta
sæti yfir bestu söngvara allra tíma á
heimasíðu bandaríska tímaritsins Roll-
ing Stone. Í efsta sæti er Aretha Fran-
klin, Ray Charles er í öðru og Elvis
Presley í því þriðja.
Þekktar manneskjur úr tónlistar-
lífinu tjá sig um marga söngvara á
síðunni og er Chris Martin, söngvari
Coldplay, með Björk á sinni könnu.
„Þegar þú lendir á Íslandi líður þér
eins og þú sért kominn á töfrandi
stað. Kannski er það eldfjallavirknin
eða harðfiskurinn en það er alltént
eitthvað í loftinu: Allir sem þú hittir
eru ótrúlega fallegir og allir virðast
geta sungið. Söngvararnir í landinu
eru mun framar öllum öðrum, sér-
staklega Björk,“ segir Martin. „Rödd-
in hennar er virkilega sérstök og
frumleg. Núna þegar hún er búin að vera
í bransanum í tuttugu ár virðast allir
gleyma því hversu ótrúleg hún er. Ef hún
myndi syngja stefið úr Sesame Street
myndi það hljóma allt öðruvísi en aðrir
myndu syngja það, en samt myndi það
hljóma æðislega.“
Martin segist fyrst hafa hrifist af
Björk í myndbandinu við lagið Big Time
Sensuality og síðar sökkti hann sér í
plötu hennar, Homogenic. Bætir hann við
að ótrúlegt raddsvið hennar heyrist best
í laginu It´s Oh So Quiet.
„Hún gæti verið óperusöngvari eða
poppsöngvari. Hún getur gert allt. Í
hljóðverinu okkar eru myndir af uppá-
haldstónlistarmönnunum okkar, þar á
meðal Mozart, Jay-Z, Gershwin, PJ
Harvey og Björk.“
Fyrir neðan Björk á lista Rolling Stone
eru stjörnur á borð við Axl Rose, Thom
Yorke, Dolly Parton, Mariah Carey,
Morrissey og Mary J. Blige.
Björk gæti verið óperusöngvari
BJÖRK Björk er í sextugasta sæti yfir bestu
söngvara allra tíma á heimasíðu Rolling Stone.
Giljagaur fremstur í fjósið rann
því froðu af mjólkinni þráði hann.
Hann óttaðist menn og alls kyns dýr
– nema auðvitað góðar mjólkurkýr.
(Kaffihúsin nú karlinn þræddi,
keypti sér latté og málin ræddi.)
Fjörugar vísur um jólasveinana
í takt við nýja tíma.
gömul og ný
PRAKKARASTRIK