Fréttablaðið - 20.11.2008, Side 12

Fréttablaðið - 20.11.2008, Side 12
12 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Ný bók um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar BERGSTEINN SIGURÐSSON bergsteinn@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Litróf regnbogans er yfirskrift listaverks sem Gylfa- flöt, dagþjónusta fyrir fatlaða á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, afhenti Barnaspítala Hringsins í gær. Grunnhugmynd verksins er að þess megi njóta, það megi snerta, finna og faðma auk þess sem það gefi hlýju og gleðji augað. Listaverkið er afhent sam- kvæmt fimm ára samningi sem kveður á um að Gylfaflöt gefi Barnaspítalanum þrjú listaverk sem prýða munu stóran vegg á spítalanum. Hugmyndin að baki samningn- um er að gefa til baka til samfé- lagsins í stað þess að vera einung- is þiggjandi. - ovd Gylfaflöt gefur veglega gjöf: Barnaspítalinn fær listaverk að gjöf LITRÓF REGNBOGANS Svanfríður Jónsdóttir, Ásbjörg Elín Kristjánsdóttir og Ingvar Þór Ásmundsson voru við afhendingu listaverksins Litróf regnbogans á Barnaspítalanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Davíð Oddsson þóttist sjá ágalla á hjónavígslu for- setahjónanna og skrifaði forsetanum bréf þess efnis tíu vikum eftir athöfnina. Þetta kemur fram í nýrri bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um forseta- tíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Guðjón segir bréfið aðför að forsetahjónunum, ekki síst heiðri Dorritar Moussaieff. Lögmaður forsetans segir að forsætis- ráðherra hafi farið langt út fyrir valdssvið sitt. Mark- miðið hafi verið að gera hjónin að athlægi. Málavextir eru þeir að í maí 2003 gengu Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í hjóna- band, eftir að hafa verið trúlofuð í þrjú ár. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf þau saman. Í bók Guðjóns, sem ber titilinn Saga af forseta, segir að fyrir athöfnina hafi Ólafur Ragnar spurt Guðmund hvaða gögn þyrfti að leggja fram til að hjónavígslan teldist lögleg. Öllum þeim skilyrðum hafi verið full- nægt; Ólafur Ragnar hafi í tví- gang spurt Guðmund hvort ein- hvers fleira þyrfti með en hann neitað því. Dorrit var áður gift Neil Zarach en þau verið skilin í aldarfjórðung þegar hún giftist Ólafi Ragnari. Síðan þá hafði Zarach gengið í hjónaband í þrígang. Bókarhöf- undur segir að í slíkum tilfellum sé ekki farið fram á formlegt skilnaðarvottorð fyrir nýja hjóna- vígslu heldur sé drengskaparheit hlutaðeigandi látið nægja. Sér hnökra á ráðahagnum Í bókinni segir að nokkrum vikum eftir hjónavígsluna hafi Guð- mundur Sophusson sýslumaður hringt í Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing Ólafs Ragnars, greini- lega mikið niðri fyrir, og beðið hann að hitta sig vegna hnökra á þeim gögnum sem hann hefði undir höndum um hjónaband Ólafs Ragnars og Dorritar. „Greinilega var mikil pressa á honum því hann var nánast óða- mála í símanum,“ er haft eftir Sig- urði, sem fór og hitti Guðmund sem hafði tekið saman minnisblað í tveimur atriðum. Hið fyrra laut að dánarbúi Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu Ólafs Ragnars, sem hafði ekki verið gengið formlega frá gagnvart dætrum þeirra hjóna. Úr því var bætt eftir fundinn. Í öðru lagi spurði Guðmundur Sigurð hvort hann gæti aflað ein- hverra pappíra um að hjónabandi Dorritar og fyrri manns hennar væri lokið. Sigurður kvaðst mundu ganga úr skugga um það við Ólaf og Dorrit hvaða pappíra væri hægt að fá umfram gögnin sem sýslumaðurinn hafði þegar fengið. Óskað var eftir vottorði frá Bretlandi. Tölvuskráning um skilnað Dorritar og Zarachs fannst en dýpra var á vottorði um endan- lega staðfestingu skilnaðarins. Útskýrði Sigurður fyrir Guð- mundi að það myndi taka nokkrar vikur að afla þess. Þrýstingur frá Hagstofu Í framhaldinu fékk Sigurður sím- hringingu frá Hagstofunni, sem þá heyrði undir forsætisráðuneyt- ið, og var tilkynnt að ekki væri hægt að skrá hjónabandið vegna fyrrgreindra hnökra. Því væri ekki hægt að skrá Dorrit til heim- ilis að Bessastöðum. Hún yrði að sækja um dvalarleyfi á Íslandi á meðan þessum formsatriðum væri ekki fullnægt. Sigurður gekk í það að sækja um dvalarleyfi fyrir hana. „En það var sama stressið á Hagstof- unni og hjá sýslumanni út af mál- inu,“ er haft eftir Sigurði. Hann segir stöðuga pressu hafa verið á sér í júlímánuði 2003 að skila hjú- skaparstöðuvottorði Dorritar, þó að hann hefði sagt að það myndi taka nokkrar vikur. Ólafur hringir í Davíð Föstudaginn 31. júlí barst bréfið frá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, sem birt er hér til hliðar. Eftir að hafa lesið bréfið hringdi Ólafur Ragnar beint í Davíð, sagð- ist hafa fengið frá honum „skrýtið bréf“ og útskýrði fyrir honum málavexti. Símtalinu lauk á þá leið að for- sætisráðherra sagðist mundu athuga málið og tala við forsetann eftir helgina. Það símtal kom aldrei og lauk þar með málinu. Hjúskaparstöðuvottorð Dorritar barst frá Bretlandi stuttu síðar. Vildi gera hjónin að athlægi Guðjón Friðriksson segir að túlka megi bréfið sem aðför að forseta- hjónunum, ekki síst heiðri Dorrit- ar. Auk þess sé sýslumaðurinn í Hafnarfirði vændur um embættis- afglöp. Sigurður G. Guðjónsson segir málið tortryggilegt, meðal annars í ljósi þess að sifjamál eru á valds- sviði dómsmálaráðuneytisins en ekki forsætisráðherra. „Hvernig vissi Davíð Oddsson til dæmis um samskipti mín við sýslumanninn í Hafnarfirði?“ er haft eftir Sigurði. „Ef ógilda á hjú- skap þarf auðvitað að höfða mál til að ógilda hann. Þegar ég sá bréfið hjá forsetanum sagði ég honum að hann yrði að setja það í skjalasafn forsetaembættisins. Hann væri sjálfur með allt sitt á hreinu þó að það tæki smátíma að fá gögnin um skilnað Dorritar. Hins vegar væri það stórfrétt að forsætisráðherra, sem ekki færi með dómsvald, væri að skipta sér af þessu.“ Sigurður telur að tilgangur Dav- íðs hafi verið að leka því út að hjónaband forsetans væri ógilt og gera forsetahjónin að athlægi á heimsvísu. „Þetta er maður sem fyrirlítur forsetann og taldi sig þarna vera búinn að ná honum í net sem Ólafur kæmist ekki úr,“ er haft eftir honum í bókinni. Davíð sá meinbugi á hjónabandi forsetans „Forsætisráðherra þykir miður að þurfa að senda forsetanum þessa nótu en óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við framkvæmd hjónavígslunnar á Bessastöðum hinn 14. maí s.l. Sýslumaðurinn, sem framkvæmdi athöfnina að kröfu forsetans, þrátt fyrir að formskilyrða, sem allir verða að sæta að lögum, hafi ekki verið gætt, segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá rétt gögn í hendur, enda hefði forsetinn gefið drengskaparloforð um að slík gögn bærust strax dagana eftir hjónavígsl- una, en nú er liðið á þriðja mánuð frá vígslunni! Ljóst er að sýslumanni urðu á mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjóna- vígslu, enda loforð af þessu tagi ekki tekin gild í tilvikum annarra. Naumast þarf að árétta að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum en þó verður að telja að enn gætilegar verði að fara þegar þjóðhöfðinginn sjálfur á hlut að máli. Þá er þess að geta að hagstofustjóri hefur einnig áhyggjur af málinu, enda hefur Þjóðskrá ekki getað framkvæmt viðeigandi skráningar tengdar brúðhjónunum og hefur hagstofustjóri tjáð hagstofuráðherra að auk framangreindra annmarka hafi ekki verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að unnt sé að skrá lögheimili eiginkonunnar að Bessa- stöðum eins og brúðhjónin óskuðu eftir á hjónavígsluskýrslu. Hafa forráðamenn Þjóðskrár og sýslumaður margoft haft samband við hr. Sigurð G. Guðjónsson hrl., lögmann brúðgumans, án full- nægjandi árangurs. Er óskiljanlegt og óverjandi með öllu að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígslunni voru og því sem að öðru leyti á vantar til að ganga megi frá færslum Þjóðskrár með ágallalaus- um hætti. Verður að krefjast þess að úr öllum þeim ágöllum verði bætt án tafar, enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað. Davíð Oddsson.“ BRÉF DAVÍÐS ODDSSONAR TIL ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR, 31. JÚLÍ 2003. DAVÍÐ ODDSSON Í HNAPPHELDUNA Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff ganga í það heilaga á Bessastöðum, 14. maí 2003. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafn- arfirði, gefur þau saman. Skömmu síðar komu vöflur á Guðmund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.