Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 2
2 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Guðjón Ólafsson vaknar á sjúkrahúsi og hefur misst minnið. Hvað gerðist? Lenti hann í slysi? Var það slys? Hvaða ókunni maður kom að honum og bjargaði lífi hans? ÆÐISGENGINN FLÓTTI OFSÓKNIR OG UPPLJÓSTRANIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 „Ögrandiskáldsaga.“Víðsjá„Stíllinn, orðfærið og myndmálið er kraftmikið og skemmtilegt.“Morgunblaðið STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, segir að Davíð Oddsson verði að víkja úr embætti seðla- bankastjóra, að öðrum kosti efast hún um að ríkisstjórnin geti sinnt mikilvægum verkefnum sínum. „Á sínum tíma var ég fylgjandi myndun ríkisstjórnar með Sjálf- stæðisflokknum vegna málefna- samnings flokkanna. Ég hafði trú á þeim verkum sem stjórnin ætl- aði að hrinda í framkvæmd,“ segir Steinunn. Allt önnur staða sé nú uppi. „Formaður bankastjórnar hefur ítrekað orðið uppvís að því að skaða traust bæði innanlands og utan á Seðlabankanum og þar með stjórn efna- hagsmála lands- ins. Hann hefur blandað sér í stjórnmálin á ný og raunar reynt að marka nýja stjórnarstefnu. Það gengur ekki og það gengur ekki lengur að hann gegni emb- ættinu áfram.“ Ræðan á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudag hafi gert útslagið, í henni hafi hann vísað frá sér allri ábyrgð á hruni fjármálakerfisins en bent á alla aðra. Steinunn telur brotthvarf hans nauðsynlega forsendu þess að traust Íslands á alþjóðavett- vangi verði endurheimt og að trúnaður milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar verði byggður upp á ný. „Ef ekki verður breyting á yfir- stjórn Seðlabankans þarf að mínu mati að stokka upp á nýtt því ég hef miklar efasemdir um að ríkis- stjórnin geti í raun sinnt mikil- vægum verkum á næstu mánuð- um og misserum með óbreyttum Seðlabanka,“ segir Steinunn en vill ekki útlista að svo stöddu hvað í slíkri uppstokkun gæti falist. - bþs Efast um að ríkisstjórnin geti sinnt mikilvægum verkum við óbreytt ástand: Davíð burt eða uppstokkun STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélög og fjárfestar, innlendir sem erlendir, græddu verulega á falli bankanna þar sem þeir höfðu tekið skort- stöðu í þeim áður en þeir féllu. Engar upplýsingar eru fáanlegar um hverjir eiga í hlut né um umfang gróðans. Heimildir Frétta- blaðsins herma þó að um fleiri milljarða geti verið að ræða. En ekki græddu allir sem tóku skortstöðu í bönkunum á hruni þeirra. Þvert á móti lítur út fyrir að margir þeirra hafi tapað veru- lega á þeim. Helga Hlín Hákonar- dóttir, framkvæmdastjóri lög- fræðisviðs Saga Capital, segir þá sem fengu bréf að láni hjá bönk- unum þremur hafa þurft að leggja fram trygging- ar til þeirra fyrir að fá bréf- in lánuð til að skortselja þau. Þeir séu líkast til í slæmri stöðu, því trygg- ingin, sem er hrein eign þeirra, lendi að öllum líkindum meðal annarra krafna í þrotabúi bankans og hafi þar engan for- gang. Hinir, sem í skjóli stærðar eða tengsla reiddu ekki fram trygg- ingu eða gerðu samning við aðra en viðskiptabankana þrjá um skortsölu á bréfum bankanna, græddu verulega. Að undanförnu hefur heyrst af hluthöfum í Kaupþingi sem fengið hafa tilboð í það sem þeir töldu vera verðlaus hlutabréf sín, í því miði að loka ætti skortstöðu. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, staðfestir að hann hafi heyrt af viðskiptum með bréf bankans. Þau eigi sér stað á bilinu fimm til tuttugu krónur á hlutinn. Taka má einfalt dæmi um fjár- festi sem fær lánaða milljón hluti og skortselur þá. Hafi hann gert það á síðasta skráða gengi Kaup- þings í Kauphöllinni fékk hann fyrir það 654 milljónir króna. Kaupi hann bréf á genginu fimm, til að loka skortsölunni, er gróði hans 649 milljónir króna, að frá- dregnum vöxtum og þóknun. Helga Hlín segir ómögulegt að henda reiður á hversu margir skortsölusamningar séu enn úti- standandi. Þeir geti hlaupið á mörgum hundruðum. Þá er heldur engin yfirsýn yfir umfang við- skipta með bréf í bönkunum nú. Þau fara ekki í gegnum Kauphöll- ina, enda voru viðskipti með bréf í fjármálafyrirtækjum stöðvuð þar hinn 8. október, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Það bann tekur til viðskipta á skipulögðum verðbréfamarkaði en bannar ekki viðskipti utan hans. holmfridur@frettabladid.is Græddu milljarða á hruni bankanna Fjárfestingarfélög og fjárfestar, innlendir og erlendir, sem tekið höfðu skortstöðu gegn íslensku bönkunum, högnuðust um milljarða á falli þeirra. Einungis þó þeir sem í skjóli stærðar sinnar eða tengsla þurftu ekki að reiða fram tryggingu. HELGA HLÍN HÁKONARDÓTTIR Sigurður, eiga ráðgjafar Strandagaldurs eftir að bjarga þjóðarskútunni frá strandi? „Tvímælalaust, þegar þeir eru búnir að ráða alvörujólasveina í vinnu.“ Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, telur þjóðráð að nota galdra gegn efnahagsástandinu. Íslenskir ráðamenn gætu leitað ráðgjafar um hvernig ætti að eiga við ráðamenn Breta. EFNAHAGSMÁL Þeir sem vilja fá greiðslujöfnun á fasteignaveðlán á gjalddaga í desember þurfa að sækja um fyrir 25. nóvember. Það á að vera lántakendum að kostnað- arlausu. Með greiðslujöfnun er greiðslu- byrði verðtryggðra lána reiknuð út eftir nýrri vísitölu. Ef afborganir samkvæmt henni eru lægri en samkvæmt vísitölu neysluverðs er hægt að fresta mismuninum. Hann leggst inn á jöfnunarreikning sem bætist við höfuðstól lánsins. Það getur því á endanum leitt til kostnaðarauka fyrir lántakendur. Sækja þarf um greiðslujöfnun fyrir hver mánaðamót. - kóp Frestur til greiðslujöfnunar: Sækja um fyrir 25. nóvember LÖGREGLUMÁL Drengir á grunn- skólaaldri sem voru að fikta með eld urðu valdir að bruna hússins við Baldursgötu síðastliðinn laugardag. Lögregla tilkynnti um þetta í gær og telst rannsókn málsins nú lokið. Húsið sem brann hefur staðið autt síðan um síðustu áramót. Lögregla fékk margsinnis kvartanir frá nágrönnum vegna barna, unglinga og útigangsfólks sem sótti í autt húsið. - kg Bruninn á Baldursgötu: Fikt drengja olli brunanum BALDURSGATA Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang síðasta laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVAÐ ER SKORTSTAÐA? Það kallast skortstaða þegar fjárfestir fær lánaða eign, svo sem hlutabréf, sem hann selur síðan á markaði. Á móti leggur hann tryggingu sem er jafnan meira virði en bréfin sem hann fær að láni. Á sama tíma hefur hann gert samning um að kaupa eignina aftur á lægra verði og afhenda hana á tiltekn- um tíma. Eigandi bréfanna fær greidda þóknun og vexti. Sá sem tekur skortstöðuna veðjar á lækkun eignarinnar. Samningnum er ekki fullnægt fyrr en hann er búinn að kaupa eignina aftur og afhenda þeim sem hún fékkst að láni frá. Þá fyrst fær hann tryggingu sína til baka. LÖGREGLUMÁL Þrír fimmtán ára drengir gengu hrottalega í skrokk á jafnaldra sínum á lóð Njarðvíkur- skóla í gær. Sá fjórði stóð hjá og myndaði misþyrmingarnar og setti myndskeiðið síðan á netið. Lögreglunni barst fjöldi tilkynn- inga um myndbandið í gær og hóf þá þegar rannsókn. Ekki leið á löngu þar til foreldrar tveggja árásarmann- anna höfðu samband við lögreglu og voru slegnir, að sögn varðstjóra. Vitað er hverjir árásarmennirnir eru. Sá sem ráðist var á leitaði á spít- ala í gær, mjög bólginn í andliti. For- eldrar hans hafa kært árásina. Búið er að ræða við einn drengjanna, sem gaf litlar skýringar á athæfinu. „Þetta er það allra grófasta sem ég hef svona unga krakka gera,“ segir Jón Þór Karlsson, varðstjóri lögreglu á Suðurnesjum. Hann segir árásina flokkast sem alvarlega sam- kvæmt lögum, vegna aðferðanna sem voru notaðar. Sá sem myndaði árásina sé líkast til meðsekur. Allir eru drengirnir sakhæfir. Brotið getur varðað við margra ára fang- elsi. - sh Unglingar kærðir fyrir að misþyrma skólabróður: Unglingar mynd- uðu hrottalega árás ÚR MYNDSKEIÐINU Á myndskeiðinu sjást ofbeldismennirnir sparka af alefli í bak og höfuð piltsins. STJÓRNMÁL Bæði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráð- herra telja rétt að kosið verði til Alþingis í vor. Þetta kom fram í máli þeirra í fréttum Sjón- varps í gær. Þau telja nauðsyn- legt að endur- nýja umboð ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagðist í Kastljósi hissa á þessari skoðun Samfylkingarráð- herranna og sagðist henni ósammála. „Það verða allir að standa í lappirnar. Annað væri uppgjöf,“ sagði Geir. Ekki náðist í aðra ráðherra Samfylkingar í gærkvöldi. - sh Ágreiningur í ríkisstjórn: Tveir ráðherrar vilja kosningar EFNAHAGSMÁL Trúverðugleiki Seðlabankans er lykilatriði í því mikla verkefni sem stendur fyrir dyrum með fleytingu krónunnar. Þann trúverðugleika verður erfitt að byggja upp undir núverandi yfirskrift Seðlabankans. Þetta var samdóma álit hagfræðinganna Jóns Steinssonar frá Columbia- háskólanum, David O. Beim frá Columbia-viðskiptaháskólanum og Gauta Eggertssonar frá Federal Reserve Bank, á umræðufundi sem íslensk-ameríska viðskipta- ráðið stóð fyrir í New York í gær. Í máli Jóns og Gauta kom einnig fram að flestar hagfræðikenningar segðu að inngrip í gjaldeyrismark- aði borguðu sig ekki, þó svo að um ýkt dæmi eins og Ísland væri um að ræða. - kg Hagfræðingar um Seðlabanka: Trúverðugleiki er lykilatriði BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON VIÐSKIPTI Hagar, sem meðal annars reka Hagkaups-verslan- irnar, keyptu í gær allar eignir BT og stendur til að opna einhverjar verslananna aftur. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi. Verslunum BT var lokað í byrjun nóvember og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, verða einhverjar verslanir BT opnaðar að nýju, en þó ekki allar. BT rak þrjár raftækja- verslanir á höfuðborgarsvæðinu og auk þess verslanir á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Keflavík. Starfsmenn BT voru um fimmtíu og Hagar taka yfir rúmlega fjörutíu þeirra. - sh BT-verslanir opnaðar á ný: Hagar kaupa verslanir BT STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir hafa náð saman um breytingar á eftirlaunalögunum umdeildu og verður frumvarp þess efnis kynnt í ríkisstjórn í dag. Samstarf við stjórnarandstöðuna um þetta mál fór út um þúfur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður meðal annars tekið fyrir að þeir sem lögin ná til geti samtímis þegið eftirlaun og laun fyrir önnur störf á vegum hins opinbera. Þeir sem þegar hafa áunnið sér réttinn til töku eftirlauna samkvæmt gildandi lögum halda þeim. - sh/bþs Frumvarp kynnt í ríkisstjórn: Eftirlaunalög- unum breytt SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.