Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 12
12 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR HAUSKÚPA Í VÍNARBORG Vegfarendur á Karlstorginu í Vínarborg reka þessa dagana upp stór augu þegar þeir sjá þessa hauskúpu, sem þar hefur verið stillt upp. Hollenski listamaðurinn Joep van Lieshout ber ábyrgð á öllu saman, en í kúpunni er hægt að bregða sér í gufubað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eykur traust á þeim skrefum sem við þurfum að taka og er það samdóma álit þeirra sem að þessari vinnu komu að samstarf við sjóðinn sé ekki aðeins rétt heldur nauðsynlegt við núverandi aðstæður. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í þingumræðum um samkomulag stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær. Samkomulagið miðar einkum að því að endurvekja á traust á íslenskum efnahag og koma á gengisstöðugleika, styrkja stöðu ríkissjóðs og endurreisa bankakerfið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, lýsti áhyggjum af samkomulaginu og sagði það í raun fela í sér yfirráð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í mörgum veigamiklum málaflokkum. Hann sagði skilyrði í ríkisfjármálum áhyggjuefni, óvíst væri um kjaramál næstu misseri og spurði hvort allt væri sagt eða hvort leyniskil- málar hefðu verið gerðir sem ekki þyldu dagsljósið. Þá fjallaði Steingrímur um áætlanir um að verja gengi krónunnar þegar hún yrði sett á flot á ný og sagði að tugir eða hundruð milljarða gætu sóast í árangurslausum tilraunum til þess. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsókn- arflokksins, sagði það fagnaðarefni að sam- komulagið væri í höfn og kvaðst trúa að með lántökunum yrði trúverðugleiki byggður upp á ný. Hún gagnrýndi þó seinagang og sagði blasa við að Seðlabankinn hefði tafið framgang málsins. Þá sagði Valgerður ríkisstjórnina skorta framtíðarsýn auk þess sem hún taldi hana of bjartsýna að telja kreppuna aðeins standa í tvö ár. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, lagði út af mörg hundruð milljarða króna skuldsetningu þjóðarinnar. Byrðarnar yrðu þungar á komandi árum og myndu lenda harðast á því fólki sem nú væri á aldrinum 15 til 45 ára. Bæði Guðjón og Grétar Mar Jónsson flokksbróðir hans vildu vita um skilmála lánanna frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim sex Evrópuríkjum sem gefið hafa lánsvilyrði. Þeir uppskáru þau svör frá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að lánskjörin lægju ekki fyrir, samningaviðræðum þar um væri ekki lokið. Þó var upplýst að lánið frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum ætti að greiðast til baka á árunum 2012–2015. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra kvaðst líta svo á að með samkomulaginu hefðu Íslendingar losnað úr ákveðinni herkví og Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að nú hefðum við stigið fyrsta skrefið út úr kreppunni. bjorn@frettabladid.is Lán í höfn en ósamið um vexti Ósamið er um kjör á þeim lánum sem ríkissjóður tekur í útlöndum. Fjármálaráðherra segir lánin og aðrar aðgerðir fyrsta skrefið út úr kreppunni. Formaður VG óttast milljarðatap á tilraun til gengisstýringar. MÁLIN RÆDD Samkomulag stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var rætt á Alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hrósuðu happi yfir að málið væri frágengið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Öflugt háskólasamfélag er hornsteinn í þeirri uppbyggingu sem nú bíður þjóðarinnar. Með miða í Happdrætti Háskólans leggur þú þitt af mörkum og átt um leið mikla möguleika á frábærum vinningum. Gakktu í hópinn og brostu og brostu! - Þú færð miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. ...OG GÆTIR UM LEIÐ UNNIÐ MILLJÓNIR ÞÚ STYÐUR UPPBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS... SAMFÉLAGSMÁL Samtökin Blátt áfram hlutu í gær viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mann- réttinda þeirra. Þykja samtökin hafa verið fremst í flokki þeirra sem varpað hafa hulunni af þeirri leynd sem hvílt hefur á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Það voru Hulda Margrét Erlingsdóttir og Ívar Eiðsson, fulltrúar í ungmennaráði Barnaheilla, sem afhentu Sigríði Björnsdóttur, framkvæmda- stjóra Blátt áfram, viðurkenn- inguna við hátíðlega athöfn í gær, á nítján ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. - hhs Viðurkenning Barnaheilla: Blátt áfram fær viðurkenningu BLÁTT ÁFRAM VEITT VIÐURKENNING Árni Geir Pálsson, Ívar Eiðsson, Hulda Margrét Erlingsdóttir, Sigríður Björns- dóttir og Petrína Ásgeirsdóttir við afhendingu viðurkenningar Barnaheilla. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN BANDARÍKIN, AP Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, lofaði í kosningabaráttunni að gera víðtækar breytingar á stjórnarhátt- um í Washingon. Hins vegar hafa fyrstu nöfnin, sem nefnd hafa verið í tengslum við lykilstöður í stjórn hans, verið nöfn sem eiga sér langa sögu í valdakerfinu í Washington. Til dæmis er Tom Daschle, sem þykir koma til greina sem heil- brigðisráðherra, fyrrverandi leið- togi meirihluta demókrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, og Hillary Clinton, öldungadeildar- þingmaður og fyrrverandi forseta- frú, þykir líkleg í utanríkisráðu- neytið. Þá hefur Eric Holder þótt lík- legur til að verða dómsmálaráð- herra, en hann var næstráðandi í því sama ráðuneyti meðan Bill Clinton var forseti. Rahm Emanu- el, sem verður skrifstofustjóri Hvíta hússins, var einnig í hópi nánasta starfsliðs Clinton forseta. Að öllum líkindum verður einn- ig repúblikaninn Robert Gates, varnarmálaráðherra í stjórn George W. Bush, áfram í því emb- ætti eftir að Obama tekur við. Repúblikanar hafa ekki getað stillt sig um að skjóta á Obama vegna þessa: „Barack Obama er að skipa í stjórn sína gamalreynda innanbúðarmenn í Washington,“ segir Alex Conant, talsmaður landsnefndar Repúblikanaflokks- ins. - gb Val á fólki í lykilstöður stangast á við loforð um breytingar: Obama velur innanbúðarfólk BARACK OBAMA Hillary Clinton, Robert Gates, Tom Daschle og Eric Holder eru ekki beinlínis nýjasta fólkið í Washing- ton. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NORÐURLÖND Norrænu ríkin Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa ákveðið að lána Íslendingum 2,5 milljarða dollara. Upphæðin skiptist nokkuð jafnt milli landanna en þó segir Jyrki Katainen, fjármálaráðherra Finnlands, að Finnar muni trúlega lána Íslendingum eitthvað minni upphæð en hin ríkin. Martti Hetemäki, embættis- maður í finnska fjármálaráðu- neytinu, segir í viðtali við finnska ríkisútvarið YLE að Finnar verði að taka lán til að geta stutt Ísland en það sé þó mikilvægt fyrir þjóðina að taka þátt í norrænu björgunaraðgerðunum. - ghs Björgun Íslands: Finnar lána minna en hinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.