Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef alltaf gert tilraunir með mat og ég notaði mikið jurtir sem ég fann uppi í fjalli meðan ég var bóndi uppi í Jökuldal,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir en hún matreiddi hreindýralifrar- pylsu fyrir Fréttablaðið. Í lifrarpylsuna notar Ragnhild- ur íslenskt byggmjöl sem er rækt- að fyrir austan, fjallagrös og lítið af mör sem hún segir hægt að sleppa alveg og nota í staðinn bankabygg frá Móður náttúru. „Þeir sem eru ekki hrifnir af mör geta notað bankabyggið í staðinn en það þarf að leggja í bleyti. Svo koma fjallagrösin mikið til í stað- inn fyrir mjöl. Hreindýralifrin er líka aðeins bragðsterkari en lambalifur.“ Ragnhildur vill alls ekki gefa upp hvaða matur er í uppáhaldi hjá henni, segir hann svo óhollan að hún geti ekki gert það opin- bert. Hún er hrifin af lambakjöti og nýjum fiski og segist dugleg að elda. „Ég á fjögur börn svo það segir sig sjálft að það kemur af sjálfu sér,“ segir hún hlæjandi. „Lamba- kjötið var oft á borðum þegar ég var með búskap og alltaf heit mál- tíð einu sinni á dag. Ég held því áfram þó ég sé hætt að búa og tel það bara nauðsynlegt fyrir vinn- andi fólk. Svo geri ég sultur og hrútaberja- og krækiberjalíkjör sem er gott að fá sér með hráu hangikjöti. “ Ragnhildur fer á grasafjall á hverju ári upp á Jökuldalsheiði. Hún segir misjafnt bragð af jurt- unum eftir árstíma og hún hafi lært á þær með því að smakka sig áfram. „Að sumu leyti hef ég holl- ustuna bak við eyrað en þetta er kannski frekar löngun til að gera eitthvað öðruvísi. Það er hægt að nota allar jurtir. Margar tilraunir hafa samt mislukkast gjörsam- lega hjá mér en hreindýraslátrið tókst vel.“ Meðlætið með hreindýra- slátrinu er það sama og með hefð- bundnu slátri. Kartöflustappa eða uppstúfur og soðnar kartöflur. „En það er langbest eldsúrt, sér- staklega til að hressa sig á heitum sumardögum.“ heida@frettabladid.is Eldsúrt hreindýraslátur Ragnhildur Benediktsdóttir er tilraunaglöð í eldamennskunni og notar íslenskar jurtir og grös. Hrein- dýralifrarpylsa með íslensku byggi og fjallagrösum er einn af hennar sérréttum. Ragnhildur Benediktsdóttir notar íslenskar jurtir í matargerð og útbýr lifrarpylsu úr hreindýralifur og fjallagrösum. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Verð 7.250 kr. Jólahlaðborð Perlunnar 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! ENSK JÓLAKAKA er nokkuð sem þarf að huga að tímanlega. Sérfræðingar vilja meina að kökuna sé best að vökva reglulega með rommi í að minnsta kosti mánuð svo það fer hver að verða síðastur að byrja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.