Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 34
8 föstudagur 21. nóvember ✽ Hooywood-hvað? útlit „Það er nánast eins og það hafi ekki verið til föt á stráka í þessum hópi því við erum að drukkna í fyr- irspurnum,“ segir Rúnar Ómarson, framkvæmdastjóri fatafyrirtækis- ins Nikita, sem hefur nú hannað línu fyrir stráka sem heitir Atik- in, eða Nikita aftur á bak. „Þetta er götutíska fyrir stráka í kringum tvítugt og upp úr, þó svo að aldur sé auðvitað bara hugarástand. Við hönnuðum þessa línu með það fyrir augum að strákar sem hafa verið að skeita eða verið á snjó- bretti í einhvern tíma og hafa átt sem dæmi ótal týpískar hettu- peysur, geti fengið vandaðri hönn- un. Við erum til dæmis með skyrt- ur og sjakköt fyrir skeitara sem er bæði hægt er að nota hversdags- lega eða meira spari,“ útskýrir Rúnar og viðurkennir að þrýsting- ur frá starfsfólki innan fyrirtækis- ins hafi haft sitt að segja við gerð nýju línunnar. „Nikita hannar 99 prósent föt fyrir stelpur, en eftir því sem strákum fjölgaði innan fyrirtækisins úti um allan heim urðu þeir einfaldlega öfundsjúk- ir og vildu fá eitthvað fyrir sig,“ segir Rúnar og brosir, en Atikin- fötin fást í takmörkuðu upplagi í Smash Kringlunni og Fargo á Ak- ureyri. - ag Flottur Gulli Guðmundsson, einn af þremur Íslendingum sem hefur fulla atvinnu af því að renna sér á snjóbretti, er í Atikin-teyminu. Strákalína Nikita nýtur mikilla vinsælda: Atikin slær í gegn ELDRI MENN Einn af kostunum við að eiga eldri eiginmenn er að þeir eru yfirleitt búnir að hlaupa af sér hornin. Allavega ef konur hnjóta um þá eftir að þeir eru búnir að spila út (í fyrstu, annarri eða þriðju umferð). Þessir menn eru líka yfirleitt búnir að framkvæma hluti sem ungar konur nenna ómögulega að gera. Svo eru flestir eldri menn frekar heimakærir þannig að ungar konur með eldri menn þurfa yfirleitt ekki að hafa barnapíur á sínum snærum. Þeir gömlu eru hvort sem er heima. LITLA LÚXUSFRÚIN Heima hjá mér hefur ansi oft verið gert grín að litlu „lúxusfrúnni“ sem hefur aldrei upplifað að vera blank- ur núðluborðandi námsmaður í útlöndum á hjóli. Frasar á borð við „þegar ég var á þínum aldri“ hljóma ansi oft og stundum væri auðvelt að gera sér í hugarlund að eiginmaðurinn væri fæddur í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki við upphaf hippatímabilsins. HOLLYWOOD-TÍMABILIÐ Þótt ég finni ekki fyrir því dagsdaglega að eiginmaðurinn sé töluvert eldri játa ég mig algerlega sigraða þegar Hollywood-tímabilið ber á góma. Þegar hann segir frá þess- um skemmtistað hef ég það alltaf á tilfinningunni að annar eins staður hafi aldrei verið starfræktur og auðvitað trúi ég því blind- andi. Um daginn kom aldur heimilisföðurins sér ansi vel þegar unglingurinn var á leið á 80‘s ball. Hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að vera en pabbinn gat svo sannarlega komið með góð ráð. Ekki bætti úr skák að móðir mín, sem var mikil diskódrottn- ing, var líka á svæðinu og fóru hún og eiginmaðurinn alveg fram úr sjálfum sér í lýsingunum. Á tímabili voru þau farin að raula helstu smellina frá þessum tíma og þá var gott að eiga þjáningar- systur sem gat ranghvolft í sér augunum á sama tíma og ég sjálf. PITSUKAUP 1979 Þegar veitingastaðurinn Hornið ber á góma snýst hlutverkið við, þá verð ég þessi tuðandi sem er á leið á Hrafnistu og hann verður ungur og töff. Það gerðist eftir að eig- inmaðurinn trúði mér fyrir því að hann hafi étið upp Tinna-safn- ið sitt um það leyti sem Hornið var opnað. Eiginmaður minn og vinur hans höfðu aldrei smakkað jafn ljúffengan mat og pitsur. Þeir brugðu því á það ráð að laumast með nokkrar Tinna-bækur að heiman, selja þær í fornbókabúð og fóru svo út að borða á Hornið fyrir ágóðann. Svona gekk þetta þangað til safnið var upp- urið. Kannski ætti ég bara að skipta um skoðun og gleðjast yfir þessum tíma þar sem það er líklega komið aftur að núðlunum, slátrinu og bjúgunum. Nema náttúrlega að hann finni eitthvað bitastætt í bókaskápnum til að selja. Ný lína Rúnar og Heiða hjá Nikita hafa fengið frábær viðbrögð við nýju fatalín- unni Atikin sem er fyrir stráka. Töff munstur Ben Fee, kvikmynda- gerðarmaður og snjóbrettaiðkandi, í Atik- in-hettupeysu úr Haust 2008-línunni H eitustu litirnir í augn- skuggum og blýöntum núna eru gráir, silfur og muskulegir fjólu- bláir tónar sem eru blandaðir með gráum eða brúnum litum,“ segir Margrét Ragna Jónasardóttir, eig- andi Make up Store. Margrét farð- aði Ingibjörgu Egilsdóttur og sýndi okkur hvað er vinsælast í förðun um jólin og í vetur. „Ég notaði léttan farða á Ingi- björgu og setti gráan, pínu fjólu- bláan og silfur á augun. Svo setti ég highlight undir augabrúnirnar, út á gagnaugað og á kinnbeinin, en það er að koma aftur inn ásamt mikilli augnmálningu um hátíð- irnar. Svo eru glitrandi eyeline- erar og rauðar varir algjört must,“ útskýrir Margrét sem hefur verið önnum kafin við að flytja versl- un sína undanfarið niður á fyrstu hæð Kringlunnar þar sem Make up store hefur nú opnað í stærra rými, með séraðstöðu undir förð- unarkennslu fyrir allt að tíu manns í senn. „Það er mikið glamúr um jól og áramót í ár og rauði liturinn er af- gerandi, bæði í varalit, fötum og skarti. Mér finnst það skemmti- legt því það hefur verið svo mikið gyllt undanfarin ár. Í haust eru líka búnir að vera meira gráir litir í alls kyns tónum með smá silfri,“ bætir hún við og segir dökkar neglur einnig vera mjög áberandi um þessar mundir. „Glitrandi lökk eru sérstaklega vinsæl. Svartir og fjólubláir litir eru allsráðandi núna og við höfum ekki undan að panta naglalökkin,“ segir Margrét. - ag Glamúr í förðun um jól og áramót: GLITRANDI EYELINER OG RAUÐAR VARIR GUCCI BY GUCCI Nýjasti ilmurinn frá ítalska tískuhúsinu Gucci er það sem við þurfum þessa dagana. Gucci-ilmurinn er nútíma sítrus- og viðarilmur, eggjandi og kröftugur en um leið kvenlegur. Ruby Red-línan í Make up store verður án efa vinsæl um jólin, enda rauði lit- urinn afgerandi um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.