Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 21. nóvember 2008 35 Í ársbyrjun 2008 voru liðin þrjá- tíu ár síðan Hinn íslenzki Þursa- flokkur lék á sínum fyrstu tón- leikum. Af því tilefni var gefinn út veglegur pakki með efni sveit- arinnar og blásið til tónleika í Laugardalshöll 23. febrúar. Þar kom Þursaflokkurinn fram ásamt Caput-hópnum sem taldi tuttugu manns við þetta tækifæri. Upp- tökur frá tónleikunum eru nú komnar út í pakka sem inniheldur 16 laga 78 mínútna hljóðdisk og mynddisk með tónleikunum í heild sinni. Það hefur verið fastur liður hér á landi undanfarin ár að skrifa nýjar útsetningar á verkum popp- ara sem svo flytja þær ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands á tónleik- um. Margir þeirra hafa verið óspennandi og sumir jafnvel vandræðalega lélegir. Samstarf Þursa og Caput tókst hins vegar með miklum ágætum. Blásturshljóðfærin eru mest áberandi í framlagi Caput-hóps- ins ásamt slagverki en strengirn- ir eru sparlegar notaðir. Þetta hæfir tónlist Þursanna mjög vel og kemur mjög vel út bæði í elstu lögunum og lögum af Gæti eins verið. Endurkomur af þessu tagi geta verið hættulegar. Stundum hverfa töfrarnir við þær, en þessi tókst sérstaklega vel. Gamla Þursa- stemningin var á sínum stað, en um leið hleypti innlegg Caput- hópsins nýju lífi í gamla lagasafn- ið. Útgáfan sjálf er líka fyrsta flokks. Þursaboxið sem kom út í febrúar var stórglæsilegt og þessi pakki er í sama gæðaflokki. CD- diskurinn inniheldur 16 lög af þeim 22 sem voru á tónleikunum. Á honum eru engar kynningar og sneitt hjá þeim lögum sem skera sig hvað mest úr heildinni, t.d. hinu teknó-vædda Sérfræð- ingar segja, Gegn um holt og hæðir með Ragnheiði Gröndal og polkapönkinu Jón var kræfur karl og hraustur. Fyrir vikið er hljómdiskurinn mjög heilsteypt- ur, samfelld tónlist. Á DVD-disknum eru hins vegar tónleikarnir í heild sinni. Þar fær maður upplifunina beint í æð, alveg eins og hún var í Höllinni. Og Þursasía eftir Ríkarð Ö. Páls- son í flutningi Caput fylgir með sem aukaefni. Það verk er byggt á lagasafni Þursa og gaman að heyra það aftur. Tónlist Þursaflokksins er ein- stök í íslenskri tónlistarsögu. Þessi tónleikaútgáfa staðfestir það og sýnir jafnframt að enn geta Þursar gert framúrskarandi hluti. Meðlimir sveitarinnar fóru á kostum á tónleikunum og ákefð- in og gleðin sem þeir settu í verk- ið ásamt flottum útsetningum skila þessari frábæru útkomu. Trausti Júlíusson Flott útgáfa frá framúrskarandi tónleikum TÓNLIST Í Höllinni á þorra 2008 Hinn íslenzki Þursaflokkur og Caput ★★★★★ Sérlega glæsileg útgáfa á hljóm- og mynddisk af vel heppnuðum tón- leikum Þursa og Caput í Höllinni 23. febrúar síðastliðinn. Mammút, Agent Fresco og fleiri hljómsveitir koma fram á tónleikum í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn. Tildrög tónleikanna eru þau að tónlistarmaðurinn Ká Eff Bé, Kristinn F. Birgisson, samdi lag til kærustu sinnar sem hefur glímt við heilakrabbamein síðastliðin fimm ár. Hann og félagi hans, Ástþór Óðinn, sem sjálfur missti móður sína fyrir nokkrum árum vegna krabba- meins, ákváðu þá að efna til tónleika með aðstoð Krabba- meinsfélagsins. „Þetta eru baráttukveðjutónleikar. Við viljum hvetja fólk til að mæta og sýna sinn baráttuanda,“ segir Kristinn. Allir sem koma að tónleikunum gera það án endur- gjalds. Frítt er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 16 og standa yfir í tvo tíma. Fólk sýni baráttuanda Baltasar Kormáki er lýst sem kónginum í íslensku kvikmynda- lífi á heimasíðunni Hollywoodre- porter.com eftir að mynd hans Brúðguminn hlaut sjö Edduverð- laun á dögunum. Einnig er minnst á hinn stóra sigurvegara kvöldsins, mynd Óskars Jónassonar, Reykjavík- Rotterdam, sem hlaut fimm verðlaun. „Kormákur leikur aðalhlut- verkið í Reykjavík- Rotterdam sem sýnir fjölhæfni þessa unga manns, sem sló í gegn með 101 Reykjavík. Á örskömm- um tíma er hann orðinn eins manns kvik- myndaiðnaður á Íslandi,“ sagði í fréttinni. Heimasíðan Screendai- ly.com fjallar einnig um Eddu- verðlaunin þar sem kemur fram að Brúðguminn hafi hlotið fjórtán tilnefningar sem sé nýtt met. Baltasar er kóngurinn BALTASAR KORMÁKUR Baltasar fær góða umsögn á bandarísku heimasíðunni Holly- woodreporter.com. MAMMÚT Hljómsveitin Mammút kemur fram á tónleikum í Smáralind á laugar- daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.