Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 44
24 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Þórlindur Kjartansson Rithöfundurinn, og handhafi frelsis- verðlauna SUS, Andri Snær Magnason, lýsti því yfir í þættinum Silfri Egils fyrir rúmri viku að efnahagsvandinn á Íslandi væri gjaldþrot Heimdallar, SUS, Versl- unarskóla Íslands og viðskiptaháskólanna. Líklega hefur hann þar fyrst og fremst verið að vísa til einhvers konar staðalmyndar af fólki sem tilheyr- ir þessum félagsskap. Nú þegar hefur forseti Nemendafélags Verslunarskólans lýst óánægju sinni með þennan málflutning rit- höfundarins, enda hljóta það að teljast kaldar kveðjur frá Andra Snæ til ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára í tilteknum skóla að við því blasi einhvers konar gjald- þrot. Og hvorki getur það talist uppbyggilegt né málefnalegt framlag af hans hálfu, þótt vafa- laust hafi hvorki búið illgirni né Þórðargleði í orðunum. En það er mikill sannleikur í því að þel geti snúist við atorð eitt – og nú þegar óöryggi og óvissa ríkir meðal fólks er líklegt að meinleysislegar yfirlýsingar á borð við þetta geti hreyft óþægilega við fólki sem tekur orðin til sín en hefur ekkert til þeirra unnið. Heimdallur og SUS eru reyndar allt annar handleggur í þessum efnum. Það er ekkert við það að athuga þótt hugmyndafræði þess- ara ágætu félaga skuli tekin til skoðunar og gagnrýnd. Einkum er þó við þá staðalmynd að etja sem hugmyndafræðilegir andstæðing- ar þessara félaga ungra Sjálf- stæðismanna vilja ólmir halda á lofti. Þau stefnumál og grundvall- arafstaða sem í raun og sann ein- kenna starf ungra sjálfstæðis- manna hafa ekki átt birtingarmynd í alþjóðlega fjármálakerfinu á síð- ustu misserum. Í raun er öðru nær. Hugmyndafræði ungra Sjálfstæðismanna bygg- ist á frjálslyndi og ein- staklingshyggju. Sú frjálshyggja felur í sér að fólk eigi að hafa gott svig- rúm til að skapa og fram- leiða og geti notið ávaxt- anna af því þegar vel gengur. Hún felur einnig í sér þá trú að eðlilegt sé að tryggja að fjármagn geti leitað í þann farveg sem mestu skilar fyrir hag fólksins þannig að fjárhagslegur ábati sé mestur fyrir þá sem geta sinnt þörfum meðborgara sinna á sem snjallastan hátt. Það er þó einnig nauðsynleg forsenda að markaðurinn skeri úr um það hvort hugmyndir séu góðar eða slæmar og því er nauðsynlegt að áhættufé tapist ef það er lagt í fyrirtæki eða verkefni sem ekki ganga upp. Á þessum grundvelli er markaðskerfið bæði réttlátt og hagkvæmt. Vandinn í efnahagslífi heims- ins, sem nú bitnar hvað harðast á Íslandi, er einmitt einna helst fólginn í því að stórfyrirtæki hafa haft tækifæri til að ganga fram í fölsku skjóli og taka áhættu á kostnað almennings. Eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna hafa hins vegar notið ávaxtanna þegar vel gekk. Ótrúlegur gróði hefur hlaðist upp í fjármálafyrirtækj- um um heim allan og mikill fjöldi hæfileikafólks hefur sogast inn í fjármálageirann þar sem gáfur þeirra hafa verið nýttar til að gera einfalda hluti flókna. Þessi gróði og þetta starfsfólk hefði eflaust nýst betur ef markaðurinn hefði stýrt þeim í átt að fjölbreyttari rekstri og iðju. En þegar ein teg- und atvinnurekstrar – í þessu til- viki fjármálageirinn – telur sig starfa í þægilegu skjóli ríkisins frá því að tapa á slæmum ákvörð- unum, verður til skekkja. Ruðn- ingsáhrif fjármálageirans eru því sambærileg við aðra ríkistryggða stóriðju og beina kröftum samfé- lagsins í ranga átt. Það er auðvelt að vinna knatt- spyrnuleik ef allir í hinu liðinu þurfa að leika með blý í skónum. En það er vitleysisgangur að hlaupa um fagnandi eftir slíkan sigur, það er dramb að sannfæra sjálfan sig um að sigurinn sýni fram á snilli og heimskulegur hroki að reyna að sannfæra aðra um það. En verst af öllu er þó þegar allt samfélagið fer að trúa á náðargáfu leikmanna sigurliðs- ins. En nákvæmlega þannig hefur fjármálageiri Vesturlanda getað starfað á síðustu árum en allur annar iðnaður þurft að heyja við hann ósanngjarna keppni um starfsfólk og fjármagn. Andstæðingar ungra sjálfstæð- ismanna vilja á stundum láta eins og hugmyndafræði okkar snúist um að verja hagsmuni stórfyrir- tækja eða valdhafa. Þetta er alrangt. Réttlæti markaðshag- kerfisins felst einmitt í því að þar geta sviptingar orðið miklar. Sá sem er ríkur einn daginn getur tapað öllu og sá sem er fátækur getur snúið gæfunni sér í vil. Hið mikilvægasta er að allir keppi á jafnréttisgrunni og enginn þurfi að hafa blý í skónum þegar hann hleypur út á völlinn. Að okkar dómi er ekki grund- vallarágreiningur um það milli ungra sjálfstæðismanna og Andra Snæs Magnasonar, nema hann hafi skipt mjög um skoðun frá því hann gaf út bók sína Drauma- landið. Sú bók féll í góðan farveg meðal frjálslynds ungs fólks því forsenda hennar var að einstakl- ingarnir sjálfir væru betur til þess fallnir að nýta sköpunarkraft sinn og dugnað til góðra verka heldur en miðstýring ríkisvalds- ins. Það kom því mörgum ungum sjálfstæðismönnum á óvart að heyra Andra Snæ afflytja málstað okkar með þeim hætti sem hann gerði í Silfri Egils. Vonandi getum við flest látið okkur nægja að ríf- ast um það sem við erum ósam- mála um, en látum ekki flokka- drætti reka okkur í deilur þegar við erum sammála. Höfundur er formaður SUS. Versló, SUS og Andri Snær ÞÓRLINDUR KJART- ANSSON Stjarnfræðilegt vanhæfi UMRÆÐAN Helgi Hjörvar skrifar um stjórn Seðlabanka Íslands Dramadrottningin Davíð Oddsson þráir augljóslega að allt snúist um hann sjálfan. En hvað sem þeirri barnslegu þrá líður snýst umræða um stöðu Seðlabankans um annað og meira en eina persónu en það er traust og trúverðugleiki þessar- ar mikilvægu stofnunar. Pólitískum deilum við Davíð Oddsson er mikilvægt að halda utan við það mat en sjálfur hef ég gert grein fyrir afstöðu minni í þeim efnum m.a. í greininni „Klassískur kommúnistaleiðtogi“ í Morgunblaðinu vorið 2001. Á næstu dögum þurfum við að taka málefnalega afstöðu til þess hverjum við ætlum að treysta fyrir þeim 700 millj- örðum sem við, með harmkvælum og píslargöngu, höfum grátið sem neyðar- aðstoð út úr alþjóðastofnunum og frá viðskiptalöndum okkar. Spyrja verður á faglegum forsendum hvort yfirstjórn Seðlabankans sé treystandi fyrir þessu fjöreggi okkar. Óháð einstökum persón- um þarf að hafa eftirfarandi í huga: 1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórn- endur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna“ í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu. 2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki. 3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf. 4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðug- leika og beitti ekki stjórntækj- um sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið. 5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar. 6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestinga- gleði og þar með þenslu. 7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðar- innar á Englandi eftir að Icesave- vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðarör- yggi. 8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr. 9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London. 10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf. 11. Ófaglegt er að engin viðbragðsá- ætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu. 12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika. 13. Óheppilegt var og trúlega viðvan- ingsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum. 14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögur- stundu. 15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samn- inga! Hve illa er þá komið fyrir trúverð- ugleika Seðlabankans? 16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta“ bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta. 17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli. 18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi. 19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts“. 20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu. 21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga. 22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF. 23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum. Öll gerum við mistök og sætum stundum ósanngirni. En þegar heildar- myndin er metin, ásamt öllu því smálega sem ég hirti ekki um að tína til, er eðlilegt að efasemdir vakni. Þær styrkjast við lestur nýjasta heftis Peningamála og óraunsærra væntinga um traust og trúverðugleika. Sá lestur vekur áhyggjur um að Seðlabankastjórn- in gæti eytt IMF-láninu í enn einn óraunsæjan leiðangur sem bankinn hefði ekki styrk til að ljúka. Það hefur hent margar þjóðir í okkar stöðu og þær setið eftir enn skuldugri en fyrr. Það er þess vegna ekki verið að persónugera vandann þegar kallað er eftir breyting- um í Seðlabankanum. Það er einfaldlega verið að segja hið sjálfljósa að þegar við nú stöndum á hyldýpisins brún er mikilvægt að hafa faglega yfirstjórn Seðlabankans. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. HELGI HJÖRVAR Á næstu dögum þurfum við að taka málefnalega afstöðu til þess hverjum við ætlum að treysta fyrir þeim 700 milljörðum sem við, með harmkvæl- um og píslargöngu, höfum grátið sem neyðaraðstoð út úr alþjóðastofnunum og frá viðskiptalöndum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.