Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 54
34 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Hótelerfinginn París Hilton hefur bundið enda á samband sitt við rokkarann Benji Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte. Þau voru saman í níu mánuði en að sögn vina þeirra reyndust þau á endanum vera of ólík til að hamingjan entist. „Hann hefur hjálpað henni að fullorðnast og þau vilja vera vinir áfram. París ætlar nú að njóta þess að vera á lausu í bili,“ sagði vinkona hennar við The Sun. Ekki er langt liðið síðan bandarískir fjölmiðlar birtu myndir af París úti á lífinu með fyrrverandi kærasta sínum, Stavros Niarchos. Vinir hennar staðhæfa þó að hann eigi ekki þátt í skilnaði Parísar og Madden. París sparkar kærastanum HAMINGJAN ÚTI París Hilton og Benji Madden hafa slitið níu mánaða sam- bandi sínu. NORDICPHOTOS/GETTY Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega,“ segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman.“ Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Hita upp fyrir Cold War Kids Listamaðurinn Georg Erlingsson Merritt hefur skipulagt sýningu þar sem saga Draggkeppni Íslands er rakin. Sýningin hefst í Regn- bogasal Samtaka 78 í kvöld. „Þau hjá samtökunum spurðu mig hvort ég væri til í að leyfa fólki að sjá afrakstur keppninnar í gegnum árin,“ segir Georg, sem hefur séð um rekstur hennar frá árinu 1999. Sýndir verða sigurkjólar bæði frá draggdrottn- ingu og -kóngi auk þess sem fleiri kjólar, ljósmyndir, myndbönd og annað verður til sýnis. Georg telur að fjöldi fólks eigi eftir að láta sjá sig. „Það er svo marga sem dauðlangar að sjá vídeó og ljósmyndir af sjálfum sér í keppninni og líka þeir sem voru á þessum keppnum. Ég veit að það verða margir sem vilja koma að sjá þetta,“ segir Georg, sem vann keppnina árið 1998 er hún var haldin í Ingólfskaffi. Keppnin hóf göngu sína árið á undan og hefur hún verið haldin ellefu sinnum. Að sögn Georgs verða kjólar áberandi á opnuninni í kvöld klukkan 20 því fyrrverandi keppendur ætla að mæta í gömlu kjólunum sínum og með góða skapið með í för. Sýningin stendur yfir til 3. desember. Saga dragg- keppni rakin GEORG Georg Erlingsson í góðu stuði í einni af draggkeppnunum sem haldnar hafa verið. > MORRISONS MINNST Á BAR Ray Manzarek og Robby Krieger úr hljómsveitinni The Doors ætla að taka þátt í athöfn í Los Angel- es 8. desember til að halda upp á af- mæli Jims Morrison sem hefði orðið 65 ára hefði hann lifað. Athöfnin fer fram á barnum Barney´s Bean- ery. Morrison, sem lést árið 1971, var fastagestur þar undir lok sjö- unda áratugarins ásamt Janis Joplin. Seinna meir var honum meinaður aðgangur þangað eftir að hann pissaði á barinn. Afhjúpaður verður minningar- skjöldur einmitt á staðnum þar sem hann pissaði. HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tón- leikaferð með Cold War Kids. Nýtt í Skífunni! Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Ragnheiður Gröndal Bella & her Black Coffee Ný plata frá stórsöngkonunni Ragnheiði Gröndal. Inniheldur m.a. hið frábæra lag Flowers in the Morning.Ragnheiður Gröndal áritar og tekur lagið í Skífunni Kringlunni á morgun kl. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.