Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 26
„Við fengum fyrstu tvö eintökin í hendurnar í gær og ég reikna með að hún komi út á næstu dögum,“ segir Rúnar Marvinsson, mat- reiðslumaður og höfundur mat- reiðslubókarinnar Náttúran sér um sína. Útgáfufyrirtækið White River gefur bókina út. Í bókinni eru uppskriftir þar sem hráefni sem finnst úti í náttúrunni er nýtt. „Ég hef haft það að leiðar- ljósi að bruðla ekki mikið, það er óþarfi að venja sig á það. Ég nota það sem náttúran hefur upp á að bjóða, allt frá kryddjurtum yfir í þörunga.“ Í bókinni fer Rúnar gegnum feril sinn í matreiðslunni. Hann vill ekki kannast við að hafa alltaf haft að leiðarljósi að nýta það sem til var og hafi þurft að læra hlutina eins og aðrir. „Í byrjun var ég bara eins og hver annar skussi og skunkur og kunni ekki neitt. En áhuginn á auðlindum náttúrunnar kom svo með reynslunni.“ Innan um uppskriftirnar er að finna gamanmál sem Rúnar segir krydda lesturinn og sumar sögurn- ar jaðri við að vera óprenthæfar „Þetta er hálfgert gaspur. Ég var nú til sjós í gamla daga og þar var viðhafður gálgahúmor. Þegar ég var að byrja á sjónum var fyrsta viðurkenningin sem ég fékk fyrir matreiðslu: „Komdu með kaffið, kokkfjandi, ég þarf að losna við óbragðið úr kjaftinum!“ En síðar á lífsleiðinni sagði fólk: „Nei takk, ég vil ekki kaffi til að skemma ekki góða bragðið í munninum“. Þá fór ég að trúa því að ég hefði kannski eitthvað lært, að minnsta kosti eitt- hvað skánað.“ heida@frettabladid.is Gaspur og gamansögur Náttúran sér um sína er titill matreiðslubókar eftir Rúnar Marvinsson þar sem hann blandar uppskriftum með hráefni úr náttúrunni saman við gamanmál. Bókin er væntanleg á markað á næstu dögum. Myndirnar í bók Rúnars eru teknar af Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara. Rúnar Marvinsson matreiðslumaður gefur út bókina Náttúran sér um sína, með glensi innan um mataruppskriftir. Hann dreifir bókinni sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFGANGAR geta verið herramannsmatur ef þeir eru notaðir í matarmiklar súpur eða eggjakökur. Kartöfl- ur, pasta, kjötálegg og alls konar grænmeti er allt matur sem gott er að nota. www.tskoli.is Rafeindavirkjun Menntun í rafeindavirkjun gefur mikla atvinnu- möguleika í raf- og hátækniiðnaði. Menntun í raf- eindavirkjun er góður undanfari fyrir rafmagns- tækni- eða rafmagnsverkfræðimenntun. Tölvur, netkerfi, staðarnet, víðnet, hub, switch, router, rauntímanet, IP, VHF, GPS, radar, AIS Linux, Windows, jaðarbúnaður, loftnetskerfi, fjarskiptakerfi, iðn- stýringar, radíófjarskipti, sjónvarp, hljóð, video streaming, miðlun, hátækni, LCD, Plasma, CanOpen, I2C, forritun. Grunnám rafiðna - Hraðdeild Undirbúningur fyrir framhaldsnám í rafiðn- greinum. Tekur tvær annir í stað fjögurra. Inntökuskilyrði er stúdent eða sambærileg menntun. Rafvirkjun Menntun í rafvirkjun gefur mikla atvinnumögu- leika í raf- og hátækniiðnaði. Menntun í rafvirkjun er góður undanfari fyrir nám á hærra skólastigi. Raflagnir, stýringar, lýsing, segulliðar, PLC tölvur, forritanlegt raflagnaefni, tengi, dósir, kló, innstunga, lekaliði, útsláttaröryggi, símkerfi, tölvulagnir, reglugerðir um raforkuvirki, tæknilegir tengiskilmálar, raflagnateikning, loftstýringar, rökrásastýringar, stjórnbúnaður, rafalar, rafmótorar, spennar, raf- dreifikerfi. Spennandi nám, miklir atvinnumöguleikar Raftækniskólinn kynnir www.tskoli.is/skolar/raftaekniskolinn/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.