Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 46
26 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. FRANSKI HEIMSPEKINGURINN VOLTAIRE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1694. „Menn ana aldrei eins langt og þegar þeir vita ekkert hvert þeir eru að fara.“ Voltaire var mikilvægur boðberi upp- lýsingarinnar. Frægasta bók hans, Birtíngur, kom út árið 1975 í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness. Þennan dag var lýst yfir að WH Holding, félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magn- ússonar, hefði lagt 85 milljónir punda, þá 11,3 milljarða króna, til kaupa á knattspyrnufélaginu West Ham, auk þess sem skuldir upp á þrjá millj- arða króna, á þávirði, voru yfirteknar. West Ham hafði verið að stórum hluta í fjöl- skyldueign, tveir af þremur stærstu hluthöfum West Ham voru afkomendur þeirra sem stofn- uðu félagið árið 1895. Þessi kaup Íslendinga voru dæmi um hættulega þróun að mati margra Eng- lendinga sem töldu að of mörg ensk félög væru komin í eigu erlendra aðila. Íslendingar voru ekki þeir einu sem vildu kaupa West Ham því Íraninn Kia Joorabchian hafði lengi haft hug á að kaupa félagið og hafði meðal ann- ars fengið tvo argentínska landsliðsmenn til liðs við félagið, þá Carlos Tévez og Javier Maschera- no. Í raun var óljóst hver átti þessa leikmenn og eftir að Tevez hafði átt stóran þátt í að bjarga West Ham frá falli þetta tímabil þá kærðu félögin sem féllu, West Ham fyrir að hafa notað Tévez. West Ham tapaði málinu en hefur áfrýjað því og það mál stendur enn þá yfir. Eggert Magnússon varð stjórnarmaður félagsins en eftir að hafa gert of dýra samninga var hann settur af. ÞETTA GERÐIST: 21. NÓVEMBER 2006 Íslendingar kaupa West Ham Íslendingum gefst kostur á að kynna sér dásemdir Suður-Grænlands um helgina en Flugfélag Íslands, Destination South Greenland og Norræna húsið standa sameiginlega að kynningu um þennan heillandi áfangastað í Norræna húsinu á morgun. Ferðafrömuðir frá svæðinu munu sækja Ísland heim og verður græn- lenskur trommudansari með í för. Þá gefst gestum kostur á því að bragða grænlenskan mat og hlýða á hina ýmsu fyrirlestra. Edda Lyberth, staðarhaldari í Bröttu- hlíð, sem hefur búið á Suður-Grænlandi í rúma tvo áratugi, mun rekja sögu Suður-Grænlands en hún tekur á móti ferðamönnum á ári hverju og segir þeim sögu Eiríks rauða sem reisti Bröttuhlíð rétt fyrir aldamótin 1000. Þar eru nú rústir frá tímum kappans ásamt eftir- líkingu af bústað hans og Þjóðhildar- kirju, fyrstu kirkjunni á Grænlandi. „Við veltum því fyrir okkur í ljósi aðstæðna hvort þetta væri rétti tím- inn til að koma til Íslands en komumst að þeirri niðurstöðu að nú væri einmitt þörf á ferskum andblæ frá okkur hérna handan við hafið.“ Áhugi Íslendinga á veiðiferðum til Grænlands hefur farið vaxandi und- anfarin ár og þá sérstaklega á stang- veiðiferðum og hreindýraveiði. Göngu- fólk og aðrir útivistarhópar fara einn- ig í vaxandi mæli á þessar slóðir. „Auk þess kemur fjöldi gesta frá Evrópu og Ameríku en síðastliðið sumar tókum við á móti 34 skemmtiferðaskipum svo dæmi sé tekið,“ bendir Edda á og bætir við að svæðið sé skemmtilegur valkost- ur fyrir fólk sem hefur ánægju af úti- vist og sækist eftir kyrrð. „Kyrrðin er okkar sérstaða og eru jöklagöngur og siglingar í stórbrotnu landslagi óvið- jafnanlegar.“ Kristján Möller samgönguráðherra setur dagskrána í kvöld klukkan 17.30 en kynning á ferðamöguleikum svæð- isins hefst á morgun klukkan 13. Þá segir Pálmi Gunnarsson, söngvari og veiði áhugamaður, frá reynslu sinni af veiðum úr fengsælum ám og vötnum á Suður-Grænlandi og Emil Guðmunds- son kynnir ferðir fyrir eldri borgara um fornar byggðir Íslendinga í Eystri- byggð svo dæmi séu tekin. Dagskrá- in verður svo brotin upp með þjóðleg- um trommudansi og öðrum skemmti- legheitum. SUÐUR-GRÆNLENSKIR DAGAR: HALDNIR Í NORRÆNA HÚSINU Kyrrð og stórbrotið landslag Edda Lyberth mun rekja sögu Suður-Grænlands en hún leggur stund á menningartengda ferðaþjónustu í Bröttuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn K. Örvar úrsmiður, er látinn. Hanna Marta Vigfúsdóttir Björg Örvar Kjartan B. Örvar Anna Birna Björnsdóttir Björn Lárus Örvar Unnur Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Svanhildur Stefánsdóttir Ártúni 22, andaðist 19. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðviku- daginn 26. nóvember kl. 13.00. Guðmundur Rúnar Magnússon Steinn Logi Guðmundsson Ingibjörg Erna Sveinsdóttir Kristbjörg Guðmundsdóttir Magnús Árnason Sigurjón Guðmundsson Kristbjörg Elídóttir Hrönn Guðmundsdóttir Ásgeir Þór Eiríksson Stefán Magnús Guðmundsson Alda Ragna Þorvaldsdóttir og ömmubörn. 75 ára afmæli Herder Andersson fatahönnuður, Ljósheimum 11, Reykjavík, fæddur í Svíþjóð og fl uttist til Íslands árið 1958. Undanfarin ár hefur mestur tími hans farið í að hanna kirkju- klæði. Herder situr aldrei auðum höndum, hann segir það gott að hafa nóg fyrir stafni þegar aldurinn færist yfi r. Kvöldinu æltar hann að eyða í faðmi fjölskyldu, íslenskri og sænskri. Um þessar mundir kemur út í Svíþjóð fyrsta bók hans og verður það stærsta g jöf hans. Okkar ástkæri, Valdimar Jörgensson Laugarnesvegi 87, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 17. nóvember. Arndís Jónsdóttir Jörgen H. Valdimarsson Björg Valsdóttir Jórunn Valdimarsdóttir Sigurður Freysson Gunnar Valdimarsson Lára Á. Kristjánsdóttir og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1793 Jean-François Pilâtre de Rozier og François Laurent d’Arlandes fljúga í loftbelg fyrstir allra. 1931 Leikrit var flutt í fyrsta sinn í Ríkisútvarpinu. Það eru kaflar úr Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sig- urðsson. 1984 Niðurstöður könnunar Hagvangs sýna að Íslend- ingar eru hamingjusam- asta þjóð í heimi, mjög trúhneigðir og stoltir af þjóðerni sínu. 1993 Endurvarp hefst frá erlend- um sjónvarpsstöðvum, í samvinnu við Stöð 2, undir heitinu Fjölvarp. 2002 NATO býður Búlgaríu, Eist- landi, Litháen, Lettlandi, Rúmeníu, Slóvakíu og Sló- veníu að gerast meðlimir. Þeir sem vilja prófa nýja hluti í atvinnuskyni en hafa ekki fullmótaðar hugmynd- ir um í hverju þeir felast geta mætt hjá Viðskipta- smiðju Klaks í Kringlunni 1 í Reykjavík í dag, 22. nóv- ember klukkan 11 til 14. Þar verður hugmyndasmiðja í gangi þar sem einstakling- um verður hjálpað að finna tækifæri byggð á eigin þekk- ingu og reynslu. Hugmynda- smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Tækifærið er svo þróað í viðskiptamódel með það að leiðarljósi að hægt sé að sækja um þátttöku í Við- skiptasmiðjunni. Hún er á vegum Klaks sem er nýsköp- unarmiðstöð atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík. Tækifæri byggð á eigin þekkingu Klak sem stendur að hugmynda- smiðjunni er nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. AFMÆLI BJÖRK GUÐMUNDS- DÓTTIR söngkona er 43 ára. ÁSKELL MÁSSON tónskáld er 55 ára. NICOLLETTE SHER- IDAN leikkona er 45 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.