Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 4
4 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu um tíu prósent er útilokaður án verulegrar skerðingar á þjónustu og fjöldauppsögnum, segja forstjórar heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni. Færar leiðir koma allar beint niður á starfsfólki í launalækkunum eða auknu álagi. Fjármálaráðuneytið hefur látið þau boð út ganga að öll ráðuneyti reyni að skera niður kostnað um tíu prósent af ársveltu. Í tilfelli heilbrigðisráðuneytisins þarf að skera niður um tólf milljarða króna. Landspítalinn einn þarf að skera niður um fjóra milljarða. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðis- stofnunar Austurlands (HSA), segir að umbeðn- um niðurskurði ráðuneytisins verði aldrei náð án verulega skertrar þjónustu og fjöldaupp- sagna. „Hvernig á það að vera hægt þegar laun eru sjötíu til áttatíu prósent af kostnaði við heilbrigðiskerfið?“ Einar segir sparnaðarhug- myndir hjá HSA felast í lækkuðu starfshlutfalli og að fólki séu ætluð fleiri verk. „Þetta þýðir einfaldlega meira álag á starfsfólkið, eins og það hafi ekki verið nægt fyrir.“ Einar segir að sparnaður HSA verði um 100 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2009 eru stofnuninni ætlaðir um tveir milljarðar króna í starfsfé. Þegar allt er talið er því mögulegur niðurskurður HSA innan við fimm prósent. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa skilað hugmyndum um niðurskurð frá fjórum til sjö prósenta. Engin þeirra nær tíu prósentum án niðurskurðar á starfsemi eða fjöldauppsagna. Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, tekur undir með Einari um hvað tíu prósenta niðurskurður þýði fyrir heilbrigðiskerfið. Hann segir þó lengi mögulegt að hagræða. „Sumt snýst um líf og dauða en annað ekki. Það er eðlilega í forgangi og verður aldrei skorið niður. Annað þarf hins vegar að víkja eða vinna síðar.“ Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, segir að niðurskurðurinn þýði verulegar breytingar á starfsemi. „Við höfðum að leiðarljósi hvert væri frumhlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Við reyndum að forðast uppsagnir og skerðingu þjónustu eins og kostur er. Við segjum upp öllu sem er umfram kjarasamninga og endurskoðum vaktir. Þetta dugar þó ekki til og ef við eigum að skera niður um tíu prósent er óhjákvæmilegt að skera niður starfsemi. Við gerðum ráðherra grein fyrir því í okkar tillögum.“ svavar@frettabladid.is Útilokað að hægt sé að skera niður um tíu prósent Forstjórar heilbrigðisstofnana telja útilokað að skera niður kostnað um 10 prósent án þjónustuskerðingar og uppsagna. Launalækkanir og lokanir er talinn eini raunhæfi kosturinn til að ná sparnaðarmarkmiðinu. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Land- spítalans, segir að laun starfsfólks verði ekki lækkuð en hægt sé að draga úr launakostnaði. Mögulegt sé að spara með fækkun legudaga á sjúkrahúsinu og hún viðrar hugmyndir um sjúklingahótel í því samhengi. „Okkar tillaga nær ekki tíu prósenta niðurskurði í þeim drögum sem við höfum skilað ráðuneytinu. Við höfum lagt fram tillögur um hvað við getum gert til þess að nálgast það markmið,“ segir Hulda. „Við lækkum launakostnað með því að leggja niður yfir- og aukavinnu. Við munum einnig breyta legudeildum í dag- og göngudeildir sem útheimtir færra starfsfólk. Hulda segir mörg dæmi þess að hámarkshagkvæmni hafi ekki verið höfð að leiðarljósi í íslensku heilbrigðiskerfi. „Við skipuleggjum ekki ferli sjúklingsins í gegnum sjúkrahúsið nægilega vel og erum aðeins á byrjunarreit samanborið við það sem gerist erlendis hvað þetta varðar.“ Hulda segir mögulegt að fækka legudögum gífurlega með skipulagsað- gerðum og það sé forsenda í lækkun kostnaðar. „Ef við hefðum til dæmis sjúk- lingahótel, ekki sjúkrahótel, væri hægt að halda uppi þjónustunni en hvert legupláss er mun ódýrara. Þar dvelur fólk sem er að koma í aðgerð eða er að ljúka meðferð á Landspítalan- um.“ Sparar með bættu skipulagi HULDA GUNN- LAUGSDÓTTIR HREIÐRIÐ Á LANDSPÍTAL- ANUM Lokun deilda er talin óumflýjanleg við niðurskurð. Fæðingardeildir heilbrigð- isstofnana á Selfossi og á Suðurnesjum eru títtnefndar í því sambandi. Nálægð við LHS er ástæðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Skart fylgir bókinni! VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 9° 6° 5° 2° 7° 8° 4° 3° 4° 21° 11° 2° 19° -1° 11° 17° 0° Á MORGUN 8-15m/s hvassast með ströndum -2 SUNNUDAGUR Hvöss norðanátt 7 -10 2 3 8 5 3 4 2 2 3 5 1 5 5 2 2 -2 0 0 10 HLÝNAR Í NÓTT OG Á MORGUN Síðdegis í dag tekur að þykkna upp á landinu vestanverðu er lægð nálgast. Seint í kvöld eða nótt má búast við snjómuggu eða slyddu vestan til og í fyrramálið verður komin sunnan og síðar suðvestan strekkingur eða all- hvasst með rigningu á vesturhluta landsins. Síðdegis á morgun fer að slydda eða rigna austan til á landinu. -3 -3 -4 -3 -6 -4 -5 -1 -1 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI „Eldsneytisverð gæti lækkað um fjórar til fimm krónur í desember þegar við fáum nýjan farm,“ segir Hermann Guðmunds- son, forstjóri N1. Von er á send- ingu um miðjan næsta mánuð. Verð á hráolíu lækkaði talsvert á bandarískum olíumarkaði í gær og fór undir fimmtíu dali á tunnu. Slík verðlagning hefur ekki sést í rúm þrjú ár, eða í maí árið 2005. Væntingar um minnkandi eftir- spurn eftir olíu og eldsneyti á neytendamarkaði víða um heim skýrir verðlækkunina að mestu, að sögn Bloomberg-fréttaveitunn- ar. Olíuverðið fór hæst í 147,27 dali á tunnu á olíumarkaði í Banda- ríkjunum um miðjan júlí síðastlið- inn og hefur þessu samkvæmt fallið um rúm 66 prósent síðan þá. Eldsneytisverð vestanhafs hefur lækkað um fimmtíu prósent á sama tíma. Hermann segir verðþróunina hér miðast við óbreytt gengi dals gagnvart krónu fram að afhend- ingartíma en erlendir birgjar fóru fram á staðgreiðslu eftir banka- hrunið í síðasta mánuði. Falli krónan megi reikna með að lækk- unin þurrkist út. Neytendur hér muni hins vegar sjá enn ódýrara eldsneytisverð takist að styrkja krónuna, að sögn Hermanns. - jab EIN AF STÖÐVUM N1 Landsmenn gætu átt von á fjögurra til fimm króna lækkun á eldsneyti í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL BJARNASON Hráolíuverð hefur ekki verið lægra á erlendum mörkuðum í þrjú ár: Von er á ódýrari bensínfarmi ÍSRAEL, AP Heilsíðuauglýsing frá Palestínustjórn birtist í þremur ísraelskum dagblöðum í gær, þar sem Mahmoud Abbas fullvissar ísraelskan almenning um að araba- ríki muni taka Ísraelsríki í sátt ef herteknu svæðin verða látin af hendi. Auglýsingin vísar í friðartillögu Arababandalagsins frá árinu 2002, sem Íraelar hafa hvorki fallist á óbreytta né viljað nota sem grunn að samkomulagi. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Palestínumanna notar þessa aðferð til að ná eyrum Ísraela. - gb Abbas fer nýjar leiðir: Auglýsir friðar- tilboð í Ísrael AUGLÝSINGIN Leiðtogi Palestínumanna hefur ekki áður beitt þessari aðferð. EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Landbúnað- arráðherrar Evrópusambandsríkj- anna hafa samþykkt að gerðar verði frekari umbætur á styrkja- kerfi landbúnaðarins í ESB. Tilgangurinn er að bæta samkeppnishæfni evrópskra bænda á alþjóðavísu og auka líkurnar á því að samkomulag náist um alþjóðleg viðskipti. Ekki verður þó dregið úr styrkjum til landbúnaðar, sem nú nema 53 milljónum evra á ári, heldur verður dregið úr bein- greiðslum til bænda en féð í staðinn notað til að efla dreifbýlis- þróun, matvælagæði og umhverf- isvernd. - gb Evrópusambandið: Landbúnaðar- styrkjum breytt VINNUMARKAÐUR Norska ráðningar- fyrirtækið Jobbia kynnti atvinnu- tækifæri fyrir iðnaðarmenn í Noregi í húsakynnum Samiðnar í gær. Vel á annað hundrað manns mætti til að hlusta á og spjalla við fulltrúa fyrirtækisins um þá atvinnumöguleika sem bjóðast í Noregi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að troðfullt hafi verið á fundinum og greinilegt að margir séu að íhuga alvarlega þann möguleika að athuga með vinnu í Noregi enda sé rík hefð fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn fari til vinnu til hinna Norðurlandaþjóðanna. - ghs Jobbia kynnir atvinnutækifæri: Mikill áhugi á vinnu erlendis GENGIÐ 20.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 236,5712 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 140,24 140,9 208,17 209,19 175,51 176,49 23,546 23,684 19,721 19,837 17,114 17,214 1,4699 1,4785 175,51 176,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.