Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 20
20 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 136 635 -1,98% Velta: 363 milljónir MESTA HÆKKUN NÝHERJI 3,96% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 17,60% ATORKA 16,67% FØROYA BANKI 11,36% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atorka 0,50 -16,67% ... Bakkavör 2,06 -17,60% ... Eimskipafélagið 1,32 -0,75% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,05 -1,14% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 77,10 -6,32% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 97,50 -4,88% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Stjórn bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur borist óformlegt tilboð í smásöluhluta verslunarinn- ar. Lokað var fyrir viðskipti tíma- bundið með bréf félagsins í kjöl- farið í fyrradag. Þegar viðskipti hófust á ný féll gengið um tæp 40 prósent. Fall- ið hélt áfram í gær. Tilboðið er frá fatakeðjunni Hilco sem sérhæfir sig í fyrirtækj- um í rekstrarvanda og viðsnúningi þeirra. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Times hljóðar til- boðið upp á eitt pund. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum. Þá gerði Baugur tilboð í smásölu- hlutann síðla sumars upp á fimm- tíu milljónir punda í félagi við Mal- colm Walker, forstjóra frystivörukeðjunnar Iceland. Til- boðið þótti fela í sér of mikla upp- stokkun og var vísað út af borðinu eftir að það lak í fjölmiðla. Í kjöl- farið hrundi gengi bréfa í Wool- worths og stóð það fyrir hádegi í gær í lægsta gildi, tveimur pensum á hlut Hilco hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur fatakeðjunnar MK One af félaginu í maí. - jab Woolworths til sölu JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið Unity. Það er nú skráð fyrir 12,4 prósent- um. Gengi bréfa í Woolworths hefur fallið um tæp 95 prósent frá væntu meðalgengi bréfanna (um 37 pensum á hlut) á tímabilinu. FLÖGGUÐU 2005 Hlutabréf Existu verða tekin úr við- skiptum í Kaup- höllinni eftir lokun hennar 12. desember. Afskráning félagsins var samþykkt á hluthafafundi Existu í lok síðasta mánaðar. Fram kom á sama fundi að hugsanlega yrði það skráð aftur á markað síðar þegar aðstæður batna. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings með 24,7 prósenta hlut þegar bankinn fór í þrot í byrjun síðasta mánaðar. - jab Exista skráð úr Kauphöll Íslands LÝÐUR GUÐMUNDSSON „Við tókum upp fastgengisstefnu til að búa til stöðugleika. Grund- völlur Microsoft er sá að fyrirtæki starfi í landinu,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Microsoft hefur náð samkomu- lagi við höfuðstöðvar Microsoft um að öll viðskipti íslenskra fyrir- tækja og einstaklinga við Micros- oft miðist við að evran kosti 120 krónur næstu þrjá mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Mic- rosoft grípur til aðgerða sem þessa ef frá eru taldar sértækar aðgerðir í Argentínu. Gengi evru hefur staðið í kring- um 174 krónur upp á síðkastið. Miðað við það er gengi krónu um 31 prósenti sterkara í viðskiptum íslenskra fyrirtækja við Microsoft en það raunverulega er. Microsoft tekur á sig allan kostn- að við fastgengisstefnuna. Halldór segir von manna standa til að þetta komi í veg fyrir að ólög- leg afritun hugbúnaðar frá Micro- soft aukist hér á landi. Landsmenn voru aftarlega á merinni fyrir nokkrum árum, á pari við svonefnd „austantjaldslönd“ en hafa bætt sig nokkuð síðan. Nýjustu mæling- ar sýna að tæpur helmingur, 48 prósent, alls hugbúnaðar sem not- aður er hér á landi er ólöglegur. Árið 2005 stóð þetta hlutfall í 57 prósentum. Stór hluti þess er bún- aður undir merkjum Microsoft, að sögn Halldórs. - jab HALLDÓR JÖRGENSSON „Íslensk fyrir- tæki geta ekki beðið lengur eftir því að gengi krónunnar lagist,“ segir forstjóri Microsoft á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fastgengi gegn hugbúnaðarþjófnaði Microsoft hefur fest gengi evru við 120 krónur í viðskiptum við íslensk fyrir- tæki næstu þrjá mánuði. Gengi evrunnar hefur verið nálægt 174 krónum. Afköst eru meiri hjá starfs- fólki fyrirtækja sem meðvitað er um stefnu fyrirtækjanna sem það vinnur hjá. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var meðal íslenskra fyr- irtækja. „Íslenskir fyrirtækjastjórn- endur virðast fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í stjórnunarfræðum erlendis,“ segir Einar Svansson, ráð- gjafi hjá ParX viðskiptaráð- gjöf og meistaranemi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir sem Einar hefur gert vegna meistararitgerðar sinnar sýna að tveir þriðju hlutar af tvö hundruð stærstu fyrirtækjum hér á landi eru með formlega stefnu sem er kerfisbundið kynnt fyrir starfsmönnum. „Það er sama hlutfall og erlendis og þessi niðurstaða kom okkur því mjög skemmtilega á óvart.“ Einar segir að fram komi skýr fylgni árangurs og notk- unar á stefnu og kynningu hennar fyrir starfsmönnum. „Stundum er sagt að stefnu- mótun sé rammi utan um óvissu. Það er því enn mikil- vægara þegar óvissa er mikil, eins og nú, að fyrirtæki móti sér skýra stefnu og geri starfs- mönnum ljóst hver langtíma- markmiðin eru svo allir geti unnið að þeim.“ - msh Upplýst fólk vinnur betur EINAR SVANSSON Einar, sem ráðgjafi hjá ParX, gerði í tengslum við meistararitgerð rannsókn meðal íslenskra fyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.