Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 20
20 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 136 635 -1,98% Velta: 363 milljónir MESTA HÆKKUN NÝHERJI 3,96% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 17,60% ATORKA 16,67% FØROYA BANKI 11,36% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atorka 0,50 -16,67% ... Bakkavör 2,06 -17,60% ... Eimskipafélagið 1,32 -0,75% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,05 -1,14% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 77,10 -6,32% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 97,50 -4,88% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Stjórn bresku verslanakeðjunnar Woolworths hefur borist óformlegt tilboð í smásöluhluta verslunarinn- ar. Lokað var fyrir viðskipti tíma- bundið með bréf félagsins í kjöl- farið í fyrradag. Þegar viðskipti hófust á ný féll gengið um tæp 40 prósent. Fall- ið hélt áfram í gær. Tilboðið er frá fatakeðjunni Hilco sem sérhæfir sig í fyrirtækj- um í rekstrarvanda og viðsnúningi þeirra. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Times hljóðar til- boðið upp á eitt pund. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum. Þá gerði Baugur tilboð í smásölu- hlutann síðla sumars upp á fimm- tíu milljónir punda í félagi við Mal- colm Walker, forstjóra frystivörukeðjunnar Iceland. Til- boðið þótti fela í sér of mikla upp- stokkun og var vísað út af borðinu eftir að það lak í fjölmiðla. Í kjöl- farið hrundi gengi bréfa í Wool- worths og stóð það fyrir hádegi í gær í lægsta gildi, tveimur pensum á hlut Hilco hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur fatakeðjunnar MK One af félaginu í maí. - jab Woolworths til sölu JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur flaggaði þriggja prósenta hlut í Woolworths í desember 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið Unity. Það er nú skráð fyrir 12,4 prósent- um. Gengi bréfa í Woolworths hefur fallið um tæp 95 prósent frá væntu meðalgengi bréfanna (um 37 pensum á hlut) á tímabilinu. FLÖGGUÐU 2005 Hlutabréf Existu verða tekin úr við- skiptum í Kaup- höllinni eftir lokun hennar 12. desember. Afskráning félagsins var samþykkt á hluthafafundi Existu í lok síðasta mánaðar. Fram kom á sama fundi að hugsanlega yrði það skráð aftur á markað síðar þegar aðstæður batna. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings með 24,7 prósenta hlut þegar bankinn fór í þrot í byrjun síðasta mánaðar. - jab Exista skráð úr Kauphöll Íslands LÝÐUR GUÐMUNDSSON „Við tókum upp fastgengisstefnu til að búa til stöðugleika. Grund- völlur Microsoft er sá að fyrirtæki starfi í landinu,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Microsoft hefur náð samkomu- lagi við höfuðstöðvar Microsoft um að öll viðskipti íslenskra fyrir- tækja og einstaklinga við Micros- oft miðist við að evran kosti 120 krónur næstu þrjá mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Mic- rosoft grípur til aðgerða sem þessa ef frá eru taldar sértækar aðgerðir í Argentínu. Gengi evru hefur staðið í kring- um 174 krónur upp á síðkastið. Miðað við það er gengi krónu um 31 prósenti sterkara í viðskiptum íslenskra fyrirtækja við Microsoft en það raunverulega er. Microsoft tekur á sig allan kostn- að við fastgengisstefnuna. Halldór segir von manna standa til að þetta komi í veg fyrir að ólög- leg afritun hugbúnaðar frá Micro- soft aukist hér á landi. Landsmenn voru aftarlega á merinni fyrir nokkrum árum, á pari við svonefnd „austantjaldslönd“ en hafa bætt sig nokkuð síðan. Nýjustu mæling- ar sýna að tæpur helmingur, 48 prósent, alls hugbúnaðar sem not- aður er hér á landi er ólöglegur. Árið 2005 stóð þetta hlutfall í 57 prósentum. Stór hluti þess er bún- aður undir merkjum Microsoft, að sögn Halldórs. - jab HALLDÓR JÖRGENSSON „Íslensk fyrir- tæki geta ekki beðið lengur eftir því að gengi krónunnar lagist,“ segir forstjóri Microsoft á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fastgengi gegn hugbúnaðarþjófnaði Microsoft hefur fest gengi evru við 120 krónur í viðskiptum við íslensk fyrir- tæki næstu þrjá mánuði. Gengi evrunnar hefur verið nálægt 174 krónum. Afköst eru meiri hjá starfs- fólki fyrirtækja sem meðvitað er um stefnu fyrirtækjanna sem það vinnur hjá. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var meðal íslenskra fyr- irtækja. „Íslenskir fyrirtækjastjórn- endur virðast fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í stjórnunarfræðum erlendis,“ segir Einar Svansson, ráð- gjafi hjá ParX viðskiptaráð- gjöf og meistaranemi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir sem Einar hefur gert vegna meistararitgerðar sinnar sýna að tveir þriðju hlutar af tvö hundruð stærstu fyrirtækjum hér á landi eru með formlega stefnu sem er kerfisbundið kynnt fyrir starfsmönnum. „Það er sama hlutfall og erlendis og þessi niðurstaða kom okkur því mjög skemmtilega á óvart.“ Einar segir að fram komi skýr fylgni árangurs og notk- unar á stefnu og kynningu hennar fyrir starfsmönnum. „Stundum er sagt að stefnu- mótun sé rammi utan um óvissu. Það er því enn mikil- vægara þegar óvissa er mikil, eins og nú, að fyrirtæki móti sér skýra stefnu og geri starfs- mönnum ljóst hver langtíma- markmiðin eru svo allir geti unnið að þeim.“ - msh Upplýst fólk vinnur betur EINAR SVANSSON Einar, sem ráðgjafi hjá ParX, gerði í tengslum við meistararitgerð rannsókn meðal íslenskra fyrirtækja.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.