Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 10
 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október síðastliðinn í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og vefinn nattura.info. Um hundrað sérfræðingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörgum málaflokkum. Fréttablaðið hefur birt tillögurnar undanfarna daga. Nánari upplýsingar má finna á nattura.info. Breytum orkunni í verðmæt tækifæri Núverandi orkusala getur skilað meiri arði inn í íslenskt hagkerfi og mikilvægt er að auka áhættu- dreifingu tekna af raforkusölu ef til byggingar nýrra virkjana kemur. Styrkir til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja er leið sem þarf að skoða til að auka fjölbreytni og gefa frumkvöðlum tækifæri á að koma hugmyndum um orkufreka starfsemi í framkvæmd. Mikilvægt er að skoða markvisst fjölbreyttari nýtingarmöguleika raforku og heits vatns. Sem dæmi um nýtingarmöguleika sem ræddir voru má nefna: Rafvæðing samgangna: Það þarf að setja saman hóp til að skoða hvort og hvernig á að rafmagns- væða samgöngur á Íslandi og gera tímasetta aðgerðaáætlun ef verkefnið reynist fýsilegt. Ylræktun: Skoða þarf möguleika á hverskyns ræktun á Íslandi, í það minnsta til að anna eftir- spurn Íslendinga en einnig með hugsanlegan útflutning í huga. Nýting úrgangs og ónýttrar orku frá jarðvarma- virkjunum (sbr. GeoChem o.fl.): Mikilvægt er að skoða leiðir til að bæta nýtni við vinnslu jarð- varmaorku þar sem einungis lágt hlutfall orkunnar sem hleypt er af jarðvarmakerfum við vinnslu nýtist í dag (<20%). Mikilvægt er að styðja við útrás íslenskrar þekkingar og efla menntun og rannsóknir á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Markviss öflun og miðlun upplýsinga Mikilvægt er að traustar forsendur séu til staðar til grundvöllunar ákvarðana og að almenningur hafi aðgang að öllum upplýsingum. Þessu er mikilvægt að breyta strax. Upplýsingar sem þurfa að vera til staðar varða meðal annars: ■ Efnahagslegan ávinning þjóðarinnar af virkjunum og stóriðju. ■ Áhrif og áhættu vegna opinberrar ábyrgðar á virkjunarframkvæmdum. ■ Núverandi nýtingu og endingartíma jarðhita- svæða. ■ Orkuverð og samninga um orkusölu. Hérna mætti hugsanlega birta lykiltölur sem duga til að meta arðsemi virkjana, í stað þess að birta samninga í heild sinni sem skaðað getur samkeppnisaðstöðu. ■ Áhrif orkuvinnslu á hagsmuni ferðaþjónust- unnar. ■ Stærð orkuforðans og fjölda mögulegra vinnslusvæða. ■ Áhrif virkjana á óbyggð víðerni og landslag og alþjóðlegt gildi íslensks landslags og gildi þess fyrir Íslendinga. ■ Endingartíma uppistöðulóna í jökulám. ■ Áhrif uppistöðulóna og setsöfnunar á grunn- sævi og á lífríki á grunnslóð, þ.m.t. á uppvöxt og umhverfi nytjastofna í hafi. ■ Samninga um opinber gjöld og skatta á stóriðju. ■ Fagaðilar, stjórnvöld og orkufyrirtæki, jafnt sem almenningur þurfa á áreiðanlegum upplýsingum að halda. ■ Hagsmunaaðilar leggja fram mjög ólíkar forsendur og halda þeim að almenningi og stjórnvöldum, oft án nauðsynlegs rökstuðnings. Slík vinnubrögð eru upplýstri umræðu til tjóns. Skýr stefnumörkun um sjálfbæra þróun Við þurfum að styrkja heildarstefnumótun í orkumálum fyrir landið þar sem tekið er tillit til allra þátta sem snerta orkuvinnslu. Mikilvægt er að upplýst og ábyrg umræða eigi sér farveg í okkar þjóðfélagi til þess að skýra kosti og hags- muni þjóðarinnar. Mörgum spurningum er ósvarað varðandi nýtingu og eignarhald orkuauðlinda sem og verndun náttúru og gildi hennar sem óspilltrar auðlindar. Einnig er spurningum ósvarað varðandi opinberar ábyrgðir af virkjunarframkvæmdum og áhættu sem þeim fylgir. Það er nauðsynlegt að leita sátta í þjóðfélaginu og setja reglur sem miða að því að möguleikar komandi kynslóða á að nýta auðlindir verði ekki skertir, hvort sem er í formi orku eða einstæðrar náttúru Íslands sem er ekki síður verðmæt auðlind. Orkubúskapur til framtíðar Í HNOTSKURN Móta þarf heildarstefnu í orkumálum fyrir landið þar sem tekið er tillit til allra þátta sem snerta orkuvinnslu. Skoða þarf markvisst fjölbreyttari nýtingarmöguleika orku. Mikilvægt er að upplýst og ábyrg umræða eigi sér farveg í okkar þjóðfélagi til þess að skýra kosti og hagsmuni þjóðarinnar. Til þess þarf að aflétta upplýsingaduld um forsendur ákvarðanatöku í orkumálum. Hlynur Stefánsson, lektor og sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs í tækni- og verkfræðideild HR, hafði umsjón með samræðu og vinnslu útgangs- punkta um orkumál. NEISTAR AF NEISTA: Orka á Íslandi Grein 8 af 8 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Sigurður Þorsteinsson ræðir möguleika og framtíðarhorfur íslenskrar hönnunar Röddin og Útvarpsleikhúsið Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.