Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 21. nóvember 2008 3 „Ég vinn hjá alþjóðadeild Micro soft og starfið mitt felst í að vinna með alþjóðastofnunum eins og Samein- uðu þjóðunum, Evrópusambandinu, NATO, Rauða krossinum og fleir- um í því að nýta betur tölvutækn- ina í viðbrögðum við náttúruham- förum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, tölvunar- og efnafræðingur. „Við horfum bæði á það hvernig hægt er að fyrirbyggja hluti eða draga úr afleiðingum. Það getur falist í að þjálfa fólk upp í að bregð- ast fyrr við og svo horfum við líka á hvernig viðbragðið sjálft er þegar eitthvað gerist og hvernig hægt er að bæta það með hjálp tölvutækn- innar. Þá er til dæmis hægt að nýta tölvutæknina til að miðla betur upplýsingum sín á milli,“ útskýrir Gísli áhugasamur. „Þegar ekki eru náttúruhamfarir þá fer ég á milli þessara stofnana og vinn með þeim í að byggja upp og búa til lausnir sem menn geta nýtt sér þegar eitt- hvað gerist. Ég bendi þeim á leiðir og dreg inn hópa innan Microsoft sem eru í því að þróa og hanna og tengi þá við alþjóðastofnanir þannig að þeir vinni saman,“ segir Gísli og nefnir að til að sinna þessu starfi þurfi mjög breiða þekkingu á efn- inu til að geta útskýrt það á manna- máli fyrir samstarfsaðilum. „Í augnablikinu er ég staddur í Bandaríkjunum, í næstu viku verð ég í Asíu og fyrir tveimur vikum síðan var ég í Afríku þannig að ég held því fram að ég haldi uppi flug- félögunum,“ segir Gísli og hlær en hann ferðast víða vegna vinnu sinn- ar. „Það sem er gaman við þetta er að undanfarin fimmtán ár hef ég verið tengdur björgunarstarfi í gegnum Slysavarnafélagið Lands- björg sem sjálfboðaliði. Í gegnum það tengdist ég síðan sveit sem Sameinuðu þjóðirnar eru með og er kölluð út þegar það eru stóráföll. Nú er ég hins vegar búinn að tengja saman áhugamálið og vinnuna þannig að maður veit aldrei hve- nær maður er í vinnunni og hvenær maður er að stunda áhugamálið,“ útskýrir Gísli spenntur og nefnir að toppurinn sé að geta tengt þetta allt saman og námið líka. „Ég útskrifaðist úr Kaupmanna- hafnarháskóla með BS-gráðu í tölv- unarfræði og MSc í efnafræði og nú nýtist námið mér í starfinu sem og áhugamálið. Þannig verður vinnan skemmtileg þegar þú vaknar á hverjum morgni og finnst áhuga- vert það sem þú ert að fara að gera á daginn,“ segir Gísli glaðvær og bætir við að ef hann hefði ekki haft þetta áhugamál hefði hann aldrei lent í þessu skemmtilega starfi sem hann nú gegnir. „Ég hef verið í þessu starfi í eitt og hálft ár en mér bauðst það í gegnum sjálfboðastarf mitt hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá var Microsoft einmitt að leita að starfs- manni til að hjálpa stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar í því að nýta tölvutækni í tengslum við nátt- úruhamfarir. Segja má að ég hafi verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma.“ hrefna@frettabladid.is Gegnir draumastarfinu Stundum geta áhugamál og menntun tvinnast skemmtilega saman en sú er raunin hjá Gísla Rafni Ólafs- syni tölvunarfræðingi sem starfar hjá alþjóðadeild Microsoft og ferðast víða um heim. Gísli ferðast um allan heim í tengslum við starf sitt hjá Microsoft og hér er hann staddur í Kenýa. MYND/ÚR EINKASAFNI www.tskoli.is Raftækniskólinn • Grunnnám rafiðna • Grunnnám rafiðna - hraðferð • Kvikmyndasýningastjórnun • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafvirkjun • Hljóðtækni Fjölmenningarskólinn • Sérdeildir • Nýbúabraut Hársnyrtiskólinn • Hársnyrtiðn Upplýsingatækniskólinn Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina • Bókband • Grafísk miðlun (prentsmíð) • Kvikmyndagerð • Ljósmyndun • Prentun Tölvubraut • Forritun, nettækni, tölvutækni Margmiðlunarskólinn Skipstjórnarskólinn • Skipstjórn A (< 24 metrar) • Skipstjórn B (< 45 metrar) • Skipstjórn C (Öll fiskiskip + 3000 BT) • Skipstjórn D (Öll skip, alþjóðaréttindi) Véltækniskólinn • Vélstjórn A (VA og ≤750 kW) • Vélstjórn B ( ≤1500 kW) • Vélstjórn C ( ≤3000 kW) • Vélstjórn D (Vélfræðingur) Hönnunar- og handverksskólinn • Grunnnám fataiðnbraut • Fatatæknir • Almenn hönnun • Almenn hönnun – hraðbraut • Fataiðnbraut - kjólasaumur • Fataiðnbraut - klæðskurður • Gull- og silfursmíði • Handverkshönnun Endurmenntunarskólinn • Meistaraskólinn, dagskóli • Meistaraskóli, kvöldskóli • Framleiðslustjórnun • Lýsingarfræði • Mótun • Rafeindavélfræði • Diplóma nám í rekstri og stjórnun • Hljóðtækni Flugskóli Íslands Næstu námskeið • Bóklegt einkaflugmannsnámskeið • Bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið • Flugkennaranámskeið • MCC námskeið Skráning hafin á www.flugskoli.is Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2009 lýkur 21. nóvember. Innritun í kvöldskóla og fjarnám lýkur 30. desember. Allar nánari upplýsingar á www.tskoli.is og í síma 514 9000. Aðstoð við innritun verður frá kl. 12-16 dagana 20. og 21. nóvember (fimmtudag og föstudag) á Skólavörðuholti. ækifæri Kommóður á tilboði w w w .h ir zl a n .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 kr. 21.800 kr. 14.900 kr. 10.900 kr. 15.900 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.