Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 32
6 föstudagur 21. nóvember Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir segir að tækifærin hafi ekki garg að á sig síðan hún kom heim úr leiklistar- námi. Hún hefur þó með seiglunni náð góðum árangri og sannað það að þeir fiska sem róa. Síðustu ár hefur hún ræktað rithöfundinn innra með sér og nú er hún búin að skrifa sína aðra unglingabók, Rót- leysi, rokk og rómantík. Viðtal: Marta María Jónasdóttir Ljósmyndir: Arnþór Birkisson L eikkonan, rithöfund- urinn og fótaaðgerða- fræðingurinn Ingi- björg Reynisdótt ir virðist hafa töluvert meiri tíma en gengur og gerist hjá öðrum. Eftir að hafa lært fótaað- gerðafræði togaði leiklistin í hana. Árið 1995 hélt hún á vit ævintýr- anna og hóf leiklistarnám í Kaup- mannahöfn við Den Ny Drama- skole – Center for the perform- ing arts. Skólavistin var ævintýri líkust og eftir að hún kom heim hefur hún leikið með sjálfstæð- um leikhópum, í sjónvarpi og bíó- myndum. Í haust sá þjóðin aðeins meira af Ingibjörgu þegar hún lék svaðalegt glæpakvendi í Svörtum englum. „Það var gaman að fá svolítið bitastætt og skemmtilegt hlutverk. Það var alveg frábært að vinna með Óskari Jónassyni. Hann er alger draumaleikstjóri. Þetta var ótrúlega skemmtilegt tækifæri og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Í Svörtum englum stóð Ingibjörg frammi fyrir eldraun þegar hún fækkaði fötum í nokkrum senum. Þegar hún er spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að koma nakin fram segir hún það blend- ið. „Þegar ég las handritið fékk ég smá í magann og tilhugsunin var ekkert sérlega góð framan af. Þegar við vorum komin í senurnar var þetta auðveldara en mig hafði grunað. Það var svo vel að öllu staðið og leikstjórinn var sérstak- lega nærgætinn. Hann ræddi við okkur áður og við gátum aðeins farið yfir þetta. Svo er þetta bara svo rosalega mikið feik og langt frá raunveruleikanum. Við vorum alveg ber og allt það en ég var í slopp þegar ég hoppaði upp í rúm og klæddi mig úr honum undir sænginni. Mótleikari minn gerði slíkt hið sama og svo þegar tökur hófust var bara dengt sér í stöðu og sængin dregin af. Þetta hefði kannski verið erfitt ef ég hefði þurft að fara í rosalegt aksjón í rúminu. Þetta var nú bara gamli góði trúboðinn og því einfaldleik- inn í fyrirrúmi.“ SKAPAR SÍN EIGIN TÆKIFÆRI Þegar Ingibjörg var í leiklistar- námi dundaði hún sér við að skrifa handrit að bíómynd. Hún segir aðalástæðuna vera þá að hún hafi ekki ætlað að vera at- vinnulaus þegar hún kæmi heim úr námi. „Ég var svo græn, ætl- aði aldeilis að vera búin að skapa sjálfri mér vinnu þegar ég kæmi heim með því að skrifa flott kvenhlutverk í handritið. Þetta kvikmyndahandrit var því vað- andi í svakalega djúsí kvenhlut- verkum,“ segir hún en segir jafn- framt að það hafi reyndar aldrei komist neitt lengra, hafi strand- að á Kvikmyndasjóði. Eftir tölu- verðan barning missti hún áhug- ann enda ekki hlaupið að því fyrir hana að fá styrki, algerlega óþekkt og reynslulaus. Það leið þó ekki á löngu þar til hún settist aftur við skriftir og þá varð til leikritið Móðir mín, dóttir mín. „Ég skrif- aði það einnig til að skapa sjálfri mér tækifæri og halda mér við sem leikari því þá var orðið svo- lítið síðan ég hafði leikið á sviði. Mig langaði til að leika hlutverk sem væri krefjandi og þess vegna skrifaði ég þetta hlutverk fyrir sjálfa mig sem spannaði allan til- finningaskalann.“ Ingibjörg hefur hingað til ekki beðið eftir að tækifærin detti af himnum ofan. Þegar hana hefur þyrst í spennandi verkefni hefur hún yfirleitt búið þau til sjálf. Í fyrra kom hún sjálfri sér á óvart þegar hún skrifaði unglingabók- ina Strákarnir með strípurnar ásamt dóttur sinni, Lovísu Rós Þórðardóttur. Mæðgurnar dund- uðu sér við skrifin á kvöldin sér til skemmtunar og Ingibjörg segir að bókin hafi aðallega verið skrif- uð uppi í rúmi. „Við fengum ákaf- lega góð viðbrögð og því langaði mig til að skrifa meira. Eftir ára- mótin ákvað ég að taka skrifin föstum tökum og líta á þau sem alvöru starf. Bókin Rótleysi, rokk og rómantík er afraksturinn af því,“ segir Ingibjörg . Þegar hún var að skrifa bókina mætti hún samviskusamlega upp í Þjóð- arbókhlöðu með tölvuna sína. Bókin Rótleysi, rokk og róman tík er sjálfstætt framhald af Strák- unum með strípurnar. Í nýju bók- inni eru aðalpersónurnar komnar í menntaskóla og hvert ævintýrið rekur annað. „Þetta er samtíma- saga sem unglingarnir geta spegl- að sig í. Þeir þekkja það sem er í gangi og þá staði sem stundaðir eru, til dæmis koma Myspace og Facebook við sögu, Prikið og Hres- só, msn og sms,“ segir Ingibjörg. ELSKAR AÐ GRAFA EFTIR TILFINNINGUM Ingibjörg viðurkennir að hafa legið svolítið mikið á Netinu meðan á bókaskrifunum stóð til að fá sem besta innsýn inn í ✽ ba k v ið tjö ldi n ÞARF STÖÐUGT AÐ KOMA SJÁLFRI SÉR Á ÓVART Líkamsræktin: Laugar, ég er misdugleg. Reyni að mæta 3-4 sinnum í viku. Diskurinn í spilaranum: Dinah Washington er í uppá- haldi. Uppáhaldsmaturinn: Tapas og ítalskt. Hvað tekur þú alltaf með þér í flugvél: Tímarit, ég ligg í slúðrinu. Uppáhaldsbarinn: Ölstofan er barinn minn. Mesta dekrið: Andlitsbað og nudd á snyrtistofunni Eygló sem mamma mín á. Eftirminnilegasta sumarfrí- ið: Benidormferðin fræga með vinkonunum árið 1988. NÚ ERU JÓLIN AÐ KOMA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.