Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 52
32 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 21. nóvember 2008 ➜ Tónleikar 20.00 Sopranos Hörn Hrafnsdóttir mezzó-sópran, Margrét Grétarsdóttir sópran og Svana Berglind Karlsdóttir sópran, verða með tónleika í Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika á Græna hattinum, Hafnar- stræti 96 á Akureyri. Á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni. Húsið verður opnað kl. 20.00. 21.00 Better Days Blues Kristjana Stefáns verður með tónleika í Hvíta hús- inu, Hrísmýri 1 á Selfossi 23.00 Sprengjuhöllin, Hjaltalín og Motion Boys verða með tónleika á Nasa við Austurvöll. Húsið verður opnað kl. 23.00. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grinda- vík. Nánari upplýsingar á www.gral. blog.is. 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið SCARTA í Norræna húsinu við Sturlu- götu. Nánari upplýsingar www.studenta- leikhusid.is ➜ Myndlist Kona í forgrunni, vegferð í lífi og list. Alda Ármanna mun opna vinnustofu sína milli kl. 16-18 og taka á móti fólki að Logafold 46 á neðri hæð, í tilefni af útgáfu nýrrar bókar. Samansafn Ása Óla sýnir teikningar og málverk í DaLí Gallery, Brekkugötu 9, Akureyri. Opið fös-lau. kl. 14-17. Kling & Bang vs. Torsstrasse 111 Sýning á verkum sextán listamanna frá Berlín ásamt verkum níu íslenskra listamanna. Opið fim.-sun. 14-18. Aðgangur ókeypis. Kling & Bang, Hverfisgötu 42. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og and- ríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdá- endur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tón- myndir til evrópskrar miðalda- hefðar og í þessum bæversku ljóð- um er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almætt- inu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd nátt- úrunnar, unað ástarinnar og marg- breytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljóm- sveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleik- ara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngs- hlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnend- um að góðu kunnur fyrir vandað- an flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutn- ings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Graf- arvogskirkju og kennari í kór- stjórn við Tónskóla þjóðkirkjunn- ar. Tónleikarnir verða í Grafarvogs- kirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb Hverflyndi gæfunnar TÓNLIST Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona er einn söngvara sem flytur Carm- ina Burana í Grafarvogskirkju á morgun. Á morgun er opið hús í Hallgrímskirkju á degi heilagrar Sesselju og verður dyrum kirkjunnar lokið upp kl. 13.30. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratoríunni Ceceliu eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisladisk Mótettukórsins og dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Listvinafélagið er nú að hefja sitt 27. starfsár og liggur fyrir viðamikil dagskrá næsta árið. En tilefnið er meira: Mótettukórinn hefur lokið upptökum og vinnslu á geisladiski sínum, Ljósið þitt lýsi mér, en diskurinn verður kominn á markað í næstu viku. Kórinn flytur af því tilefni nokkur lög af disknum og kynnir efni hans. Þá verður kynnt verkið Cecelia, óratoría sem Áskell Másson samdi við texta Thors Vilhjálmssonar með tóndæmum og frásögnum. Áskell segir frá verkinu, Thor Vilhjálmsson les upp og Mótettukór- inn syngur. Verkið verður flutt í heild sinni á degi heilagrar Sesselju að ári. Thor kemur meira við sögu: Páll á Húsafelli mun á morgun leika á steinahörpu sína, en sýningu hans og Thors á myndum af heilagri Sesselju í forkirkju lýkur í næstu viku. Komandi starfsár Listvinfélags- ins verður kynnt. Meðal þess sem er á döfinni eru tónleikar helgaðir Olivier Messiaën í desember. Í janúar verða hátíðartónleikar á 250 ára ártíð Georgs Friedrichs Händel þar sem Scola Cantorum ásamt barokkhljómsveit flytur Messias eftir tónskáldið. Efnt verður til Sigurbjörnsvöku á föstunni, sex miðvikudaga í röð, sem verða helgaðir sérstökum áhugaefnum Sigurbjörns Einarssonar biskups og fyrrverandi sóknarprests í sókninni. Að dagskrá lokinni á morgun er boðið upp á kaffi og kökur í suðursal kirkjunnar. - pbb Nýtt starfsár hafið HALLGRÍMSKIRKJA Opið hús verður í Hallgrímskirkju á morg- un á degi heilagrar Sesselju. Lab Loki kynnir: Hafnarfjarðarleikhúsið - Miðasala á midi.is og í síma 555-2222 Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 23/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau 22/11 uppselt Sýningum lýkur 6. desember! Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL fös. 21/11 uppselt lau. 22/11 örfá sæti laus, síðasta sýning Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 21/11 uppselt, lau. 22/11 uppselt Aukasýningar í sölu Kardemommubærinn Leitin að jólunum Sýningar komnar í sölu. Tryggðu þér sæti! MENNINGARMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG Gerðubergi 3-5  111 Reykjavík  Sími 575 7700  www.gerduberg.is Ungblind Ljósmyndasýning Björns Sigurjónssonar Utan-garðs Málverkasýning Halldóru Helgadótturbókum kvenna 2008 Kellíngabækur Kynning á Sunnudaginn 23. nóvember 2008 kl. 13.00-16.00 Opnun sýninganna Ungblind og Utan-garðs Kynning á nýútgefnum bókum kvenna 2008 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.