Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 22
22 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is SKAP ANDI TÆK NIVIN NA Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til sk apan di sta rfa. Viðu rken nt tv eggja ára n ám. 100% láns hæft hjá L ÍN. SKRÁ NING STEN DUR Y FIR! Ég um mig … Það getur verið upplýsandi að orðtaka texta og oftar en ekki hjálpar það til við að skyggnast í merkinguna á bak við framsetninguna. Fræg er sagan af fræðimanninum sem eyddi allri ævinni í að orðtaka bækur Laxness, en horfði síðan á tölvu framkvæma ævistarfið á innan við mínútu. Fáar ræður hafa vakið meiri athygli en ræða Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs. Sé hún orðtekin kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Orðið Seðlabankinn kemur 16 sinnum fyrir í ræðunni, framtíð 4 sinnum, sem og traust, sökudólgur 3 sinnum, stjórnvöld 2, október 5 sinnum, útrás 9 sinnum en stöðugleiki aldrei, svo dæmi séu tekin. Orðið ég kemur hins vegar fyrir 34 sinnum í ræðunni; mig einu sinni, mér 2 og mín einu sinni. Ætli þessi 38 skipti sem Davíð talaði um sjálfan sig segi eitthvað um áherslur hans? Kýrskýrt Og talandi um orð. Stjórnmálamenn eiga að tala skýrt. Það veit Geir H. Haarde og þess vegna ræðir hann um að hætt sé við að „krónan verði fyrir skammtíma- þrýstingi fyrst í stað“ á þingi. Einhver sem ekki talar jafnskýrt hefði jafnvel asnast til að segja að hér yrði gengishrun. Og nöfnin Og er ekki rétt að snúa sér að nöfnun- um. Trauðla finnst skemmtilegri iðja en að glugga í nafnaskrár ævisagna, enda margt merkilegt þar að finna og þar sjást áherslur þess sem bókin er um. Í nýútkominni ævisögu Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta vors, sést til að mynda að forsetanum verður tíðrætt um konur sínar tvær, sem eðlilegt er. Dorrit kemur fyrir á ívið fleiri blaðsíðum. Það nafn sem oftast kemur fyrir í bókinni – væntanlega fyrir utan nafn Ólafs sjálfs – er hins vegar Davíð Oddsson. Þá vitum við hvernig forsetinn forgangsraðar. kolbeinn@frettabladid.is SPOTTIÐ UMRÆÐAN Stefán Ólafsson skrifar um fjármála- kreppuna Kreppan verður þjóðinni afar erfið næstu 2 til 3 árin. Mikil skuldabyrði heimila, atvinnuleysi og kjaraskerðing eru fyrirsjáanleg. Hætta er á skaðlegum landflótta. Við þessar aðstæður er mikilvægt að heimilin verði varin eins og kostur er. Stjórnvöld undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa þegar innleitt leiðir til að auka sveigjanleika við afborganir lána og við framkvæmd atvinnuleysis- bóta. Það er gott. Eftirfarandi 6 úrræða er einnig þörf: ■ Fólk fái fullar heimildir til að losa séreignasparn- að sinn nú þegar til að lækka húsnæðisskuldir; ■ Vaxtabætur vegna húsnæðisskulda verði hækkað- ar mikið; ■ Vísitölubinding húsnæðisskulda verði skert tímabundið, að hálfu eða fullu; ■ Grunnur atvinnuleysisbóta verði hækkaður; ■ Stórefla þarf virkniaukandi aðgerðir vegna atvinnulausra (þ.e. styrkja stoðkerfi atvinnuþátt- töku, endurmenntunar og endurhæfingar); ■ Almannatryggingar og lágmarksfram- færslutrygging þurfa að hækka til fulls vegna verðlagsbreytinga 1. janúar 2009, eins og lög kveða á um. Nýting séreignasparnaðar nú getur lækkað húsnæðisskuldir og greiðslubyrði margra heimila og það léttir einnig þrýstingi af ríkisvaldinu og gerir því betur kleift að styðja þá sem minnst hafa. Vörslumenn séreignasjóða munu leggjast gegn þessu en fólkið á að ráða þessu sjálft, enda verður ávöxtun sjóða áfram áhættu- söm. Ef ekki tekst að fá fram tímabundið afnám vísitölubindingar húsnæðisskulda verður að hækka vaxtabætur verulega. Þær rýrnuðu mjög frá 1995 til 2005. Hækkun þeirra nýtist best þeim heimilum sem lægstar tekjur og mestar skuldir hafa. Atvinnuleysisbætur hér á landi eru mjög lágar m.v. meðallaun. Tekjufall meðaltekjufólks sem lend- ir í atvinnuleysi verður því að óbreyttu of hátt. Hærra atvinnuleysisstig en áður hefur þekkst mun skapa ný og erfið vandamál. Stóraukinna virkniauk- andi aðgerða er þörf. Slíkar aðgerðir voru t.d. afar þýðingarmiklar í kreppunni í Svíþjóð 1990–1994. Almannatryggingar þurfa loks að verja lífeyrisþega sem margir hafa lágar tekjur. Til að velferðarríkið geti varið heimilin þarf að auka útgjöldin á mikilvægustu sviðum þess. Því verður að mæta með skattahækkunum á þá sem breiðari bökin hafa. Það er einmitt fólkið sem hlaut aukin skattfríðindi á síðustu tólf árum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Velferðarríkið til varnar STEFÁN ÓLAFSSON Til að velferðarríkið geti varið heimilin þarf að auka útgjöldin á mikilvægustu sviðum þess. Því verður að mæta með skattahækkunum á þá sem breiðari bökin hafa. U mfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sé vandamál. Hann er reyndar svo stórt og mikið vandamál að ríkisstjórnarsamstarf lands- ins hangir á því hvort hann verði áfram í Seðlabankanum eða ekki. Það liggur kristaltært fyrir að Samfylkingin treystir ekki núver- andi stjórn Seðlabankans til verks við þá viðkvæmu tilraun að end- urreisa krónuna. Nokkuð víst er að sú aðgerð mun ekki fara fram með Samfylkingu í ríkisstjórn og Davíð í Seðlabankanum á sama tíma. Að þessi staða skuli vera komin upp er fyrst og fremst á ábyrgð eins manns: Geirs H. Haarde. Forsætisráðherra hefur lengi haft á valdi sínu að taka af skarið og leysa úr þeirri flækju sem hefur skapast vegna vantrausts á stjórn Seðlabankans. En hvað er þá málið með Geir? Hvað tefur? Möguleikarnir eru þrír. Númer eitt: Geir er sammála Davíð í öllum meginatriðum. Er á móti Evrópusambandsaðild, telur krónuna traustan gjaldmiðil og að einhverjir aðrir beri meginsök á hruninu. Númer tvö: Geir óttast að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, taki af honum Sjálfstæðisflokkinn eða kljúfi flokkinn með sérframboði. Númer þrjú: Geir hefur sig ekki í að taka á vandamálinu og leysa það. Sá sem hér skrifar telur síðasta möguleikann vera líklegustu skýringuna. Verkfælni Geirs sýndi sig þegar borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fékk óáreittur að glutra frá sér borginni og ganga skömmu síðar til glórulauss samstarfs við Ólaf F. Magnússon. Sýnu alvarlegra var þó aðgerðaleysið í aðdraganda þess að efnahagslíf landsins hrundi til grunna. Allt fram á síðasta dag taldi Geir ekki þörf á að gera neitt. Ummæli hans í þá veru á tröppum ráðherrabústaðarins innan við sólarhring fyrir setningu neyðarlaganna verða lengi minnisstæð. Átakafælni Geirs var kostur á meðan allt lék í lyndi. Sérstaklega í samanburði við feikilega átakaást forvera hans í formannsstól Sjálfstæðisflokks. Þegar á reynir verða foringjar hins vegar að taka þá slagi sem reka á fjöru þeirra. Annað er til stórkostlegra trafala. Finnist einhverjum hér of mikið gert úr mikilvægi eins manns við stjórn landsins má rifja upp arfleifð eins manns, George W. Bush, eftir átta ár í Hvíta húsinu. Er það hvorki meira né minna en breytt heimsmynd. Að taka að sér stjórn snýst auðvitað ekki síst um að velja með sér aðra til verka. Vonin um að Geir leysi vandamálið Davíð Oddsson dofnar hratt. Það væri óskandi að Davíð tæki sjálfur af skarið af myndugleika, sem allir vita að hann býr yfir, og gerði þjóðinni þann greiða að kveðja Seðlabankann sjálfviljugur. Það yrði dýmætasta framlag hans til að koma á vinnufriði til að leysa önnur mikilvægari vanda- mál. Vandamálið Davíð Oddsson: Hvað er málið með Geir? JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.