Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 23

Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef alltaf gert tilraunir með mat og ég notaði mikið jurtir sem ég fann uppi í fjalli meðan ég var bóndi uppi í Jökuldal,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir en hún matreiddi hreindýralifrar- pylsu fyrir Fréttablaðið. Í lifrarpylsuna notar Ragnhild- ur íslenskt byggmjöl sem er rækt- að fyrir austan, fjallagrös og lítið af mör sem hún segir hægt að sleppa alveg og nota í staðinn bankabygg frá Móður náttúru. „Þeir sem eru ekki hrifnir af mör geta notað bankabyggið í staðinn en það þarf að leggja í bleyti. Svo koma fjallagrösin mikið til í stað- inn fyrir mjöl. Hreindýralifrin er líka aðeins bragðsterkari en lambalifur.“ Ragnhildur vill alls ekki gefa upp hvaða matur er í uppáhaldi hjá henni, segir hann svo óhollan að hún geti ekki gert það opin- bert. Hún er hrifin af lambakjöti og nýjum fiski og segist dugleg að elda. „Ég á fjögur börn svo það segir sig sjálft að það kemur af sjálfu sér,“ segir hún hlæjandi. „Lamba- kjötið var oft á borðum þegar ég var með búskap og alltaf heit mál- tíð einu sinni á dag. Ég held því áfram þó ég sé hætt að búa og tel það bara nauðsynlegt fyrir vinn- andi fólk. Svo geri ég sultur og hrútaberja- og krækiberjalíkjör sem er gott að fá sér með hráu hangikjöti. “ Ragnhildur fer á grasafjall á hverju ári upp á Jökuldalsheiði. Hún segir misjafnt bragð af jurt- unum eftir árstíma og hún hafi lært á þær með því að smakka sig áfram. „Að sumu leyti hef ég holl- ustuna bak við eyrað en þetta er kannski frekar löngun til að gera eitthvað öðruvísi. Það er hægt að nota allar jurtir. Margar tilraunir hafa samt mislukkast gjörsam- lega hjá mér en hreindýraslátrið tókst vel.“ Meðlætið með hreindýra- slátrinu er það sama og með hefð- bundnu slátri. Kartöflustappa eða uppstúfur og soðnar kartöflur. „En það er langbest eldsúrt, sér- staklega til að hressa sig á heitum sumardögum.“ heida@frettabladid.is Eldsúrt hreindýraslátur Ragnhildur Benediktsdóttir er tilraunaglöð í eldamennskunni og notar íslenskar jurtir og grös. Hrein- dýralifrarpylsa með íslensku byggi og fjallagrösum er einn af hennar sérréttum. Ragnhildur Benediktsdóttir notar íslenskar jurtir í matargerð og útbýr lifrarpylsu úr hreindýralifur og fjallagrösum. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Verð 7.250 kr. Jólahlaðborð Perlunnar 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! ENSK JÓLAKAKA er nokkuð sem þarf að huga að tímanlega. Sérfræðingar vilja meina að kökuna sé best að vökva reglulega með rommi í að minnsta kosti mánuð svo það fer hver að verða síðastur að byrja.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.