Tíminn - 02.03.1982, Síða 3
Þriöjudagur 2. mars 1982
fréttir
Líkur á f jörugum umræðum um eiturlyf javandann
á Norðurlandaráðsþiragi:
DANSKUR ÞINGMAÐUR
KEYPTI HASS TIL
STUÐNINGS MAU SÍNU!
Frá Friðrik Indriðasyni, blaða-
manni Timans i Heisinki:
■ Danski þingmaðurinn Ole
Henriksen, þingmaður S.F.,
keypti hass i Stokkhólmi á leið
sinni frá Kaupmannahöfn til
Helsinki, þar sem hann situr þing
Norðurlandaráðs i þvi skyni að
nota það til stuðnings máli sinu á
þinginu.
Þetta hefur farið mjög leynt hér
á þinginu og erfitt er að afla ná-
kvæmra frétta, en eftir þvi sem
Timinn kemst næst, mun vera
ætlun hins danska þingmanns að
leggja efnið fram hér á þinginu,
og mótmæla með þvi, þeirri skoð-
un sem útbreidd er á hinum
Norðurlöndunum og þá einkum i
Sviþjóð, að Kristjania i Kaup-
mannahöfn sé að mestu leyti
undirrót eyturlyfjavandamálsins
á Norðurlöndunum. Þvi beri að
loka henni.
Henriksen vill með þessu segja
að það sé ekki aðeins Kristjania
sem sé undirrót vandamálsins, —
hægt sé að fá þessi efni hvar sem
er á Norðurlöndunum.
Hér á þingi Norðurlandaráðs
liggur nú frammi tillaga frá
kristilegu demókrataflokkunum
á Norðurlöndum, um að þing
Norðurlandaráðs beiti sér fyrir
þviaf fullri hörku, að Kristjaniu i
Kaupmannahöfn verði lokað.
Ekki er hægt að segja með
vissuhver framvinda þessa máls
verðurhérá þinginu. Ole Henrik-
sen var ekki á mælendaskrá
fyrsta dag þingsins, svo það var
fyrst i dag, sem hann hefur tæki-
færi til þessara óvenjulegu mót-
mæla sinna, en allsendis óvist er
að hann fái Ieyfi til þess sem hann
hyggst gera.
Ljóst er þó, að ef af þessu
verður, þá mun þetta vekja mikl-
ar deilur hér innan þingsins og
búast má við miklum og heitum
umræðum um málið.
—AB
Stórfellt
ávfsanamisferli:
Sveik út 400
þúsund
krónur
„Ætli upphæð ávisananna sé ekki
um niu þúsund pund eða sem næst
150.000krónum islenskum,” sagði
Þórir Oddsson, vararannsóknar-
lögreglustjóri rikisins, þegar
Timinn spurði hann um kæru sem
rannsóknarlögreglunni hefur bor-
ist frá Landsbanka Islands á
hendur manni sem gaf út þrjár
innistæðulausar ávisanir á
Barkleys-banka i London. Lands-
bankinn keypti ávisanirnar i des-
ember og hafði þá maðurinn
stofnað reikning, án þess að gera
á löglegan hátt grein fyrir honum
hjá islenskum gjaldeyrisyfirvöld-
um.
„Auk þessa sveik sami maður
út um 250.000 krónur með þvi að
stofna fyrirtæki og fá systur sina
sem prókúruhafa á ávisana-
reikning. Hún undirritaði ávisan-
ir sem hann siðan fyllti út og
þegar þær komu i bankana þá
reyndust þær innistæðulausar.
Voru þær þá endursendar til
framseljanda sem leysti þær til
sin. Við rannsóknina kom svo i
ljós að maðurinn hefur siðan leyst
til sin, eða samið um greiðslur á
megninu af innistæðulausu ávis-
unum sem hann gaf út á ávisana-
hefti fyrirtækisins. Engu að siður
er brotið fullframið,” sagði Þórir.
-^Sió.
Hjúkrunar-
fræðingar
aflýsa verkfalli
■ Hjúkrunarfræðingar hjá
Reykjavikurborg sömdu og af-
lýstu þar með verkfalli sinu núna
um helgina. Samningurinn, sem
samþykktur var með yfirgnæf-
andi meirhluta á félagsfundi
hjúkrunarfræðinga, byggist á
sáttatillögu þeirri er rikissátta-
semjari lagði fram á dögunum
auk ákvæðis um fyrirfram-
greiðslu launa. Samkvæmt
þessum samningi geta
hjúkrunarfræðingar sótt um að fá
laun sin greidd fyrirfram eftir 3ja
mánaða starfstima, en sumir
kæra sig ekki um fyrirfram-
greiðslu og halda þvi áfram að fá
laun sin greidd eftir á.
Auk þess er i samningnum á-
kvæði um starfsaldursréttindi er
nemar öðlast meðan á námstima
stendur, varðandi veikinda- og
barnsburðarleyfi.
—HEI
■ Harður árekstur varð á milli tveggja bila á gatnamótum Brautarholts og Nóatáns um klukkan 15 i
gær. Areksturinn vildi þannig til að bill sem var á leiö austur Brautarhoitið ók inn I hliö bíls sem ók
suður Nóatúnið. Gamall maður sem var farþegi I bllnum sem ók suður Nóatúnið meiddist litiliega á fæti
og var fluttur á slysadeild. Bflarnir skemmdust báðir talsvert. — Sjó.
Tlmamynd Sverrir Vilhelmsson.
Könnun Kjararannsóknarnefndar meðal 13.000
launþega: _
Um 53% þeirra
yfirborgaðir
■ „Það er athyglisvert hve litill
hluti fólks á hinum almenna
vinnumarkaði fær raunverulega
greidd laun samkvæmt kauptöxt-
unum eins og þeir eru. T.d. eru
það um 95% af launþegum innan
Verkamannasambandsins sem
annaðhvort njóta bónusgreiðslna
eða yfirborgana,” sagði Þor-
steinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri VSl m.a. er Kjararann-
sóknarnefnd kynnti i gær niður-
stöður könnunar á samsetningu
vinnumarkaðarins er gerð var i
april árið 1981.
Hann kvað niðurstööurnar m.a.
sýna að við kröfugerð verði að
taka mið af þvi sem kaupið er i
raun, þvi taxtablöðin segi greini-
lega ekki alla söguna.
Fram kemur að rösk 53% af
þeim rúmum 13 þús. launþegum
sem könnunin náði til nutu ein-
hverra yfirborgana, en misjafn-
lega hárra. Þannig voru t.d.
84.5% af rafvirkjum yfirborgaðir
um 23% að meðaltali, um 81% af
skrifstofufólkiyfirborgaö um 22%
aðmeðaltali.og) um 80% af röð-
um byggingarmönnum svo og
málm- og skipasmiðum yfir-
borgaðir um milli 17-18%. Af iðn-
verkafólki nutu nær 57% að
meðaltali 16,4% yfirborgana og
rúm 43% af verkamönnum 12%
yfirborgana. Yfirborganir voru á
hinn bóginn litlar meðal starfs-
fólksi veitingahúsum og mjólkur-
samlögum.
Þá kom i ljós að um 30% af kon-
um unnu hlutastörf en aðeins um
5% karla. Hlutastörf voru lang-
samlega algengusthjá starfsfólki
i veitingahúsum eða rúm 54% og
næst algengust hjá iönverkafólki
rúm 27%.
Af verkafólki unnu um 52%
samkvæmt bónus eða ákvæðis-
kerfum, rúm 46% iðnverkafólks
og um 40.4% af byggingamönn-
um.
—HEI
BEINN I BAKI
- BELTIÐ
SPENNT
tfæ
FERÐAR
Ömmuhillur
byggjast á einingum (hillum
og renndum keflum) sem
hægt er að setja saman á
ýmsa vegu.
Fást i 90. sm. lengdum og
ýmsum breiddum.
Verð: 20sm. br. kr. 116.00
25sm. br. kr. 148.00
30sm. br. kr. 194.00
40sm. br. kr. 217.00
milli-kefli 27 sm. 42.00
lappir 12 sm. 30.00
hnúðar 12sm. 17.00
Sendum gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
Furuhúsið h.f.
Suðurlandsbr. 30 —
86605.'
simi
Heildsala
Smásala
&
SPORTVAL
SAlOMOIUí
Hlemmtorgi — Simi 14390
Öryggisins vegna
i