Tíminn - 02.03.1982, Síða 9
Þriðjudagur 2. mars 1982
lSiíl'SAÍÍ
//Þótt ýmislegt þyki miður
fara í landbúnaði, þá stendur
hann sem heild traustum fót-
um og alltaf miðar fram á
leið. Framkvæmdir eru miklar
bæði félagslegar og á bænda-
býlum. Tækni og vísindi ryðja
sér þar rúm ekki síður en
annarsstaðar".
a) að styrkja nýjar tekjuöflunar-
leiðir i landbúnaði og auka
fjölbreytni i framleiðslu bú-
vara.
b) stuðla að bættri heyverkun
c) til hverskonar hagræðingar,
sem orðið getur til þess að
bæta tekjur bænda án fram-
leiðsluaukningar i nautgripa-
rækt og sauðfjárrækt.
A BUnaðarþingi voru skiptar
skoðanir um þessar breytingar á
jarðræktarlögum. Meirihluti
þingsins taldi að þarna væri um
skynsamlega bráðabirgðaráð-
stöfun fjár að ræða á meðan að
hagræðing ætti sér stað, sem
hlaut að kosta talsvert. Það hefur
lika sýnt sig á undanförnum ár-
um, að þessir fjármunir hafa
komið að góðum notum i sam-
bandi við nýjar búgreinar og
bætta aðstöðu hjá mörgum bænd-
um.
Það er þegar farið að fit ja upp á
nýjum búgreinum, t.d. refa- og
minkarækt. Ræktun og veiði
ferskvatnsfiska i stærri sti'l en
áður,aukin og bætt nýting hlunn-
inda og enn þá er það svo, sums
staöar á landinu, að auka mætti
nokkuð framleiðslu eggja og
svinakjöts, að þvi ógleymdu að
viða vantar afurðir gróðurhúsa.
Kornrækt er hafin i veðursælum
sveitum og sömuleiðis skdgrækt.
Allt getur þetta hjálpað, skapað
tekjur og komið i staðinn fyrir
hefðbundnar búgreinar.
Þvi miður lita þessi mál ekki
einsvel útog áður, vegna þess að
hagræðingarféð smá minnkar
með sifelldum niðurskurði fjár-
laga. Það fölust fyrirheit í jarð-
ræktarlagabreytingunni 1979.
Menn gerðu sér vonir og höfust
handa.byrjuðu á nýjum bUgrein-
um og hagræddu öðrum. Með
niðurskurði fjárlaga erkippt und-
an einu stoöinni sem opinberir
aðilar^ Alþingi, taldi sér fært að
veita til að ná settum mark-
miðum i framleiðslumálum land-
búnaðarins. Þetta kemur sér illa.
Málefni landsbyggðarinnar eru
margþætt og aðstaða fólks þar
misjöfn. Flestir landsmenn vilja
nýta landsins gögn og gæði.
Rikisvaldið verður ef vel á að
fara að styðja við bakið á þeim
sem byggja dreifðar byggðir og
eiga ;,i vök aö verjast”.
Búnaöarþing hefur bent á það
að hagfræðilegar leiðbeiningar
væru nauðsynlegar og einnig
færsla búreikninga. Þessi mál
hafa verið í athugun hjá BUnaðar-
félagi íslands meðal annars af
þaulkunnugum mönnum á þessu
sviði og liggur fyrir itarlegt álit
frá þeim. 1 ráði er eftir þvi sem
fjárráð leyfa að auka þjónustu
þessa, bæði hjá Búnaðarfélaginu
og búnaðarsamböndunum.
Færsla búreikninga verður i
framtiðinni auðveldari þar sem
tölvan er að ryðja sér rUm og
mörg fyrirtæki bænda að taka
hana i notkun.
1 búreikningum er að finna
margar upplýsingar.
Arið 1980 færðu 216 bændur bú-
reikninga i samvinnu við Bú-
reikningastofu landbúnaðarins.
Til úrvinnslu kom 141 búreikning-
ur frá bændum, sem hafa megin-
tekjur sinar af sauðfjárrækt
og/eða m jólkurframleiðslu.
Meðaltekjur fjölskyldu af land-
búnaði á þessum búum voru kr.
9.082.000 en voru mjög misjafnar
milli búa.
Þegar gerður er samanburður
á bestu og lökustu kúabúunum og
miðaövið20árskýrábúi,kemur i
ljos tekjumunur, sem nemur nær
5milljónum gömlum krónum. A
lakara búinu þyrfti kúnum aö
fjölga um 9 til að vega upptekju-
muninn, megi gefa sér að fullt
verö fengist fyrir framleiðsluna.
Likur samanburður á sauðfjárbú-
um með 400 vetrarföðraðar
kindur sýndi að til að ná tekjum
bestu búanna þurfti 169 kindum
fleira á lökustu búunum til að ná
jöfnum fjölskyldutekjum.
Megin orsök fyrir þessum mis-
mun á nettótekjumfrá einu búitil
annars er munur á afurðamagni
eftir grip, ársnyt kúnna og frjó-
semi ánna og fallþunga dilka.
Margir kostnaðarliðir i búrekstri
fara ekki eftir bústærð. Þeir eru
hinirsömu fyrir lélegt og gottbú-
fé. Nettótekjur búsins vaxa með
auknum afurðum eftirhvern grip
góðu heimaiíluöu fóðri og fjár-
festingu við hæfi búsins. BUfjár-
talan,hausatalan segir ekki nema
takmarkað um afkomu búanna.
BUreikningar gefa glögga
mynd af þvi hvernig búrekstur
gengur. Reikningarnir eiga að
geta gefið mynd af þvi sem miður
fer og má i ljósi þess leita lag-
færinga. Starfsemi nautgripa- og
sauðf járræktarfélaganna hefur
reynstmörgum bóndanum góður
búreikningur og leitt til bættrar
afkomu i' búrekstri án fjölgunar
búfjár. Skýrslur nautgripa-
ræktarfélaganna árið 1981 sýnda
að meðalnyt árskunna er 3710 kg.
sem er 81 kg minna en árið 1978.
Kjarnfóöurgjöf er árið 1981 144 kg
minni á árskú en árið 1978.Þannig
virðist nú nokkuð hafa verið dreg-
ið úr hlut aðkeypta fóðursins —
kjarnfóðursins — i mjólkurfram-
leiðslunni. Eftir hverja vetrar-
fóðraða á fengust um 23 kg af
dilkakjöti áriö 1980 i fjárræktar-
félögunum.
Þaö væri ástæða til að fara
nánar út i ýmsa hagfræðilega
þætti i landbúnaði en þetta verður
að nægja. Ég vil undirstrika það
að þess er meiri þörf nú en áður
fyrir bændur að færa búreikninga
og það er lika brýn nauðsyn á
auknum hagfræðilegum leiðbein-
ingum.
Við lifum i landi eldfjalla og isa
og höfum þreifaö á þvi undan-
farin ár, bæði hvaö eldfjöllin
snertir og kalda veöráttu. Árið
sem leið var kalt.vetur kom viöa
snemma að með hörkufrostum og
fannkomu. Innistaöa búfjár er
orðin óvenjulöng á þessum vetri
og gefa varð sláturfé inni sum-
staðar i haust er leið og er það
óvenjulegt. Tún voru mikið kalin
einkum sunnanlands og heyöflun
viöast hvar með m inna móti enda
tiðarfar óhagstætt. Grænfóður-
rækt var mikil, enda kom það sér
vel. Kartöfhir fóru sums staðar
undir snjó og frusu i jörðu annars
staðar svo nothæf uppskera varð
litil.
Övenjulegt rok gekk yfir landið
16. og 17. febrúar 1981 og olli þaö
miklu tjóni. Bjargráðasjóður
lánaði tjónþolum vegna þessa 8
milljónir króna til 5 ára með
Byggðasjóðsvöxtum. Seðlabanki
tslands gerði sjóðnum kleift að
veita fyrirgreiöslu þessa með þvi
aö lána honum 5 milljónir króna.
Málefni Bjargráöasjóðs standa
þannig aö sjóöurinn skuldar 25
millj. króna vegna lána er hann
varö að taka er haröindin geisuðu
1979 og fokveöurs i fyrra. Nú
vantar sjóðinn 15 milljónir króna
til að lána vegna heyskorts, upp-
skerubrests og haröinda frá
siðastliðnu ári. Þetta er erfið
staöa ogóhugsanditilframbúðar.
Endurskoöun stendur yfir á lög-
um um viðlagatryggingu en til
hennar borga allir sem bruna-
tryggja. Fjárhagsstaða Viðlaga-
tryggingar er góð en Bjargráða-
sjóðurer févana. Þessi tvenn lög
sem varða stórtjón, þarf að skoða
i samhengi og gera báðum kleift
að standa við sitt.
Þóttýmislegt þyki miður fara i
landbúnaði, þá stendur hann sem
heild traustum fótum og alltaf
miðarfram á leiö. Framkvæmdir
eru miklar bæði félagslegar og á
bændabýlum. Tækni og visindi
ryðja sér þar rúm ekki siður en
annarsstaðar. Tilraunastarfsemi
og rannsóknir ná yfir viöara sviö
en áður. Uppbygging öll og að-
staða á Keldnaholti hefur gjör-
breytst til batnaðar. Hinsvegar
verður að segja það eins og er, að
Tilraunastöövarnar út á lands-
byggðinni lfða fyrir fjárskort,
bæði til uppbyggingar og við-
halds.
Garðyrkjuskóli rikisins og
9
orðaleppar
bændaskólamir eru fullsetnir af
ungu og fjörmiklu fólki. Þetta
spáir góöu. Búvisindadeildin á
Hvanneyri feerir út kviarnar til
hagsbóta fyrir landbúnaðinn. Aö
Hvanneyri eru haldin námskeið
fyrir bændur og bændaefni og
þangað fer bændafólk i orlof og
þaðan koma ungir kandidatar til
þjónustustarfa i landbúnaði.
Haldiö er nánum tengslum á
milli hinna mörgu stofnana i
landbúnaöi með ýmsum hætti.
Fyrir stuttu siðan var t.d. hald-
inn hér i Bændahöllinni ráðu-
nautafundur á vegum Búnaðarf.
Isl. og RALA. Hann var fjölsóttur
og tókst mjög vel, þar voru flutt
yfir 40 framsöguerindi um mis-
munandi efni en öll nauðsynleg.
Þessi starfsemi endurnýjar menn
I starfi og sameinar krafta
margra til að fást við vandamál
landbúnaöarins. Eftirgreindar
stofnanir stóðu aö framsögu-
erindum:
Veðurstofa Islands, Skógrækt
rikisins, Veiðimálastofnun,
Stéttarsamband bænda, Búvis-
indadeildin Hvanneyri, Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins,
Búnaðarfélag Islands.
Samvinna á milli allra þeirra
sem starfa við hinar mismunandi
land búna ðars tofn anir er
nauðsynleg, ef vel á til að takast
með lausn þeirra vandamála sem
við er að etja. Samstarf þetta hef-
ur aukist og orðið nánara I seinni
tið. Fyrir hönd Búnaðarfélags Is-
lands þakka ég samstarfið.
Forfallaþjónusta i landbúnaði
hefur komið sér vel og vonandi
verður þess ekki langt að biða að
þjónusta þessi geti náð til allra
sem þurfa eins og lögin gera ráð
fyrir.
Lifeyrissjóður bænda veitir
bæði ellilifeyrisþegum og öryrkj-
um hlutfallslega hækkaðan lif-
eyrir, siðan að sjóöurinn fór að
verðtryggja útlán, auk þess sem
komin eru til framkvæmda sér-
stök lög um þetta efni. Þá veitir
lifeyrissjóðurinn bændum lán til
ibúðabygginga, bústofnskaupa og
lánóháðframkvæmdum og siðast
en ekki sist jarðakaupalán og
hefur sjóðsstjórn beitt sér árlega
fyrir hækkun þeirra og fyrir-
hugað er aö hækka þau um helm-
ing frá i fyrra. Það veitir heldur
ekki af, þvi' kynslóðaskiptin i
landbúnaöi veitast mörgum erfið.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
annast útlán lifeyrissjóösins og
eru lán þessi ómetanleg, þar sem
Stofnlánadeildin hefur lengst af
búið við fjárskort. Þau góðu um-
skipti uröu á efnahag Stofnlána-
deildar á siðasta ári að nú er hún
komin meö jákvæðan höfuðstól
eftir áföllin frá 1977-’78 eins og
ykkur er kunnugt.
Aukinn iönaður i sveitum á
meiri framtið fyrir sér nú en
áður.siðan vegakerfiö batnaði og
raforkan náöi til flestra byggðar-
laga landsins. En nauðsynlegt er
að jafna raforkuverðiö sem er
mjög misjafnt, það léttir undir
með bæði upphitun húsa og aukn-
um iðnaöi. Matvælaiðnaður úr
kjöti og sláturafurðum þykir nú
nauðsynlegur. Hann á ekki siöur
aö geta tekist vel hjá þeim slátur-
leyfishöfum, sem hafa góða aö-
stöðu til þess út á landsbyggðinni
en smjör og ostagerð tekst hjá
mjólkurbúum landsins. Sé rétt á
málum haldiö, getur allt þetta
veittbjörg i bú á komandi timum.
Góöir Búnaðarþingsfulltrúar,
góöir gestir. Búnaðarþing er að
hefja störf sin og fyrir þingið
verða lögö mörg mál og vanda-
söm.
1 upphafi máls mins m inntist ég
stofnana sem starfað hafa i heila
öld og rúmlega þaö. Þær eru ung-
ar, þrátt fyrir aldur. Þær hafa
vaxið með auknum verkefnum.
Frumherjarnir kunnu að hlaða
grunninn/varða veginn og færa út
kviamar. Um leið og við minn-
umst þeirra og þökkum þeim,
skulum við hugleiöa framtiðina
og ganga dtrauðir til verks með
bjartar vonir landi og þjóð til
heilla.
Ég þakka forseta íslands, frú
Vigdisi Finnbogadóttur fyrir að
heiðra Búnaðarþing með komu
sinni og vera við setningu þings-
ins.
Að lokum þakka ég meöstjórn-
endum minum, búnaöarmála-
stjóra, ráðunautum og öðru
starfsfólki Búnaðarfélags íslands
gott samstarf og vel unnin störf.
64. Búnaðarþing er sett.
Hin dularfulla
blygðar-
menning
■ Við höfum heyrt getið
um margskonar menningu
og heyrt samsett orð eins
og siðmenning, vélamenn-
ing, umferðamenning,
veizlumenning og jafnvel
drykkjumenning (þó að
Halldóri á Kirkjubóli þyki
það kyndug samsetning.)
En hvað haldið þið, að
blygðarmenning sé?
Blygðarmenning er:
„menning, sem styðst við
áhrif aðhláturs og gagn-
rýni til varðveizlu ein-
staklingsdyggða." Og svo
er okkur sagt, að blygðar-
menning sé sama og
shame culture.
Ætli þetta sé ekki ein-
hver „menningarkiminn",
sem ég nefndi einu sinni í
þessum þáttum? Að
minnsta kosti höfum við
hér í sveit ekki spurnir af
fólki, sem lýsingin gæti átt
við.
Raunar eru til menn,
sem með réttu eða röngu
óttast stöðugt, að verið sé
að skopast að þeim. Þetta
er kölluð spéhræðsla. En
varla er hægt að hugsa sér,
að hópur manna myndi
samtök vegna spehræðslu
sinnar og fái þannig styrk
til að lifa lífinu. Enskan
shame culture hlýtur að
eiga við víðtækara fyrir-
brigði en spéhræðslu ein-
stöku manna.
Nú brást mér bókin mín
góða. Hún skýrir þetta ekki
nógu vel. Hún nefnir ekki
einusinni, hvort hér er um
að ræða „frumhóp",
„fjarhóp", eða „nærhóp".
Ég hef einmitt hérna á
blaði ítarlegar skýringar á
eðli og einkennum þeirra
hópa. En ekkert dugir. Ég
er engu nær um, hvað
„blygðarmenning" er.
Grannkona min segir, að
þetta hljóti að vera einn
minnihlutahópurinn. Fólki,
sem kann að skammast sin
veitir ekki af að standa
saman gegn ofureflinu,
sagði hún.
Ég efast um, að hennar
skýring sé rétt. Þetta sýn-
ir, hve varasamt það er að
sieppa út i umferðina orð-
um, sem menn skilja og
skýra hver á sinn hátt.
Blygðarmenning gæti
líka verið árátta f ólks, sem
hefur slíka nautn af að
standa uppi i hárinu á al-
menningi, að það hikar
ekki við að verða til at-
hlægis, fremur en láta af
að þjóna lund sinni. (Ekki
sel ég þessa skýringu dýr-
ar en ég keypti hana.)
En við nýyrðasmiði er
hægt að segja eins og
Festus sagði forðum við
Pál postula: Lærdómur
þinn hefur gert þig óðan.
(Hins vegar var varla rétt-
mætt að tala svona við
Pál.)
Oddný Guð
mundsdóttir
skrifar