Tíminn - 28.03.1982, Síða 2

Tíminn - 28.03.1982, Síða 2
2 WÍWTíW Sunnudagur 28. mars 1982 grafiskt viðtal „PARTV SEM ÉG VIL EKKI DANSA L” — rætt við verðlaunahöfundinn Einar Má Guðmundsson ■ Hann hefur gefið út þrjár Ijóðabækur: Sendisveinninn er einmana, Er nokkur I Kórónaföt- um hér inni? og Róbinson Krúsó snýr aftur. Og svo hefur hann skrifað eina skáldsögu: Riddarar hringborðsins, sú er enn óbirt en vann eins og flestir vita til stærstu verðlauna I samkeppni Almenna bókafélagsins um frumsamin skáldverk á dögunum. Það er ekki svo Iftil viðurkenning og verðlaunaféð ekki ólagleg upp- hæð. Enda var Einar Már Guö- mundsson allur eitt sólskinsbros á götum og torgum borgarinnar fyrr I vikunni. Þaö var eitthvað annaðen þegar hann var að selja fyrstu Ijóðabækurnar sinar af eigin rammleik hérna eitt haust- iö. Ekki þar fyrir að með þvi móti náðu þær meiri útbreiðslu en titt er um Ijóöabækur hér á landi. Einar Már býr f Kaupmannahöfn, nei.hann er enginn Fjölnismaður segir hann, og var á hraðferð þangað aftur. Skömmu áður náði Ilelgar-Timinn tali af honum og ræddi við hann um verðlaunabók- ina, skáldskap, pólitik, bók- menntafræöi, rokk og sitthvað flcira. Lá ekki beinast við aö spyrja fyrst hvers vegna Ijóö- skáldiö hefði sest niður og skrifað skáldsögu? „Ég vil nú ekki gera mikinn greinarmun á ljóðskáldinu og söguhöfundinum, fyrir mér er þetta eðlilegt framhald og ég held ég láti vera að koma með þessa gömlu lummu um að ljóðformið hafi verið farið að takmarka mig. Hvað mig snertir er þetta allt undir einum hatti, sú veröld sem ég er að lýsa i þessari bók kemur fyrir i einhverri mynd strax i siö- asta kaflanum af Róbinson Krúsó. Þetta er efni sem er hægt að finna stað i ljóðum og sögum.” — Nú kemur bókin ekki út fyrr en i haust, geturðu sagt lauslega frá efni hennar? „Viöskulum segja að viðfangs- efnið sé borg sem er að vaxa úr grasi. Það sem liggur að baki er veruleiki sem er tiltölulega nýr á tslandi, heimur sem var að koma upp á sjötta áratugnum þegar ný hverfi voru i byggingu alls staðar iReykjavik, til dæmis hverfi eins og Vogahverfið. Þarna sköpuðust aðstæður sem aldrei höfðu sést áöur i tslandssögunni — mörg hundruð börn samankomin á ein- um staö og þá varð náttúrlega ekki hjá þvi komist að þarna myndaöist einhvers konar magisk barnaveröld, ekki sist þegar haft er i huga að þá voru pedagógar ekki farnir að láta mikið að sér kveða. Sagan fjallar einmitt um strákalif i svona hverfi, einu af nýju hverfunum i Reykjavik þar sem gamalt og nýtt er að renna saman, annars vegar þessi nýja veröld sem er i uppsiglingu og margir hafa kennt við amerikaniseringu og hins vegar heimur þeirra kynslóðar sem þarna er að koma sér þægi- lega fyrir, við getum kallað hana kreppukynslóðina. Og afkvæmi hennar eru eiginlega fyrsta raun- verulega borgarfólkið á tslandi. Það er i raun margt i veruleika eftirstriðsáranna hér á tslandi sem minnir á þá þróun sem margar suður-ameriskar skáld- sögur snúast um, örar breyting- ar, snögg umskipti, hefð og nýj- ungar sem rekast á, timi þar sem mikið af skáldlegum viðfangsefn- um liggja á lausu.” Strákabækur — Nú ertu að skrifa um stráka fyrst og fremst er þetta þá þroskasaga, bókmenntagrein sem ekki hefur verið svo litið stunduð hér á landi? „Nei, nei, sagan gerist á fjórum dögum og strákurinn sem segir hana tekur engum þroskastökk- breytingum i lokin þar sem hann sér allt i einu i gegnum sjálfan sig og allan heiminn, nei, það er ekk- ert slikt. Umhverfiö er upplifað i gegnum vitund stráksins og það eruengirplúsar og minusar i sög- unni, fólkið er ekki áberandi gott eöa slæmt, hann sér hlutina bara svona. Og um leið og bókin verður til i kollinum á söguhetjunni er hann þátttakandi i atburðarás- inni, hann er á sama tima sögu- maður og persóna i sögunni sem hann segir með oröalagi og reynslu fullorðins manns, það er i raun fullorðinn maður sem talar i gegnum hann. Hann ræður alveg ferðinni og ég leyfi ýmsum minni sögum að blómstra, i einum kafla þar sem aðalsagan heldur áfram segir hann jafnvel svona þrjár fjórar minni sögur i framhjá- hlaupi, episódur sem kannski koma meginmálinu ekki svo mik- iö við. Annars er aðferðin ekki ósvipuð þvi sem Gunter Grass notari Blikktrommunni, þar lýsir dvergurinn óskar þvi til dæmis að þegar hann fæddist hafi hann verið að horfa á sextiu vatta ljósakertaperu og síðan tyggur hann upp gömlu slagorðin úr Bibliunni: Verði ljós, og það varö ljós! Þetta er sumsé tilraun til að draga veröldina inn i barnshug- ann, en samt er engin ákveðin teória i þessu um börn, aö krakk- ar séu svona eða hinsegin, ég byggi ekki á nokkurn hátt á rann- sóknum skólasálfræöinga.” — Nú hefur Pétur Gunnarsson lika gert strákum ágæt skil... „Ég vil nú ekki segja nema gott um bækurnar hans Péturs, en þú verður að athuga að þær gerast á allt öðrum stað i bænum, i vestur- bænum, þar sem barnaveröldm er meira svona kakósamkvæmi. Annars eru svona strákasögur heil bókmenntagrein út af fyrir sig — Brekkukotsannáll er til dæmis strákasaga á sinn hátt, Kanar eiga lika mikið af sliku, eins og til dæmis bækur eftir Mark Twain og Saul Bellow og Catcher in the Rye eftir Salinger. Nú, Rússar eiga meira að segja sinn Bjargvætt i grasinu, og svo má ekki gleyma stóru strákabók- inni hans Gunters, Blikktromm- unni. Þaö má segja aö ég sé meira ölvaður af þessum alþjóð- legu strákabókmenntum en þessu innlenda.” Dúfa skeit á hausinn á mér — Hvað varstu langan tima að skrifa þessa fyrstu skáldsögu þina? „Það er erfitt að segja, ég vann hana ekki með skeiöklukku. Ég hef alltaf margt i takinu i einu og sagan er lika hluti af stærra prójekti, stærra efni sem hefur verið að mótast i langan tima. Hugmyndin er gömul og þessi veröld þarna er söguefni sem hef- ur heillað mig lengi, við getum sagt að þeim mun lengra sem ég hef komist frá henni i tima og rúmi þeim mun nær hafi ég kom- ist henni i raun. En ég lit ekki á þetta eins og aö ég sé að lýsa ein- hverri fortið sem er dauð, heldur lifandi hlutum, hlutum sem mað- ur er að hugsa i dag. Það er stór hópur sem nú er fullorðinn sem á þennan sama bakgrunn svo ég held að margir eigi að geta þekkt sig i þessu.” — Hvernig stóð á þvi að þú sendir handritið i verðlaunasam- keppni Almenna bókafélagsins? „Ég var nú kominn á góðan rekspöl með söguna þegar ég frétti af henni og svo passaði það upp á hár að ég var búinn að vél- rita hana i desember. Það voru lika ýmis teikn á lofti um að ég myndi vinna þessi verðlaun — i október skeit til dæmis dúfa á hausinn á mér i fyrsta og eina sinn úti i Kaupmannahöfn. Ég ákvað að taka sénsinn og svo skiptist á bjartsýni og svartsýni i huga mér um þetta. Og auðvitað varð ég mjög glaður þegar mér voru tilkynnt úrslitin, ég lagði frá mér pennann, var staddur i miðri dapurlegri setningu þegar sim- talið kom og hef ekki klárað þá setningu enn.” — Er ekki upplifgandi að vera allt i einu farinn að þéna peninga á ritstörfum? „Ég ætla að vona að verðlaunin verði mikil sprauta, þetta skapar manni náttúrlega visst vinnu- öryggi, nú get ég skrifað með til- tölulega góðri samvisku og þarf ekki að hafa gólftuskuna hang- andi yfir hausnum. Ég veit ekki hvort við eigum að láta það fljóta með, en konan min hefur unnið fyrir mér mestanpart i þessi ár og ég vona að nú verði einhver breyting á þvi.” — Ætli það sé ekki allt i lagi að það komi fram núna, eftir að v verðlaunaféð er komið i vasann á þér... „Að visu hef ég alltaf haft ein- hverjar tekjur af ljóðabókunum, en þetta er óneitanlega mikil lyftistöng og mér semur mjög vel viö forlagið.” Reyni ekki að yrkja eins og Tómas — Nú starfaðir þú eitthvað i vinstri pólitik hér á árum áður og I ljóðum þinum hafa menn taliö sig finna einhvers konar anark- isma. En nú ertu kominn inn á gafl hjá þvi borgaraforlagi sem sagt er að AB sé... „Þeir sem halda þvi fram að Almenna bókafélagið sé vigi borgarastéttarinnar og Mál og menning þá væntanlega vigi verkalýösstéttarinnar lifa i mjög einfaldaðri mynd af heiminum. Ég held nú að þessi gamli rigur milli forlaganna heyri mest kaldastriösheiminum til, en fyrst og fremst kemur hann rithöfund- um ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hlutverk rithöfunda er náttúrlega að skrifa, skrifa bæk- ur, og það skiptir fólkið sem les bækurnar engu máli hvaða for- lagsstimpill er á þeim. Það er bara að lesa bækur og pælir ekki i þeim á annan hátt sem betur fer. Svona illdeilur eru oftastnær hálf sóðalegar og ég vil ekki flækja mig i neitt slikt. Ég get ekki held- ur séð að það séu neinir pólitiskir þröskuldar milli min og forlags- ins. Svo fæ ég ekki betur séð en að AB hafi verið menningarlegt for- lag i gegnum tiðina og gefið út góðar bækur. Ég er i sjálfu sér mjög stoltur að koma út hjá for- lagi sem hefur gefið úr Borges, Grass, Hamsun og Cervantes, þó það skipti mig engu megin máli ef út i það er íarið. Er ekki alltaf mest um vert að forlögin borgi rithöfundum mannsæmandi laun?” — Þú ert ekki breyttur maður þó þú hafir komið i leiðara Mogg- ans um daginn...? „Nei, ég held ég fari ekki að reyna aö yrkja eins og Tómas Guðmundsson...” — Enhvaöum heimsbyltinguna og anarkismann i ljóðunum? „Sko, ég hef ekki verið virkur i pólitik i mörg ár, ekki i fimm ár. En þaö má segja að ljóð gefi ákveöna pólitiska möguleika, það er færi á að segja hug sinn beint og milliliðalaust, og i ljóðunum og kannski öllu sem ég skrifa, birt- ast min viðhorf og ég ætla ekkert að reyna að túlka þau á annan hátt. En þegar maður fer að setja saman sögu hverfa allir þessir pólitisku mælikvarðar á persónur og hluti, það má eiginlega segja að frásagnarlistin sé afpólitiser- andi. Auðvitað skina manns við- horf i gegnum sögur, þær eru allt- af táknrænar og lýsandi á einn veg eða annan, en maður segir þær ekki gagngert til að setja fram einhver slagorð gegn Hjálp- ræðishernum eða Nató eða eitt- hvað i þeim dúr. Slikar bók- menntir standast alltaf mjög illa.” Jaggerpólitík — Ég þykist sjá vissa pólitik i ljóðunum, það er kannski hægt að kalla það rokkpólitik, Jaggerpóli- tik, þar sem frelsið er tignað og allt kapp lagt á stanslausan upp- steyt og kjafthátt... „Ég gerði þessa smátilraun til að starfa i pólitik, en komst fljótt að þvi'aö það á ekki við mig að tjá mig póliti'skt, það er á þessu póli- tiska tungumáli sem nú er rikj- andi. Það rúmar alls ekki hug manns og tilfinningar. Ég finn miklu frekar til samstöðu með reiöi Micks Jagger heldur en ein- hverjum langlokum i blööum. í ljóöabókunum, sérstaklega i Sendisveininum, er mikið fjallað um þessa pólitisku veröld á gagn- rýninn hátt. Ég vil alltsvo meina aðþaðsé gjörólikt að horfa skáld- lega á heiminn og horfa pólitískt á heiminn. En hér á Islandi er þetta nú eins og hálfgerð sýki að setja alltaf jafnaðarmerki milli skáld- skapar ogstjórnmála. Það a- eins og rithöfundar eigi að hafa skoðanir á öllu og þeim er miskunnarlaust stillt upp við j veggi til að fá þá til að úttala sig um hin og þessi mál. Þetta hlut- verk rithöfundarins á rót sina að rekja til gamallar skáldaimynd- ar, dáldið goðsögukenndrar imyndar um að skáldin sjái dýpra en aðrir og séu þarafleiðandi kjörnir leiðtogar. Ég verð að segja að það er partý sem mig langar ekki að dansa i. Ég álit að mitt hlutverk sem höfundar sé að segja sögu og ég reyni að gera það sem best. Inn i það blandast svo auðvitað alls kyns viðhorf, bæði félagsleg og pólitisk. Þetta eru svosem engar krossgátur. Svo er annað að þetta sama við- horf hefur lika verið að ryðja sér til rúms gagnvart poppstjörnum, manstu til dæmis þegar Bjöggi var kosinn poppstjarna um árið? Þá var hann sextán ára gamall og átti að geta úttalað sig um alls kyns sálfræöikenningar, indverska mystik og ég veit ekki hvað. Þetta er eilifur þrýstingur utanaðfrá á þá sem fást við ein- hverja sköpun og ég held aö þeir geri feil sem stökkva um borð i þessa hringekju.” Lauflétt yfirsýn — Vilcjum að öðru, áður en þú fórst að gefa út bækur sastu i bók- menntanámi hér i háskólanum i nokkur ár... ,,Jú i' bókmenntum og eitthvað i sagnfræði. Bókmenntanámið var ágætt i sjálfu sér, kennslan byggöist aðallega á þvi aö veita mönnum yfirsýn, lauflétta yfir- sýn, yfir bókmenntirnar siðan var manni i sjálfsvald sett að sökkva

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.